Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 46

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 46
o Þykkt tweedefni er í þessari þröngu, tvíhnepptu dragt. Buxur bein- ar niður, vasar utan á jakka og spæll saumaður fastur mjög ofarlega í mitti, en það gefur þessari dragt, eins og fleirum núna, þann svip, að hún sé að verða of lítil stúlkunni. Sjaldan hafa íslenzkar stúlkur verið jafn snarar í snúnngum og núna við að fylgja tízkunni. Allar ung- ar skólastúlkur vissu strax ( haust að slíkar dragtir — buxur og sams konar jakki — slógu alls staðar erlendis í gegn, bæði í París og annars staðar í Evrópu. En það sem meira var, þær þorðu að tileinka sér þessa hlýju og hentugu tízku, og það er meira en hægt er að segja um íslenzkar stúlkur undanfar- in ór, því að venjulega hafa þær verið að taka í sig kjark, þar til tízkan er búin erlendis — í svo sem ór eða meira. Það mó því varla minna vera en að VIKAN sýni ykkur nokkrar útgófur af þessum klæðn- aði, því að hann fylgir sömu lögmólum og önnur tízkufyrirbæri, að þótt fatnaðurinn sé í aðalatriðum eins, verður að vera einhver tilbreyting í honum. Sniðin eru breytileg innan vissra marka, þeirra sem tízkan setur. Buxurnar eru yfirleitt þröngar að ofan og koma annaðhvort beinar niður eða örlítið út- sniðnar. Stretchbuxurnar eru alveg búnar að vera, nema þó helzt sem skíðabuxur. Jakkarnir eru frek- ar aðskornir, en síddin mjög mismunandi, sömuleiðis kragar, hnepping og vasar. Ljósgrá dragt úr tweedefni með svonefndu fiskibeins- munstri. Buxnaskálmar beinar niður, jakkinn tvfhnepptur og nokkuð síður með sérkennileg- um, hnepptum vasalokum. Erm- ar þröngar með breiðum upp- slögum. <J Einhnepptur, þröngur jakki með karlmannasniði og þröngar buxur. Hand- vegur þröngur og ermar það stuttar, að engu er lík- ara en að stúlkan sé vax- in upp úr jakkanum. Grá- röndótt efni, sem hver pilt- ur gæti verið þekktur fyr- ir, en það gefur dragtinni einmitt rétta blæinn. Þetta er hvít dragt ætluð til að nota innanhúss, jafnvel í boð eða á óhátíðlega dansleiki. Breitt stangað stykki að framan, sem kemur eins og smáberustykki út á axlir. Háls- málið þvert fyrir og kraginn byrjar utarlega. Takið eftir hvernig bux- urnar eru stangaðar á jafnbreiðu stykki og boðungarnir innan á fæt- inum. Dökkblá- og hvítröndótt [) dragt með klassisku sniði, ætluð innanhúss. Rendurn- ar látnar snúa öðruvísi í vasalokum.

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: