Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 28

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 28
 HÖND í HÖND Enn hefur einn vinsæll söngvari fest ráð sitt. Að þessu sinni Gerry Marsden, söngvari og fyrirliði hinnar ágætu hliómsveitar Gerry and the Pacemaker. Sú útvalda heitir Pálína Behan — og það fylgir sögunni, að hún hafi áður verið fromaður aðdáendaklúbbs hljómsveitarinn- ar í Liverpool. Aður en langt um líður fáum við að sjá kvikmyndina ,,Ferry cross the Mers- ey" í Tónabíói, en Gerry og félagar hans leika í þeirri kvikmynd. Svo sakar ekki að geta þess, að nýjasta lagið, sem Gerry syngur, heitir Walk hand in hand. Hann hefur sjálfur samið þetta lag — og mætti ætla, að hann hafi þá haft Pálínu sína í huga! DÝRIN LÁTA I SÉR HEYRA Þegar l'he Animals lctu fyrst í sér heyra mcS laginu „House of the rising sun“ var ]>að fyrst og fremst hinn frábæri söngur Erics Burdon, sem athygli vakti. Fyrst í stað var lagt blátt bann við að Ieika þetta Iag í útvarpi og sjónvarpi, því að það þótti allt of Iangt (4 mínútur). Nú hafa viðhorfin heidur betur breytzt hvað þetta snertir; nægir þar að benda á lag Bob Dylans, „Like a Roliing Stone“, scm er rúmar 6 mínútur. Öli „Dýrin“ (The Animals) eru frá Newcastle í Eng- Iandi, og sumir telja, að hin frumlega nafngift þeirra hafi að nokkru leyti vís- að þcim veginn upp á stjörnuhimininn. Ein breyting hefur orðið á hljómsvcit- inni frá því hún lct fyrst í sér heyra. Alan Price, orgelleikari, hljóp í burtu og stofnaði sína eigin hljómsveit. Ástæðan var sú, að hann þoldi ekki hin eilífu ferðalög og gat blátt áfram ekki hugsað sér að sctjast upp í flugvél. Mörgum þótti þarna skarð fyrir skildi, því að Alan hafði verið aðal sprautan í hljóm- svcitinni allt frá byrjun. Þeir félagar fengu samt ágætan mann í hans stað og cnn eru þeir í fullu fjöri — með Eric Burdon (scm myndin sýnir) f broddi fylk- ingar. LABBAKÚTARNIR Við getum kallað þá Labbakútana. Sjálfir kalla þeir sig The Walker Brothers. Þeir eru ekki bræður, þótt þeir heiti allir sama eftirnafni og séu fljótt á litið mjög líkir hver öðrum. Þeir heita Scott Walk- er, John Walker og Gary Walker. Þeir eru jafnvel Englendingslegri í útliti en Englendingar sjálfir — cn þó bandarískir! Áður en þeir sneru sér að músikinni stunduðu þeir allir háskólanám. Um líkt leyti og bítlaæðið var í algleymingi í Bandaríkjunum, datt þeim það snjallræði í hug að stofna hljómsveit, en það þýddi líka, að þeir urðu að láta hárið vaxa niður á herð- ar, því að annað var ekki tekið gilt! Þeir fréttu af velgengni bandaríska söngvarans P.J. Proby í Englandi og ákváðu að freista gæfunnar þar í landi. Þeim tókst að fá atvinnuleyfi, komu fram í sjónvarpsþætti, og þar mcð var frægðarsólin tek- in að skína. Þeir höfðu duglega umboðsmenn — og óvenjulega sviðsframkomu. Það dugði. Allir leika þeir á hljóð- færi, Scott leikur á bassagítar, John á sóló-gítar og Gary á trommur. Auk þess hafa þeir „undir- leiksliljómsveit“, — sú heitir Johnny B. Great and The Quotations. Fyrsta hljómplata þeirra var „Love Here“. Hún seldist allsæmilega, en þó ekki nógu vel til þess að vekja verulega athygli á þeim. En það gerði hins vegar önnur plata þeirra, “Make it easy on yourself“. Á mettíma var hún komin í efsta sæti vinsældalistans í Englandi. Þetta vakti talsverða athygli. í fyrsta sinn hafði bandarísk hljómsveit látið að sér kveða svo um munaði. SANDIE SHAW OG CLIFF RICHARD Brezka músikblaSiS Melody Maker efndi nýlega til skoSanakönnunar um beztu hljómsveitir og söngvara á órinu 1965. Eins og búizt hafði verið við voru vinsælustu einsöngvarar kjörnir Cliff Richard og Elvis Presley. Þótt þeir hafi staðið í sviðsljósinu árum saman virðist ekkert lát á vinsældum þeirra. Elvis A. Presley (A fyrir Aaron) stendur nú á þrítugu, og það þótti vel af sér vikið hjá honum, að hljómplata hans, Crying in the Chapel, var kjörin bezta hljómplata ársins. Beztu söngkonur voru kjörnar Sandie Shaw og hin bandaríska Brenda Lee. Skoðanakönnunin leiddi í Ijós, að Bítlarnir eru enn vinsælastir allra hljómsveita, en næstir að vinsældum eru The Rolling Stones. Beztu hljómlistarmenn voru kjörnir Hank Marvin, aðalgítarleikari The Shadows, en hann á eflaust mestan þátt í vinsældum þeirrar ágætu hljómsveitar, — og Burt Bacharach, bandarískt tónskáld, sem samið hefur ógrynni af fallegum og skemmtilegum lögum, m.a. „What's new, Pussycat". Myndin sýnir okkur tvö hin vinsælustu: Sandie Shaw og Cliff Richard.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: