Vikan - 12.01.1967, Side 13
— Ég vil ekki að þú berir neitt sjólfur.
— Nei, vitið þér nú hvað, frú, ég er ekki orðinn svo gamall.
— Auðvitað ertu það ekki, sagði Margaret. — Aldurinn hefur
ekkert að segja í þessu tilfelli, það er bara það að ef þú ert
að bera, þá er enginn til að líta eftir bílnum og dótinu á meðan.
Þú villt örugglega ekki að það sem skeði hér fyrir sjö árum
endurtaki sig.
Hvað það var sem skeði fyrir sjö árum, fjórum árum eftir að
Margaret og Bernard Hodge höfðu keypt íbúðina í hornhúsinu
á Park Avenue og átttugustu og fyrstu götu, var gjörsamlega
horfið úr minni Carls.
— Heilagi Georg, nei, það má ekki ske aftur, sagði hann,
dálítið vandræðalega. — Það væri voðalegt, ef það kæmi fyrir
aftur.
— Það var ekki svo slæmt, þv! að tryggingarfélagið borgaði
silfurrammana, en það er auðvitað aldrei hægt að bæta fyrir tap-
ið á myndunum, það eru persónuleg verðmæti. En ég vil ekki láta
stela neinu úr bílnum aftur, þessvegna er bezt að þú hafir auga
með því öllu.
— Það skal ekki ske, frú, sagði Carl fastmæltur, — ég get
fullvissað yður um það.
— Gott Carl, ég þakka þér fyrir. Þá skaltu fara og vita hver
er í lyftunni núna, Fred og Charlie.
— Það er Charlie, frú, þeir skipta á hádegi.
— Það er gott. Farðu þá og náðu í Charlie, og þegar þú ert
búinn að opna bílinn, skaltu bara standa hjá honum, þangað til
Charlie hefur borið allt dótið inn. Það er alveg sama hve margar
ferðir hann verður að fara, þú stendur sem fastast hjá bílnum.
— Já, frú, sagði Carl.
— Og þá þegar bíllinn er orðinn alveg tómur, skaltu læsa
honum.
— Já, frú.
— Þú manst eftir að prófa allar hurðirnar, hvort þær eru vel
læstar.
— Já, frú.
— Láttu þá Charlie hafa lyklana og segðu honum að færa
mér þá, sagði Margaret. —Heldurðu að þú munir þetta allt
saman?
— Já, örugglega, frú, sagði Carl, — alveg örugglega.
— Það er gott, Carl, þakka þér fyrir, sagði Margaret og gekk
inn ! húsið.
C-D lyftan var lokuð, en klefinn við hliðina á henni var opinn.
Þar sat lyftumaðurinn ! rauðu leðursæti og var að rýna ! dag-
blað. Hann hélt þv! hátt uppi, til að sjá til við daufa peruna, svo
að Margaret gat ekki séð framan ( hann.
— Góðan daginn, Wendell, sagði Margaret.
Maðurinn stóð upp og lagði biaðið frá sér. Það var ekki
Wendell.
— Hvers óskið þér, frú? sagði hann.
Margaret steig inn í lyftuna en maðurinn fylgdi ekki á eftir
henni.
— Fimmtán A, viljið þér gjöra svo vel, sagði Margaret.
— Hafið þér tilkynnt komu yðar?
Andartak skildi Margaret ekki hvað maðurinn átti við með
þessu. Þegar hún skildi það, varð hún ergileg, henni þótti óþægi-
legt að láta koma sér á óvart. Carl hefði átt að segja henni að
það hefði verið ráðinn nýr lyftumaður.
— Ég bý í fimmtán A, sagði hún, — ég er fú Hodge.
Það næsta sem Margaret varð furðu lostin yfir, var hve undr-
andi maðurinn varð.
— Nei, það eruð þér örugglega ekki, sagði hann, en iðraðist
sýnilega yfir snöggu svari sínu og sagði nú aftur í mildari tón,
en samt ákveðinn. — Mér þykir fyrir því frú, en ég veit að þér
eruð ekki frú Hodge.
Hún varð svo undrandi að hún náði því ekki að verða ofsa-
reið, og eins og venjulega náði hún fljótt stjórn á sjálfri sér.
— Þér eruð nýr í starfinu hérna? sagði hún rólega, rétt eins
og að hún væri að aðgæta hvort reikningurinn úr kjötbúðinni
væri réttur.
— Já, frú, sagði maðurinn. — Ég byrjaði að vinna hérna á
föstudaginn.
Ég hefi búið í þessu húsi í ellefu ár, sagði Margaret. — Hvað
kemur yður til þess að halda því fram að ég sé ekki frú Hodge?
— Vegna þess að herra Hodge kom heim á föstudaginn og
frúin var með honum. Hann kynnti hana fyrir mér, sagði maður-
Framhald á bls. 36.
%
J
2. tbi. VIKAN 13