Vikan


Vikan - 12.01.1967, Síða 16

Vikan - 12.01.1967, Síða 16
Hún hafði virt ökumanninn vandlega fyrir sér, þegar hún steig inn í leigubílinn. Þetta var ekki sami maðurinn og sá, sem hafði flutt þau til flugvallarins. Maðurinn, sem hafði komið svo skyndilega, án þess að á hann væri kallað, að dyrum Palaco Holts, maðurinn, sem festi sér í huga hvert orð af samræðum þeirra. Þetta var allt annar öku- maður, lágvaxinn og þrekvax- inn. Hún leit á andlit hans í speglinum. Ungt andlit, hold- mikið, vottaði fyrir undirhöku, en nefið var uppbrett og barna- legt. Hinn ökumaðurinn hafði verið miklu eldri; hún vissi að henni hafði ekki missýnzt. Trask óhlýðnaðist sínum eigin lögum. Hann lék ónauðsynlegan leik fyrir þennan mann. Síðan, þegar þau runnu inn í úthverfi Madrid sá hún sígarettu á gólfinu. Hún hafði oltið upp undir bakið á framsætinu. Þetta var óreykt sígaretta með filter munnstykki, og á því var varalitur. Þetta var sígarettan, sem Trask hafði gefið henni á leiðinni til flugvallarins. Öku- maðurinn var annar, en leigu- bíllinn sá sami. Trask þekkti ó- vininn og aðferðir hans. Þessi ökumaður var einnig einn af þeim; óvinur. Það skelfdi hana, að hún skyldi hefja starf sitt svo flónslega. 7. Við sendiráðið, þar sem Trask fór úr leigubílnum, borgaði hann ökumanninum upphæðina sem duga myndi einnig fyrir afgangi ferðarinnar til hótelsins og gaf þar að auki ríflegt þjórfé. Við Palace hótel fór Hank að dæmi ofrausnarfullra Ameríkumanna, bað ökumanninn afsökunar á því, að hann skyldi ekki hafa neina peseta og rétti honum sænskar krónur. Eins og góður, heiðarlegur Spánverji, sem þeg- ar hefur fengið næga borgun, af- þakkaði ökumaðurinn féð bros- andi. 16 VIKAN 2 tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.