Vikan


Vikan - 12.01.1967, Page 20

Vikan - 12.01.1967, Page 20
Hinn myndarlegi þjóðhöföingi Grikkja er 6 fet og 2 þumlungar á hæð. Hann er Karate snillingur með svarta-beltis gráðu, stekkur hærra en Nur- ejev og molar múrsteina með olnboganum. Hann hefur unnið olympíu gull fyrir siglingar og geng- ur til opinberra hátíðahalda, hönd í hönd með hinni ungu og fögru drottningu, konunni sem hann tilbiður. Þessi ungu konunshjón, hann er 26 ára og hún aðeins tvítug, eru yngstu þjóð- höfðingjar nú lifandi. Hann er á móti hirðsið- um, hlífir sér ekki við vinnu og laumast oft á síðkvöldum út úr höllinni, til rólegrar kvöldgöngu með drottningunni, um götur Aþenuborgar. í þau tvö og hálft ár, sem þessi ungi konungur Konstantin konungur, sjötti konungur Hcllena, situr fyrir í fullura skrúða. Hann er í einkennisbúningi hershöfðingja með marskálks- staf. Meðal heiðursmerkja sem hann ber í keðju um hálsinn er orða hins heilaga Georgs og hins heilaga Konstantins og danska Danne- borg orðan. Konstantin heldur ræðu í hádegisverðarboði með NATO foringjum. Sitt hvoru megin við hann sitja Lyman Lemnitzer hershöfðingi og Charles Griffin, flotaforingi. Hann vill ekki stásslecja hirð í kringum sig Hann er harður í horn að taka og þráít fyrir ungan aldur, lætur hann ekki undan síga fyrir slóttugum stjórnmálafor- ingjum. Hann forðast bruðl, lifir góðu heimilislífi og iðkar daglega sport, karate eða siglingar. Anna Maria, hin barnunga drottning, tekur mikinn þátt í opinberum störfum með manni sínum og reynir að ná valdi á grískri tungu. 20 VIKAN 2-tbI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.