Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 29
BARNIÐ FER AÐ
GRÁTA ÞEGAR
MAMMA SYNGUR
Það er ekki svo auðvelt að vera
húsmóðir og um leið þekktur
og eftirsóttur skemmtikraftur.
Engu að síður sameinar Jackie
frent hvort tveggja. Jackie
komst fyrst veruiega í sviðsljós-
ið, þegar lagið hennar, „Where
are you now"? komst í efsta
sæti vinsældalistans 22. maí sl.
Síðan hefur hún haft ærinn
starfa. Hún þarf oft að dvelja
langdvölum að heiman, eins og
títt er um frægar stjörnur — en
þá er Darren litli falinn í góða
umsjá ömmu gömlu! Þrátt fyrir
það leikur sá stutti við hvern
sinn fingur. Aðdáendur móður
hans senda honum jafnvel
kveðju við og við!
Eitt á hann samt eftir ólært
— að meta söng móður sinnar.
Eins og nú standa sakir, fer
hann að háskæla, í hvert skipti
sem hann sér hana í sjónvarp-
inu!
Þetta er sannarlega
óvenjuleg fjölskyldu-
myndl-Hjónin John
og Cynthia Lennon
og sonurinn Charles
Julian.
Ef eiginkona hefur nokkru sinni
vitað hvað það er að vera ein-
mana, þá er það Cynthia Lennon.
Árum saman hefur hún mátt þola,
a5 halda sig í hæfilegri fjarlægð
meðan aðrar stúlkur hópuðust
kringum ciginmann hennar, hvert
sem hann fór. Lengst af hefur hún
jafnvel þurf^ að leyna þeirri stað-
reynd, p.ð liún og John voru ást-
fangin, voru gift og áttu ungan
son.
í fyrstu var það ekkert leyndar-
mál, að hún og John voru ást-
fangin hvort af öðru. Meðan Bítl-
arnir léku í Cavern klúhbnum í
Liverpool var Cynthia vön að ferð-
ast langar leiðir aöeins til þess að
sitja að tjaldabaki og hlusta á
John lcika og syngja.
Um þetta leyti stunduðu þau
bæði nám við Listaháskólann í
Liverpool. Þegar skólanum var lok-
ið á d?.ginn fylgdist hún með æf-
ingum hjá Bítlunum, en þeir höfðu
fengið inni fyrir æfingar í skóla í
nágrenninu.
Jafnvel þá vissi Cynthia, hvað
það var að þurfa að vera í skugg-
anum. En erfitt hlýtuj það að hafa
verið að þurfa að halda öllu
leyndu . ..
Flestar ungar stúlkur langar til
sem þær ætla að giftast. Þær vilja
að segja öllum heiminum frá þeim,
gjarna segja vinum sínum frá gift-
ingaráætlunum sínum, hvernig
brúðarkjól þær ætli að vera í,
hvaða brúðkaupsgjafir þau muni
fá, hvert þau ætli að fara í brúð-
kaupsferð og hvar þau ætli að
stofna fyrsta heimilið.
En Cynthia Powell — eins og
hún hét þá — gat aldrei sagt neitt.
Hún varð að halda öllu leyndu.
Ringo hefur jafnvel sagt, að hann
hafi ekki vitað, að John og Cynth-
ia voru gift, fyrr en ári síðar, þeg-
ar hann var nýkominn í hljóm-
sveitina. Jafnvel nú talar John af-
arsjaldan um minnisstæðasta dag-
inn í lífi sínu: brúðkaupsdaginn.
Það var 23. ágúst 1962 að þau
voru gefin saman í Ráðhúsinu í
Liverpool með bezta vin John,
Paul McCartney sem svaramann.
Þetta var hamingjudagur fyrir
John og Cynthiu eftir dapurleg
bernskuár.
Jolin hafði haft lítið af föður sín-
um að segja. Hann liafði farið að
heiman og skilið eftir móður með
ungan son, Það var því mikið á-
fall fyrir John, þegar hann missti
móður sína 14 ára gamall. Eftir það
ólst hann upp hjá frænku sinni.
Cynthia hafði einnig misst föður sinn
á unga aldri.
Eflaust hefðu þau viljað bjóða nán-
ustu vinum sínum til sín á þessari
hamingjustund í lífi þeirra. En því
var ekki við komið. Þau gátu ekki
einu sinni sagt vinum sínum, að þau
voru gift!
Þegar Cynthia hafði fætt fyrsta
son þeirra hjóna, Charles Julian, piátti
það alls ekki fréttast. Um það
leyti bjuggu þau hjónin hjá frænku
Johns í Liverpool. En það kvisaðist
fljótt út, að á þessum stað ætti einn
Bítillinn heima. Aðdáendur streymdu
að húsinu og biðu fyrir utan eftir að
John kæmi heim eða hann veifaöi til
þeirra út um gluggann.
John varð jafnvel að skipuleggja sér-
staka undankomuleið — yfir garðinn
að húsabaki og limgirðingu við garð
nágrannans. En öllu þess var einn góð-
an veðurdag ljóstrað upp í grein í
sunnudagsblaði nokkru. Þar var frá
því skýrt, að John og Cynthia væru
leynilega gift.
Þetta var mikið áfall fyrir marga
aðdáendur Johns. En hvílíkur léttir
lilýtur þa.ð að hafa verið fyrir John
og Cynthiu. Loksins gátu þau gert
það sem þau hafði alltaf langað til að
gera. Þau gátu látið alla vita, að þau
væru ástfangin. Þau gátu nú gengið
um göturnar hönd í hönd — eins og
hver önnur hjón!
ÞEGAR BURT GEKK BURT
Það kom fyrir Burt Lancaster nú á dögunum, að mannkerti eitt sneri sér
að honum á götu, og spurði, hvort hann væri jafn töff og harður af sér
[ verunni og hann er í kvikmyndunum sínum. Burt leit á mannkertið og
yppti öxlum, sneri sér síðan við og gekk burt. Það hefði Burt ekki átt að
gera, því mannkertið lét sér ekki segjast heldur flaug aftan á hann með
kjafti og klóm og barði og sló, en það hefði mannkertið ekki átt að gera,
því þá sneri Burt sér við aftur og syndi mannkertinu að hann er jafn töff
og harður af sér í verunni og hann er í kvikmyndunum. Hann sló mann-
kertið niður og gekk svo burt.
FÆREYJA DRENGIRNIR
Þetta er vinsælasta hljómsveitin í Færeyjum, The Faroe Boys. Þeir eru allir frá Þórshöfn
og leika á hverju laugardagskvöldi í Sjónarleikhúsinu eða Klúbban. Elztur þeirra félaga
er trommuleikarinn, Tingvi Restorf, en hann stendur á fertugu. Tingvi er mjög vinsæll
hljóðfæraleikari — og til marks um það, má geta þess, að hann leikur með tveimur
hljómsveitum. Hin hljómsveitin, sem hann leikur með, heitir „Goggan" — og þar er
hann yngsti meðlimurinn! The Faroe Boys eru mörgum hér að góðu kunnir. Þeir léku í
Reykjavík fyrir einu ári og vöktu mikla hrifningu. Piltarnir hafa sent frá sér eina hljóm-
plötu með lögunum Vónsvikin og Heimkoman. Þegar við hittum þá í Þórshöfn sl. sumar
sögðust þeir gjarna vilja koma aftur til íslands. Vonandi er að svo verði.
VIKAN 1. tbl. 29