Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 6
Zanussi heimilistækin eru árangur af löngu samstarfi og rannsóknum tæknifræðinga og skipulagsfræðinga á þörfum heimila og húsmæðra, ásamt áralangri reynslu á fjölmörgum sviðum tækninnar. Hin sívaxandi sala á Zanussi heimilistækjum hér á landi sýnir að það er óhætt að treysta hinum þroskaða smekk og gæðamati íslenzkra húsmæðra. HOMMRMfT 44 - 3ftl 16242. ÞÝZKA MARKIÐ. Kæri Póstur! Fyrir stuttu var mér gefinn þýzkur peningur, en spursmálið er: hvort hann er frá V. eða A. Þýzkalandi og hversu mikils virði hann sé, en á annarri hlið- inni er fálki eða örn en engin áletrun, á hinni hliðinni er tölu- stafurinn 5 fyrir miðju og undir honum 1960, umhverfis þetta stendur: Bundesrepublik Deutschland, Deutsche Mark og á rönd peningsins stendur: Ein- igheit und recht und freiheit. Með fyrirfram þakklæti. Money. Hann er frá V-Þýzkalandi og gildir 5 þýzk mörk (Deutsche Mark). Á röndinni stendur: Sam- eining og réttur og frelsi, en pen- ingurinn mun sleginn 1960. Bundesrepublik þýðir sambands- Iýðveldi og Deustchland Þýzka- land. Þegar þetta er íetrað, er gengið á þýzka markinu kr. 10,80, svo eign þín nemur alls 54 ísl. krónum. ÞÖKK FYRIR SKARÐSBÓK. Kæri Póstur! Beztu þakkir fyrir góða skemmtun fyrr og síðar, útúr- snúninga og alla súpuna! Ég bið þig að koma á framfæri fyrir mig þökk til bankastjór- anna, sem sáu ekki í að sóa nokkrum milljónum í Skarðsbók. Rétt er og þakkarvert að gagn- rýna allt, sem aflaga fer, en um leið ber okkur skylda til að virða og þakka það sem vel er gert. Vertu svo vænn að gefa mér símanúmer tveggja germanskra stúlkna, þurfa að vera ásjálegar. Hvað sérðu út úr skriftinni, þó ekki giftingu með vorinu? Óbreyttur fslendingur. Við tökum heilshugar undir þakkirnar til hankastjóranna, en erum ekki sammála bréfritaran- um um, að hér sé um sóun að ræða. — Við erum sorglega fá- vísir um germanskar stúlkur og fráleitt við höfum símanúmer þeirra. Reyndu í þýzka sendiráð- inu. Við þykjumst helzt sjó það út úr skriftinni, að bréfritarinn hafi slitið barnsskónum að mestu, en okkur sýnist helzt, að gifting- in sé í bláum fjarska fortíðar- innar. HANN LEIKUR SÉR. Kæri Póstur! Nú er svo langt gengið að ég verð að biðja um hjálp. Ég er búin að vera hrifin af sama stráknum í rúmt ár, og hef verið með honum þegar honum dettur í hug. Ég er alveg að verða brjál- uð á þessu. Hann er svo dónaleg- ur við mig, og eftir því falskur. Ég sé alla hans galla, en samt er ég alltaf jafn hrifin af honum. Hann leikur sér að mér. Ég hef farið í burtu og hélt ég að nú væri allt í lagi og fór nú heim, en svo hitti ég hann aftur og ég guggnaði alveg. Fyrst var hann ágætur, en nú er gamla lag- ið byrjað aftur. Gefðu mér góð ráð Póstur minn. Fyrirfram þökk. Vonsvikin. Ráð? Við kunnum ekki nema eitt ráð við svona pilti, og það er að Iáta sem þú þekkir hann ekki og láta hann algerlega lönd og leið, hvemig sem hann lætur. Og þú mátt ekki guggna. Ef hann getur ekki verið til friðs meðan hann er að draga sig eftir þér, hveraig heldurðu þá að hann verði, þegar hann er búinn að fjötra þig heima yfir fáeinum krökkum og getur gengið að þér vísri? HVERGI HESTLENGD MILLI FJALLA? Kæra Vika! Ekki get ég sagt, að ég sé ánægður með jólablaðið ykkar. Það vantar einmitt jólasvipinn á það, en þið eruð nú vísir til að bæta það upp. Annars var ástæð- an fyrir bréfi þessu sú, að í fyrr- nefndu blaði, voru tvær afar- ómerkilegar frásagnir og var önnur öllu lakari. Segir þar frá Jósafat nokkrum, hestamanni. f frásögn þessari segir m.a.: Það er gaman að sjá Vestfirðinga ríða út. Þar er allt á ferð og flugi nema hesturinn. Vestfirðingum nægja rugguhestar, ef þeir endi- lega vilja ríða út. Einnig varp- ar sagnritarinn, Ásgeir Jakobs- son, fram þessari spurningu: Hvað á hrossið að fara; þama er hvergi hestlengd á milli fjalla. Ég spyr: Eru slíkar hestlengdir á milli augna sagnritara, að hann gerir ekki mun á einum hesti eða þúsund? f formála að grein þessari, segið þið, „Viku- menn“ að Ásgeir sé manna lipr- g VIKAN 1. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: