Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 40

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 40
BRIDGESTONE Qleðilegí nýár! " " 'i.jrtíiiuí. , í I rólega, bíðandi dauðans. „Mére tle Diue"! æpti kappinn úr Útlendingahersveitinni. „Abandonn- ei-vouz"! Hann hafði endaskipti ó rifflinum og beindi byssustingnum að hálsi hennar. „Comprenez"? Hún baðaði út höndum á sér- kennilegan hátt og hreyfði sig svo ekki frekar. Hann fiarlægði byssu- stinginn frá hálsi hennar og gekk aftur á bak, en hún leit aðeins á hann óræðum augum og gerði ekki minnstu tilraun til að rísa upp. Hinir hermennirnir, sem sáu hvað gerðist, æptu upp yfir sig af kátínu. Þetta andskotans kvenfólk gafst þá upp, svo fremi það væri yfirunnið á drengilegan hátt! Og þeir hrópuðu hver í kapp við ann- an: „Abandonnez! . . . Abandonn- ez-vouz"! Einn vígamaður úr Út- lendingahersveitinni, sem særzt hafði á handlegg, greip um fætur einnar skjaldmeyiarinnar, kippti henni flatri, afvopnaði hana og settist svo ofan á hana. Þar sat hann svo skellihlæjandi og þrýsti fingrum að blæðandi sári sínu. Ekki vildu þó allar skialdmeyj- arnar gefast upp. Sumar féllu. Aðr- ar vörðu undanhald Dahóma ( gegnum Koto af mikilli hreysti. En þegar Útlendingahersveitin hafði hreinsað þorpið, voru engu að síð- ur nokkrir tugir skjaldmeyia fangar hennar. Hinar sigruðu konur sátu ( hvirf- ingu og lutu höfðum, en hermenn- irnir söfnuðust saman hringinn í kringum þær, störðu á þær forvitn- islega og hnipptu hver ( annan. Þessar skialdmeyjar voru ekki bein- línis fegurðardísir eftir frönskum smekk. Það gerði liturinn fyrst og fremst; sumar voru líka flatnefiað- ar og allar voru með rakað höfuð og hvesstar tennur. En líkamir þeirra voru sterklegir og tígulegir, og jafnvel á þessari stund uppgjaf- ar og ósigurs var yndisþokki þeirra furðumikill. Kannski er það sá ynd- isleiki, sem skapazt af hugrekki og bardögum, sem gerir þær aðlað- andi, hugsaði að minnsta kosti einn hermaður. Það skipti ekki máli að þær þefjuðu af svita og pálmaolíu og voru ataðar ryki og blóði; þvert á móti virtist þetta gera yndisleika þeirra enn augljósari. Þær voru guðlausar, en engu að síður hafði Guð skapað þær,- þær voru mann- dráparar, en af atvinnuástæðum fremur en sannari þörf hjartans. Svo sannarlega minntu þær ekki svo lítið á liðsmenn Útlendingaher- sveitarinnar! — Jæja, sagði einhver. — Það er bezt að gefa þeim vatnssopa. Margir réttu fram vatnskrúsir sín- ar, en skjaldmeyjarnar tóku ekki við þeim og svipur þeirra var ekki laus við tortryggni. Þá drakk einn hermaðurinn teyg úr krúsinni sinni og rétti hana síðan næstu skjald- mey. Hún bar hana að vörum sér °g drakk af áfergju og rétti síðan þeirri næstu. — Jæja, sagði annar hermaður. — Það er bezt að klína einhverju yfir sárin á þeim. Hermennirnir gengu nú meðal skjaldmeyjanna með bráðabirgðasárabindi. Stúlk- urnar fúlsuðu við joðlyktinni, en þegar sár þeirra voru bundin, fóru þær að brosa. Þær virtu fallegu hvítu umbúðirnar fyrir sér glaðar í bragði og skvöldruðu heilmikið sín á milli. Einhver náði ( burðarmann, sem var mæltur á það afbrigði pidsjin- ensku, sem talað var niðri á strönd- inni. Sem annar túlkur var feng- inn einn hermannanna, sem talaði ensku. En að hverju áttu þeir að spyrja skjaldmeyjarnar og hvað áttu þeir að segja þeim? — Segið þeim, sagði einhver, að fleygja þessu andstyggðar beina- drasli, sem þær hafa hangandi við beltisstað. Allir voru á einu máli um, að þetta væri ágæt byrjun. Skjaldmeyjarnar tóku hinsvegar að hrista höfuðið og yggla sig. Ein, sem bar hinn hvíta foringja- höfuðbúnað, hélt langa ræðu til svars og var hvöss í máli. Burðar- maðurinn vék sér að hermannin- um, sem enskuna talaði. — Þær segja þið miklir hermenn. Þið ekki segja eins um þær. Þær segja ykkur sannan munn (sann- leikann). Það siður hér að bera bein. Beinin af þeirra óvinum, tek- in í stríði. Þær segja þið líka bera hluti tekna af óvinum ( stríði. Þið ekki vilja láta taka þá af ykk- ur. Því miklir hermenn ekki vilja missa sæmd. Þegar hermaðurinn enskumœl- andi hafði lokið við að snúa pistl- inum yfir á frönsku, samþykktu félagar hans allir, að skjaldmeyj- arnar skyldu fá að halda boinun- um sínum, fyrst þau væru þeim svo mikilvæg. — Spyrjið þær, sagði einhver, hvort þær viti hvað þær eigi nú ( vændum? Þegar burðarmaðurinn hafði þýtt spurninguna á mál innfæddra, hvtsluðust skjaldmeyjarnar á um hr(ð. Að lokum svaraði liðsforingi þeirra: — Þær halda kannski þið allir .... þær allar mikið. Burðarkarl- inn ranghvolfdi augunum. — Svo þið drepa þær. Þær ekki líka það. Sumir hermannanna hlógu en aðrir grettu sig, og að lokum tók undirforingi einn til máls og sagði, að þeir myndu áreiðanlega ekki gera þetta, þv( þeir væru heiðar- legir menn. Hann glórði illskulega á félaga sína. Jæja, fjandinn hafi það, hvað skjaldmeyjunum viðvék, þá voru þeir . — Jæja þá, spyrj- ið þær hvað þær telji að eigi að gera við þær. 4Q VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: