Vikan


Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 8

Vikan - 06.01.1966, Blaðsíða 8
Þá varð Hitcticock sjáilffur hræddur Það eru tvö atvik í lífi Alfreds Hitchcock sem eru svo hrollvekj- andi, að hann getur ekki hugsað sér að setja þau á filmu. Fyrra atvikið skeði fyrir sex- tíu árum, -—- á dimmu kvöldi í London. Alfie litli var aðeins fimm ára gamall, og faðir hans, sem var hænsnasali var vanur að fela drengnum eitthvað ákveðið starf til að gleðja hann. Þetta kvöld kallaði faðirinn í Alfie litla, fékk honum bréfmiða og sagði við hann: — Sonur minn, farðu með þetta bréf til vinar míns lögreglufulltrúans í stóra húsinu, hérna neðar í göt- unni. Alfie litli var hreykinn yfir verkefninu og tölti af stað, á stuttum fótum sínum niður göt- una. Á lögreglustöðinni rétti hann dyraverðinum bréfið. Hann fór með það og kom aftur eftir augnablik. — Komdu með mér, sagði hann og Alfie fylgdi hon- um eftir löngum og dimmum gangi, (þið sjáið oft slíka ganga í Hitchcock-myndum) að stórri járnhurð. Lögregluþjónninn barði á hurðina og annar lögreglu- þjónn opnaði innan frá, og Alfie heyrði skröltið í lyklakippunni. Svo ýttu þeir honum inn fyrir og skelltu í lás, og hann heyrði þá ganga í burtu. Alfie litli var svo lokaður þarna inni í koldimmum fanga- klefa. Hann fór að gráta, en það heyrði enginn til hans. í klefan- um öðrum megin við hann var morðingi, sem æpti og veinaði, en hinum megin var fyllibytta með delerium tremens. Þegar Alfie var hleypt út um morguninn, var hann nærri með- vitundarlaus af hræðslu Löngu seinna komst hann að því hvað stóð á miðanum. Pabbi hans hafði Framhald á bls. 45. «Julie Andrews f Mary Poppins Julio Andrews er blíÖ og vin- gjarnleg við alla, hamingjusöm ( hjónabandi og hreykin af mannin- um og dótturinni. Vinir hennar segja að það sé ómögulegt að reikna hana út. Stundum er hún þögul og kyrrlót og svo er hún kannske á næsta augna- bliki búin að klæða sig í allskon- ar gervi, hún getur apað eftir öllu og öllum og hún gerir það líka. Það eru ekki eingöngu nánustu vin- ir hennar, sem verða fyrir barðinu á henni. Walt Disney varð til dæm- is mjög undrandi einn morgun þeg- ar hann kom í kvikmyndaverið, meðan á upptöku „Mary Poppins" stóð. Ameríski fáninn blaktir alltaf við hún fyrir framan skrifstofuna hans. Það gerði hann líka þennan morgun, en fyrir ofan hann blakti líka brezki fáninn glaðlega f vind- inum. Julie gaf mjög einfalda skýr- ingu: „Ég var með svo mikla heim- þrá". Julie er yfirleitt ánægð með veru sína í Bandaríkjunum en „heima" er England. Verst þykir henni þegar Tony er fastbundinn við vinnu sína f Lon- don. — Annars erum við Tony orð- in svo vön þessu, segir hún og and- varpar. Hún hitti Tony fyrst þegar hún var 12 ára, og þau giftust þegar hún var rúmlega tvítug. Síðan hafa þau alltaf verið að heilsast og kveðjast, en hjá því verður ekki komizt, þar sem þau bæði eru í „Show-business". En Julie hefir allt- af dóttur sína Emmu Kate hjá sér, og meðan hún er ekki komin á skólaaldur er þetta tiltölulega erfið- islaust. A unglingsárunum var Julie ekki sérlega lagleg. Það einasta fallega við hana var söngröddin. Hún var mjög horuð, aðeins rangeygð og tennurnar höfðu ekki nægilegt pláss f munninum á henni. En þetta er nú allt búið að lagfæra, nema að hún er ennþá of mögur. — Það merkilegasta í lífi mínu er Tony og svo auðvitað Emma Kate, en auglýsingafólkið segir að ég eigi sem minnst að tala um það hve hamingjusöm ég er í hjóna- bandinu, segir Julie Andrews . . . John Lennon, bítillinn frægi er auð- vitað milljónari, en Alfred faðir hans vinnur fyrir sér með þvf að þvo upp leirtau á veitingahúsi. Al- fred er hreykinn af syni sínum, en sonurinn vill ekki hafa neitt með hann að gera. ■ Antony Qulnn á tvaer ffjttlskyldur Anthony Quinn er um þessar mundir staddur á Spáni, þar sem hann hef- ur eitt af aSalhlutverkunum í stríðsmyndinni „Centuriones". Claudia Cardinale og Alain Delon munu einnig hafa hlutverk með höndum í myndinni. Og hann hefur tekið hina ítölsku fjöiskyldu sína með til Spán- ar meðan á upptökunni stendur. Quinn er eiginlega giftur í Bandaríkj- unum, en siðustu fimm árin hefur hann mestmegnis búið hjá hinni ftölsku Yolanda Addóli, en hana hitti hann, þegar hann lék í kvikmynd á Ítalíu. Þau eiga tvö börn saman, Francisko tveggja ára og Daniel eins árs. Quinn hefur leigt sér villu í útjaðri Madridborgar og lœtur sér Itða vel hjá fjöl- skyldu sinni. Jafnvel þó*t við séum ekki gift, er Anthony heimsns bezti eiginmgður og faðir, segir Yolanda. Hann elskar börn og segir sjálfur, að þau séu hans bezta dægrastytting.

x

Vikan

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0042-6105
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
2823
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1938-2000
Myndað til:
2000
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Tímarit.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (06.01.1966)
https://timarit.is/issue/298675

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (06.01.1966)

Aðgerðir: