Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 20
í alvörulöndum er ísland tal-
ið til hinna vanþróuðu, en það
megum við, bókmenntaþjóðin,
ekki heyra minnzt á. Samt eru
hlutirnir misjafnlega vanþróað-
ir og ástæðurnar fyrir því mis-
jafnlega skiljanlegar. Það er til
dæmis auðvelt að skilja það, að
ekki séu steyptir eða malbikað-
ir vegir um land allt; það er jafn-
vel hægt að skilja það, að vegirn-
ir hljóta að verða vondir um alla
næstu framtíð. Lagning Kefla-
víkurvegarins gefur hinsvegar til
kynna, að við kunnum að leggja
nýtízku vegi, sé fjármagn fyrir
hendi.
Öðru máli gegnir með bygging-
ariðnaðinn, það vanþróaðasta af
öllu vanþróuðu. Þar hefur stríðs-
gróði, margmilljónir og síldar-
auður engu fengið um þokað að
heitið geti. Þar stritast menn við
að halda í gamlar og löngu úr-
eltar aðferðir og mætti iíkja því
við, að bændur fussuðu og svei-
uðu við öllu nema orfinu og lján-
um eða sjómenn óskuðu astiki og
kraftblökk út í hafsauga og
streittust við að róa á opnum
bátum frá Stokkseyri og Drit-
vík. Kannske er þetta full mik-
ið sagt; það mætti að vísu benda
á, að hús á íslandi voru hlaðin
úr torfi og grjóti í þann mund
sem sjóróðrar tíðkuðust á opnum
bátum frá Stokkseyri og undan
Jökli.
Við erum sem sagt hætt að
hlaia hús úr torfi og grjóti, en
þess í stað byggjum við sem hér
segir: Fyrst er byggt timburhús
og síðan annað timburhús þar
innan í. Við þetta fer ógrynni af
timbri í súginn og allir vita að
jafnvel ómerkilegustu furuspýt-
ur kosta morð fjár. Síðan er
rennt steinsteypu milli timbur-
húsanna og einasta tækniþróur
in sem hér hefur orðið í bygg-
ingariðnaði í þrjátíu ár, er sú að
steypan er ekki lengur hrærð í
höndunum. Næsti áfangi er að
rífa bæði timburhúsin og stend-
ur þá eftir heldur óhrjálegur
steinskrokkur. Ef húsbyggjand-
inn skyldi nú þekkja persónu-
lega einhvern múrara og verða
þeirrar náðar aðnjótandi að fá
hann til starfa, þá bætir múrar-
inn við tveimur múrhúsum, öðru
utan yfir, hinu innaní. Náð er
einmitt lykilorðið í byggingar-
iðnaðinum um þessar mundir. Án
náðar ekkert hús. Og eins og
guð er á bak við sköpunarverk-
ið, þannig eru einhverjar dular-
fullar persónur, sem kallast
Meistarar, á bak við hvert hús.
Að vísu er ekki víst, að þeir sjái
húsið nokkumtíma, né heldur að
þeir hafi nokkur afskipti af því,
— önnur en að hirða 18% af því
sem þar er unnið. En það er
önnur saga.
Höldum áfram með sjálfa hús-
bygginguna. Múrarinn hefur lát-
ið geisla náðarinnar verma hús-
byggjandann og það eru komin
tvö múrhús utan og innaná stein-
húsið. Þá er búið að byggja fimm
hús samtals. Það er aðalsmerki
efnaðra húsbyggjenda að bæta
nú við sjötta húsinu: Það er úr
harðviði að mestu og kemur inn-
aní. Nýríkir gera enn betur. Mér
var sagt af einum, sem setti í
ógáti íslenzkt gólfteppi út í hvert
hom (Það er að segja: Hann
setti fyrst þunnt korklag, síðan
gólfdúk, síðan filt og loks tepp-
ið). Þú sá hann, hvað það var
plebbalegt að vera með svona
teppi, sem finna mátti í fjölmörg-
um húsum í nágrenninu. Þetta
var snarráður maður: Hann pant-
aði þegar „fínt“ teppi frá Eng-
landi og skellti því ofan á það
sem fyrir var. Ég hef góðar heim-
ildir fyrir því að þetta er satt.
En þetta var nú raunar útúrdúr.
Margar bækur mætti skrifa um
allt það böl og mótlæti, sem hús-
byggjendur hrjáir. Mestan part
er það fyrir skipulagsleysi á öll-
um sviðum og hið opinbera er
engan veginn saklaust. Við töluð-
um nýlega við nokkra menn, sem
standa í byggingum. Einn þeirra
sagði: „Þegar átti að fara að
steypa hjá mér, þá vissi ég ekki
fyrri til en rafveitan var búin
að leggja bráðabirgða loftlínur
allt í kringum húsið hjá mér og
kranabílstjórinn neitaði að hreyfa
kranann fyrr en búið væri að
taka þær niður, enda hefði hann
verið í sórhættu. Ég gekk á milli
Heródesar og Pílatusar hjá Raf-
veitunni og æðsti embættismað-
urinn, sem ég talaði við þar,
hefur sannarlega ekki hugmynd
um, að hann sé í neinni opinberri
þjónustu. Honum fannst víst, að
hann ætti allt kramið sjálfur og
harðneitaði og láta gera nokkrar
breytingar. Að lokum bauð ég að
borga sjálfur breytingar á raflögn-
um í einhverri töflu þarna í ná-
grenninu og þá gat ég komið því í
kring, að línurnar væru fjarlægð-
ar svo frá húsinu, að hægt væri að
vinna við það“.
Sem sagt: sá sem byggir á það
víst að rafmagnsveitunni þóknist að
girða hann af og þá er hann kannski
úr leik, unz þeim dettur í hug að
breyta línunni. Þetta var eitt dæmi.
Annar sagði: „Smiðimir og meist-
arinn áttu í innbyrðis stríði og það
var allt látið koma niður á mér.
Fyrst fór ég með allar teikningar til
trésmíðameistarans og ég bað hann
að segja mér í eitt skipti fyrir öll,
hvað ég þyrfti að leggja til. Hann
tiltók timbur, nagla og vír. Svo fór
ég á staðinn á hverjum morgni um
leið og ég fór í vinnu til þess að
vita, hvort nokkuð gengi. Þá kom
verkstjórinn og sagði: „Nú vantar
okkur lista“. Ég fór niður í Völund,
keypti þessa tilteknu lista og tók
sendiferðabíl suður eftir. Þegar
þangað kom, sagði hann: „Nú vantar
mig öðruvísi lista“. Þegar hann ætl-
aði að senda mig í þriðja sinn, þá
sprakk ég og spurði hann hverjum
fjáranum það sætti að geta ekki
látið sér detta nema einn hlut í
hug í einu. Það fór meiri og minni
tími frá vinnu á hverjum degi og
sendiferðabíll kostaði nærri tvö
hundruð krónur í hvert skipti.
En þá svaraði hann bara: „Tíl
2Q VIKAN 1. tbl.