Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 34
Þo8 tklplir ekki máli, hvornig húS þér hofiS!
Það er engin húð eins.
Hn Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme
eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún
þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit.
Og þess vegna getur húð yðar
notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzf.
Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún
þarfnast af fitu og raka.
Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og
Nivea-snyrta húð.
Hrein
frísk
heilbrigð
húð
var alveg þurrt og flekklaust. Hún
raulaði með sjálfri sér þegar hún
settist undir stýrið.
Allt í einu setti að henni óskap-
legan skjálfta. ískaldur gustur
smaug í gegnum merg og bein.
Hún sneri sér við . . .
— Æ, elskurnar mínar, eruð þið
þarna ennþá? Hversvegna?
— Það er ókunnugt fólk í .hús-
inu, sagði gamla konan.
Ethel fékk gæsahúð og það var
eins og ískalt vatn hríslaðist niður
bakið á henni. Barnið starði fram-
hjá henni og augu konunnar voru
tómleg og sljó.
— Hvað viljið þið að ég geri?
— Við viljum fara til baka.
— Ég tek ykkur með mér!
Regnið lamdi rúðurnar og Ethel
fann hvernig hönd hennar skalf,
þegar hún rétti hana út eftir
kveikjulyklinum. Hún reyndi að
tala um fyrir sjálfri sér: — Vertu
ekki hrædd, vertu ekki hrædd, þau
eru ekki raunveruleg.
— Ég skal taka ykkur með mér.
Hún hélt dauðahaldi um stýrið og
sneri bílnum. — Ég lofa því að
koma ykkur til baka. Ég lofa því
að aka ykkur hvert sem þið viljið.
— Hann vill fara heim, sagði sú
gamla og rödd hennar var alveg
hljómlaus.
Vegurinn var ennþá aurugri en
í gær. Ethel reyndi að vera róleg.
Hún tautaði stöðugt með sjálfri sér
að þessir farþegar hennar væru
ekki raunverulegir. Hún fann að
hún ók hraðar en hún átti að gera.
Hún fann þetta hráslagalega kul
úr aftursætinu, og það kom henni
til að auka hraðann.
— Ég skal aka ykkur hvert sem
þið viljið, tuldraði hún aftur og
aftur.
— Þegar ókunna fólkið er far-
ið úr húsinu, getum við farið heim,
sagði sú gamla.
Þegar hún kom að síðustu beygj-
unni við brúna rann bíllinn í leðj-
unni og meðan að Ethel hamað-
ist við að snúa stýrinu heyrði hún
hrollvekjandi hlátur barnsins. Bíll-
inn rann niður að ánni og annað
framhjólið fór út fyrir vegbrúnina
og hékk í lausu lofti. En þá, með
því að leggja til alla sína krafta
heppnaðist henni að ná bílnum upp
á veginn aftur og stöðva vélina.
Ethel hallaði sér fram á stýrið
og hágrét. Hjartað barðist í brjósti
hennar og henni lá við köfnun.
— Ég hefði getað dáið. Það mun-
aði minnstu að þau tækju mig með
sér.
Hún þurfti ekki að líta t aftur-
sætið, þau voru farin. Kuldann
lagði ekki lengur frá sætinu og
það var örugglega þurrt og tómt. .
Ungi maðurinn í járnvörubúðinni
leit upp og brosti vingjarnlega, þeg-
ar hann sá Ethel Slone koma inn.
Eftir að hafa litið á hana andartak,
sagði hann í lágum rómi: — Þér
lítið ekki vel út í dag, frú Slone.
— Hefir eitthvað leiðinlegt komið
fyrir yður?
— Ég var næstum orðin fyrir
VIXAN 1. tbl.