Vikan


Vikan - 12.01.1967, Síða 14

Vikan - 12.01.1967, Síða 14
" .ttJ'Sís- 00 J Petropavlovsl , C< 26 ,bh |V 0 ............. CC 18 -19 iull fytsta heim sokn nitln CC 19 ,úll ek ~Q. u* öírotn eftn oöro *>eim *■ SOlin 28 lúll Kansk CC i I iúli G 20 lúli V ■i1'. • rkotjk J -5 iuf 1 Kiokhto 22 luni ~ <? 8111 Diloi nonn te> með I .lejt 2 iuli kernu. attur i log ekui auitui 25 |úll urgo • Ponj villut i eyOlmOrtunm CC 22 -24 iúnl G 24 |únl .•w»v» V \V\^nS^ Gob! Godoro tastu- eyðimorki Dlllinn biloð' '9 -22 |únl. Pehing—Poru 1907 lelft Cotlignon Cormie* & Godard Collignon-Cormiei G -- GC G “ Godord 6. hluti Niðurlag - OG ÍG VINN FYRIR ÞESSI SVÍN Lestin flutti Godard til Tcher- emkhovo. Þar fór hann af og ók þangað sem magnetan hafði brugðizt honum og sneri þar við. Þetta var klukkan sex að morgni hins 25. júlí, og Godard var al- einn. Honum lét það afar illa, en sinnti því engu. Hann taldi sig hafa nóg eldsneyti til að komast til Krasnoyarsk. Þar og þaðan í frá myndi du Taillis hafa komið því svo fyrir að hann fengi af- ganginn af birgðum de Dionanna — að sjálfsögðu á kostnað du Taillis. Það eina, sem Godard hafði raunverulegar áhyggjur af, fyrir utan hraðatapið, sem staf- aði af töf Bruno Stephans, var féleysið. Hann var ekki einu sinni viss um, hvort hann hefði nóg fyrir mat handa sér. En því hraðar sem hann færi, þeim mun færri daga þurfti hann að svelta. Hann klappaði bílnum á húddið, stökk upp í og ók eins hratt og hann komst gegnum leðjuna í átt til Tcheremkhovo. Þennan dag voru de Dion bíl- arnir á leið frá Omsk til Kazan um Kurgan og Tcheliabynsk. Þeir voru nú komnir á ferju yfir ána Irtych og óku meðfram járn- brautarteinunum, sem þeir þurftu að fara yfir eftir svo sem fimmtíu kílómetra. Þá kom gresjueldurinn á móti þeim. Gresjurnar voru skraufþurrar svo ekki þurfti nema neista upp úr framhjáæðandi járnbrautar- lest, svo allt færi í bál og brand. Með ærinni fyrirhöfn og áhættu mokuðu þeir sér leið gegnum eld- línuna hvað eftir annað, þannig að þeir óku í gegnum hana á upprótaðri mold en notuðu upp- gröftinn jafnframt til að kasta á mestu glæður. Það var svo heitt, að stígvélin bráðnuðu á fótum þeirra, en til allrar hamingju fyr- lir þá var stafalogn, ella hefði logana lagt of hátt og langt til að þeir gætu staðizt eldinn. Þetta tafði þá mikið og sendi þá langt af leið, en að lokum náðu þeir til Petropavlovsk. Það var vika liðin síðan þeir skildu við Godard að því er virtist iðjulausan í Tomsk, og þeir vissu ekkert um afdrif hans. Næsta kvöld náðu þeir til litils þorps að nafni Morevskoiy. Þeir höfðu ætlað sér að ná til Kurgan þann dag, en lentu í fárviðri, stormi og regni, og neyddust til að láta fyrirberast þar sem skjól var að fá. En kráareigandinn í Morevskoiy var lítið gestrisinn. Hann harðneitaði að opna fyrir þeim. Það endaði með að þeir létu fyrirberast í vari af hlöð- unni hans, og þar börðust þeir við stríðaldar rottur úr hlöðunni næturlangt, allir nema Bizac, sem svaf svefni hinna réttlátu, þótt rotturnar trítluðu yfir andlitið á honum og skriðu upp ermar hans og skálmar. Um morguninn voru þeir allir grálúsugir. Næstu daga hellirigndi og þeim sóttist ferðin seint. Loks komu þeir að stöpli með látlausu skilti. Öðru megin á því stóð Evrópa, hinum megin Asía. Þeir námu staðar og stukku út úr bílnum. Du Taillis hafði upp á kampa- vínsflöskunni, sem hann hafði varðveitt í þessu augnamiði og hellti í krúsirnar hjá félögunum. Cormier fann hjá sér tjáningar- þörf. Hann saug yfirskeggið um hríð og sagði svo: — Við erum nú á mörkum tveggja jarðar- helfta. í fyrsta sinn hafa tveir bílar saman lagt af stað frá hinni aldagömlu Peking, farið þvert yfir landamærin inn í Evrópu. Og það erum við — við, sem höfum ekið þeim. Herrar mínir, okkar skál. Þeir höfðu lyft krúsunum, þeg- ar du Tailis bætti við: — Skál fyrir friðsamlegum sigri þró.un- arinnar, sagði hann. — Skál fyrir sameiningu allra kynþátta og friði meðal allra þjóða. Þeir drukku úr flöskunni og fundu allir nokkuð á sér. Du Taillis tók sér gleiður stöðu með annan fótinn í Evrópu en hinn í Asíu og hylti franska fánann. sem blakti á öðrum de Dioninum. En aftur var stormur í aðsigi. Þeir þustu upp í bílana, hrópuðu vive la France og slógu í á nýja- leik. Næstu nótt urðu þeir krökir af flóm ofan á lýsnar. Það var ekki fyrr en þeir komu til Birsk, sem þeir gátu hreinsað af sér óþrifin. Og áfram var haldið, til Kazan, síðasta spottann eftir mjög góðum vegi á Evrópumæli- kvarða. Alltaf rigndi eins og hellt væri úr fötu. Þegar Borghese fór þarna um nokkrum dögum áður, var allt að skrælna úr þurrki. í Kazan fengu þeir inni á verulega góðu hóteli að lokum, og lögðust til hvíldar staðráðnir í að sofa eins lengi og nokkur kostur væri. En það stóð ekki lengi. Klukk- an fjögur um nóttina vakti ær- andi hávaði þá af værum blundi. Meira að segja Bizac. Nákvæmlega fjórtán sólar- hringar voru liðnir frá því að Godard lagði af stað frá Tcher- emkhovo, þaðan sem de Dion- arnir lögðu af stað fyrir þrjátíu og tveimur dögum. Sama dag og Godard lagði af stað þaðan, lagði Bruno Stephan upp frá Moskvu og hafði nú loksins fengið aftur hina „hættulegu“ varahlutakassa. Það voru hátt í 7 þúsund kíló- metrar á milli þeirra, en þeir höfðu sarnband með símskeytum og vissu nokkuð hvor um annars ferðir. 25. júlí ók Godard til 10 um kvöldið til að ná til Nijni-Udinsk. Næsta dag ók hann 17 tíma og 14 VIKAN 2-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.