Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 33
Hin vinsælu plast-bréfabindi frá Múlalundi fást nú í þrem stærðum LÁTIÐ PLASTBINDI HREINLEGRI, FALLEGRI FRÁ MÚLALUNDI OG MARGFALT PRÝÐA SKRIFSTOFUNA - ENDINGARBETRI EN ÞAÐ BORGAR SIG. BRÉFABINDI ÚR PAPPA. MÚLALUNDUR XzrriL£!& bíða. Ég skal aka ykkur alveg að dyrunum. Það er það minnsta sem ég get gert, hugsaði hún. Kannske ætti ég að fara inn með þeim og sjó til að drengurinn fói eitthvað heitt ofan í sig. Vesalingurinn litli, ber- fættur í ofanálagl Það var erfitt að komast upp brekkuna, vegurinn var verri en Ethel bjóst við. Hún sá varla út um rúðurnar og var dauðhrædd um að keyra út af eða að festa sig. — Nú erum við alveg að koma, sagði hún og var með augun á veginum. Þegar hún komst upp síð- ustu brekkuna og á beina veginn sem lá að húsinu, sagði hún, glöð í bragði: — Við höfðum það! Hvert á ég nú að aka? Þau eru hrædd, hugsaði hún. Ég er viss um að drengurinn er hrædd- ur, og ég lái honum það ekki. Ég var dauðskelkuð sjálf. Svo sagði hún upphátt: — Nú erum við kom- in alla leið upp, nú er allt í lagi. Hvert ó ég nú að fara. Þegar hún fékk ekkert svar sneri hún sér við. Aftursætið var tómt! — Jafnvel þótt þau hefðu farið úr bílnum, án þess að ég tæki eftir því, var alveg útilokað að þau gætu horfið svona algerlega. Ég leitaði og gáði í allar áttir, sagði Ethel í tíunda sinn við manninn sinn. — En bílsætið er alveg þurrt, svaraði hann. — Ja-há, þú villt með öðrum orð- um halda þvf fram að ég hafi (- myndað mér þetta allt saman. Ég er nú bara ekki sú manngerð sem lætur hugmyndaflugið hlaupa í gönur með sig. Ekki nema það þó, að búa til gamla konu og sjúkt barn. Það hlýtur að vera einhver skýring. Ertu viss um að þú hafir ekki séð þau, að þau hafi ekki komið hingað? — Hlustaðu nú á mig, Jim reyndi að taka fram í fyrir henni. — Ég hefi aldrei skáldað upp neinar sögur, sagði Ethel. — Þú hlýtur að þekkja mig það vel . . . — Bfddu andartak, sagði Jim. — Það getur verið skýring á þessu. Nokkuð sem mér var sagt. Ég sagði þér ekki frá þv(, vegna þess að . . . — Vegna hvers, Jim? Ethel beit á vörina. — Mér geðjast ekki að þessu. Hvað er það sem þú vildir ekki tala um við mig? Eitthvað sem þú veizt, en ég ekki. — Það er bara gróusaga. Ég heyrði hana ( fyrsta sinn sem ég kom til að l(ta á húsið. Jim leit undan, hálf hjálparvana, en hélt svo áfram-. — Það þekkja allir hér þessa sögu, en fólk talar yfirleitt ekki um það, ég meina, um svona hluti . . . — Jim, sagði Ethel. — Viltu gjöra svo vel að segja mér það, straxl — Það var eitthvað um að litl- um dreng af Sandersons fjölskyld- unni hefði verið rænt, eða að hann hefði á einhver hátt horfið . . . Fólk hélt því fram að gömul, vitskert kona hefði rænt honum. Fólkið hér í nágrenninu talaði mikið um þenn- an atburð, en enginn vissi í raun og veru hvað hafði skeð. Ethel stóð upp og starði á hann. — Þú átt við að einhver hafi stol- ið litlu barni, og að ekkert hafi verið gert. . . ? — Nei. . . Jú, ég meina .. . Þetta skeði fyrir sextíu árum síðan. Næsta morgun talaði Ethel enn- þá um þennan atburð. — Þau fundust aldrei, sagði hún við sjálfa sig. — Allir fóru að leita og að lokum var þv( slegið föstu að þau hafi drukknað ( ánni. Það var svona óskapleg rigning, eins og nú. Hún horfði á regnið, sem streymdi niður rúðurnar ( borðstof- unni. — Furðulegt, sagði hún, og teygði sig hlægjandi. — Afturgöngur! Ég hefi séð tvo vingjarnlega drauga. Það var ekkert undarlegt að dreng- urinn væri ræfilslegur. En fyndið! Fyrst var honum rænt og svodrukkn- aði hann! — Hlustaðu nú á mig andartak, sagði Jim. — Ef ég væri í þínum sporum, myndi ég reyna að gleyma þessu. Fólkið hérna í nágrenninu vi11 helzt ekki tala um þetta. — Nei, ég hefi orðið vör við það, enginn sagði neitt við mig. Við eig- um einkadrauga og svo á ég ekki að fá neitt að vita um þá. Ég skal segia þér eitt, ég verð ekki róleg fyrr en ég fæ að heyra alla söguna. — Það var einmitt það sem ég var hræddur um, sagði Jim. — Þess- vegna sagði ég ekki neitt. — Látfu ekki eins og asni. Nú skil ég hversvegna allir voru að þvæla þetta um veðrið og veginn í gær. Ég þori að veðja um að allir hafa verið að springa af löngun til að segja mér alla söguna. Ó, hvað ég hlakka til að sjá andlitin á þeim, þegar þau fá að heyra alla söguna . . . — Þú færð ails ekki leyfi til að ganga um og gorta af þessari draugasögu þinni... — Auðvitað get ég það. Nú er- um ,við orðin reglulegt heimafólk. Ég hefi fengið að sjá drauga sveif- arinnar, og í dag ætla ég að fara til þorpsins og segja öllum frá þessum atburði, og svo ætla ég að fá allar upplýsingar sem hægt er að fá. — Mér þætti vænt um að þú gerðir það ekki. — Ég veit það. En ef ég bíð eftir að einhver fari að tala um þetta að fyrra bragði, verður það til þess að ég fer að halda að mig hafi dreymt þessi ósköp. Ég get varla beðið eftir því að komast til þorpsins og heyra hvað fólkið seg- ir . . . Ethel þuklaði um aftursætið áð- ur en hún steig upp í bílinn. Það VIKAN 1. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: