Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 16
Tví sjónarmið voru uppi varðandi hið afríska konungsríki Dahómey. Höfuðtalsmaður annars var Behasín, einvaldskonungur Dahóma. Næst- um allir aðrir hölluðust fremur að hinu sjónar- miðinu. Behasín var harðónægður með gang móla í ríki sínu, sem var eitthvað hundrað milna breið spilda upp fró Þrælaströnd og nóði um þrjú hundruð og fimmtíu milur inn ó meginlandið. Hann ótti hundrað eiginkonur og fleiri hjókon- ur en hann fengi tölu ó komið. Þrælar hans skiptu þúsundum og her hans var einstæður í veraldarsögunni. Hann sat í Abómey, lítilli borg inni í landi, þar sem hann sötraði innflutt romm úr drykkjarkerum, sem gerð voru úr þurrkuð- um hauskúpum, og bein drepinna óvina voru aðalskreyting hallar hans. Evrópumönnum, sem ekki Iifðu í jafn dýrleg- um fagnaði og Behasín, fannst óstandið í Dahóm- ey óþolandi. Ekki tóku þeir tillit til þeirrar stað- reyndar, að negrakóngur þessi breytti einfald- lega samkvæmt vana landsins. Auk auðs, ríkis og valda hafði hann erft hina aldagömlu siði þjóðar sinnar. Þar ó meðal var hald „hótiðar- innar miklu", við dauða hvers Dahómakon- ungs og í öðru lagi „minnihóttar hótiðir", tvisvar á óri. Behasín vildi meina, þegar að nefndri stór- hátíð var fundið við hann, að hún væri frem- ur haldin af guðsótta en blóðþorsta. Þegar allt kom til alls, var algerlega óforsvaranlegt að senda sál liðins kóngs út í eilífðina eina sér og fylgdarlausa. Að sjálfsögðu yrðu svo virðu- legri sál að fylgja sálir þræla, kvenna, stríðs- manna og annarra, sem fúsir væru að þjóna hátigninni hinum megin. Jarðarfarir Dahómeykonunga hófust með því að þegnarnir æstu sig upp úr öllu valdi með dansi og ræðuhöldum. Siðan voru hin mennsku fórnardýr, sem mörg hver voru ófús til að gegna því hlutverki, lokuð inni í búrum, flétt- uðum úr tágum og þeim stillt upp á pall ásamt öðrum búrum, sem geymdu krókódíl, kött og hauk. Þegar hinir konunghollu Dahómar voru orðnir hæfilega bandóðir, tóku stríðsmenn búr- in niður af pöllunum og fengu þau í hendur múgnum, sem reif þau opin og drap dýr þau og menn, sem í þeim voru. Ef trúa má orðum ýmissa evrópskra ferðalanga, sem heimsóttu Da- hómey snemma á árum, þá voru siðirnir við stórhátíðina ekki ávallt þeir sömu. Þannig var lík að minnsta kosti eins konungs lagt í ein- trjáning, sem síðan var komið fyrir f miklum geymi, er saumaður var saman úr húðum, og var gengið út frá því að þá fyrst væri liðskost- ur konungs í eilífðarleiðangrinn sæmilegur orð- inn, er eintrjáningurinn bókstaflega flaut í blóði þeirra er fórnað var. Eitt kemur öllum saman um, að fórnardýrin — þau mennsku auðvitað líka, — hafi verið steikt yfir kolaeldi og étin. Að ioknum helgiathöfnum dagsins upprann „zan nyanyana", eða „nóttin illa", þegar hinn nýkrýndi konungur kom út úr höllinni ásamt konum sínum og helztu ráðgjöfum. Hans hátign hjó þá sjálfur hausana af nokkrum þegna sinna og sletti blóði þeirra á grafir fyrirrennara síns og forfeðra. En ritúaiið var enn ekki á enda. Allan daginn og nóttina höfðu ekkjur hinnar sáluðu hátignar verið önnum kafnar við að rífa klæði sín og æsa hver aðra upp f móður- sýkiskennt æði, sem skyldi tákna sorg þeirra vegna dauða ektamannsins. Að lokum, þegar birti af degi eftir nóttina illu, var kvennahjörð- in gengin svo gersamlega af vitinu, að hún æddi argandi og froðufellandi um kvennabúrið og braut og bramlaði allt sem fyrir varð. Kvinn- urnar veittu jafnvel tilræði geldingum þeim, er þjónuðu þeim, og réðust loks hver á aðra með kjafti, klóm og hnífum. Þegar nýja kónginum fannst nóg af kvenfólkinu hafa drepizt á þenn- an hátt, gekk hann sjálfur í kvennabúrið og kom á friði. Vikuna næstu eftir hátíðarlok, ríkti óvenju- mikil kyrrð við hina konunglegu hirð í Abóm- ey. Miðað við stórhátiðina, sem kostaði hundruð mannslífa hverju sinni, voru smærri hátíðirn- ar, sem haldnar voru tvisvar á ári, ósköp mein- Iftil tiltæki. Fórnirnar á þeim náðu sjaldnast hundraði manns. Og auk þess var — eins og Behasín réttilega benti á — engum sem veru- legur slægur var í offrað við þau tækifæri. Það voru aðeins fjandmenn ríkisins og þeir, sem orðnir voru of gamlir til að þrælasalarnir vildu kaupa þá, er gáfu þá líf sín til þóknun- ar sálum og líkömum konungshollra þegna. Aður en þrælaverzlun var bönnuð og raun- ar mörgum árum lengur, voru þrælasalar frá Bretlandi, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Banda- ríkjunum, Danmörku og Hollandi í mjög arð- bærum viðskiptasamböndum við umboðsmenn Dahómeykóngs. Seint á nitjándu öldinni náði keppni Evrópuríkja um nýlendur í Afríku há- marki og léku Bretland og Frakkland aðalhlut- verkin í þeim leik. Eftir langvarandi þrætur og samningamakk urðu þessi stórveldi sammála um, að Frakkar fengju ráð yfir Dahómey, og tjáðu þeir sig fúsa til að greiða Behasín eftir- laun, sem samsvöruðu fjögur þúsund dollurum á ári. Behasín tók þessu ekki sérlega vel, enda hafði enginn spurt hann ráða varðandi samkomulag- ið. Hann tók að herja út fyrir landamæri sín og drap nokkra kristna Afríkumenn en hneppti aðra í þrældóm. Frakkar þóttust auðvitað vera yfirgengilega hneykslaðir á þessari villimennsku og sendu fjögur þúsund manna her til að gera enda á ráðsmennsku Dahómeykónga í eitt skipti fyrir öll. Átta hundruð manna sveit kraftakarla úr Utlendingahersveitinni, undir stjórn kólónels að nafni Faurex, skyldi vera í fararbroddi leið- angursins. Þessir forverðir, sem lögðu af stað sjóleiðis frá Oran seint í júlí 1892, voru orðnir því vanir að heyra æsilegar tröllasögur um þú staði, sem þeir voru sendir til. Þeim þótti vel trúlegt að leiðangurinn til Dahómey yrði engin sérstök skemmtiferð. En þeir trúðu alls ekki þeim sögu- sögnum að fræknustu sveitirnar í her Behasíns konungs væru eingöngu skipaðar konum. Satt var það samt. Sérfræðingar í klassísk- um fræðum eru ekki á einu máli um, hvort sögur Forn-Grikkja af skjaldmeyjum séu sann- ar eður ei, en hitt er ómótmælanleg staðreynd, að á tveggja alda timabili að minnsta kosti höfðu Dahómeykonungar í liði sínu sveitir skip- aðar valkyrjum svo grimmum, að allir óvinir skulfu á beinunum af ótta við þær. Þessi skjald- meyjaher er einstæður í veraldarsögunni. Upprunalega kvað þessi liðstyrkur hafa sprott- ið upp úr heimiliserjum eins kóngsins. Hann átti

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: