Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 4

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 4
Hinn 7. desember 1965 var dregið í stórgetraun VIKUNNAR um 1001 vinning. Vinningslistinn hefur þeg- ar verið birtur í blaðinu, og munu vinningarnir allir hafa komizt til skila fyrir jól. Þetta er langstærsta getraun, sem efnt hefur verið til hér á landi, og var þátttakan gífur- lega mikil; yfir átta þúsund lausnir bárust. Getraun þessi var mjög létt, enda reyndust engin röng svör meðal þeirra, sem bárust. Einstaka hafði ófullkomna lausn, þ.e. vantaði á tölu getraunaseðlanna, sem áttu að vera 6 talsins. Þá kom það einnig fyrir, að alveg hafði gleymzt að stinga getraunarseðlunum í um- slagið! Myndirnar hér á síðunni eru frá stórgetrauninni. Á einni sést, Anna Skúladóttir, starfsmaður hjá Hilmi h.f. — sem er útgefandi VIK- UNNAR — við að ganga frá vinn- ingunum, sem allir voru settir í jólapappír en síðan númeraðir. Þá sést Jónas Thoroddsen, fúlltrúi borgarfógeta, draga fyrsta nafnið og afhenda Önnu, en ritstjóri og blaðamaður VIKUNNAR fylgjast með. Á þeirri þriðju eru þau Anna og Jónas enn að störfum, og loks er fjórða myndin af Erlu Axels- dóttur, þar sem hún afhendir lítilli dömu vinninginn sinn. Við vonum, að vinnendurnir séu ánægðir — þá erum við líka ánægð, og við þökkum fyrir frábæra þátt- töku. Þess má geta, að í blaðinu, sem út kemur 20. janúar, hefst ný get- raun, og verður hún bæði að efni og vinningum meira sniðin við hæfi fullorðinna. En við segjum nánar frá tilhögun hennar í næsta blaði. WÍÚ&&ÍÍÍÍÍÍÍ ... /:;7; wmm mww"'?'. ....'"'vuutfmmn »'WII I I— IIIIIIJIUIIIIJ 1.........'■ 1 1 * ' - -............................................................... Ig#! ‘f&yvwwisMWHiiiítomuii í ■ mm ■:■/■■■:/■'■■■■:’■"/■ ■/:■:■■■■:■:’:■/ : ■; '$/// ' / wmm , wim ' '.,// M/m ' ' ,,í ///■////" . _■ —-■ rL:V, ,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: