Vikan


Vikan - 12.01.1967, Síða 24

Vikan - 12.01.1967, Síða 24
Inni í bílnum var Swyven. Hann var í bleikum kjól og hvítri blússu, bleikum háhæluðum skóm og næl- onsokkurn. Hvítur skýluklútur var bundinn yfir Ijósa hárkoll- una. f kjöltunni var hand- taska með stöfunum P. N. Eftip James Munro 19. hlutl — Og hversvegna segirðu mér það núna? spurði Craig, og var hugsað til þess hve tröllaukinn Looomis var. Það var að sjólfsögðu stærðin. Hvaða svip, sem Loomis valdi sér, var hann ævinlega stærri en nokkurs annars. — Ég vil fá hana aftur, sonur, sagði Loomis, — og þú líka. Hefurðu nokkuð í kollinum? — Ég hefði látið mér detta í hug, að hún reyndi að hafa samband við mig. — Kannski hún geti það ekki, sagði Loomis. — Hún er með Sherif með sér, og jafnvel þótt hún sé frjáls — hvar á hún að byrja að leita? Þú ert ekki í símaskránni — og jafnvel þótt hún færi til lögregl- unnar, myndu þeir ekki hjálpa henni. Þeir geta það ekki. Aðeins sérdeildin veit, að við erum til, og þeim er óheimilt að segja hvar við erum. Og jafnvel þótt hún kæmist svo langt, myndi hún verða hindr- uð þegar hingað kæmi. Og þar að auki eru lögreglumennirnir í Zaarb, þeir einu sem hún þekkir, og þeir tóku ha^a höndum. Það gæti verið, að hún væri ekki stórhrifin af lögg- unni. — Wappjng? spurði Craig. — Fór neðanjarðarbrautin þangað? Loomis kinkaði kolli: — Niðri við höfnina. Þekkirðu nokkurn þar? — Það er mögulegt, sagði Craig. — Hann er ennþá starfandi. Náungi, sem ég hitti raunar fyrir mörgum árum. Fjölhæfur, en ofurlítið ó- framfærinn. Hefur ekkert dálæti á lögreglunni. Þeir hefðu ekkert á móti að handtaka hann, nefnilega. Hann er glæpamaður. Mér er sama þótt hann skrifi dónaleg orð á kvennaklósettin, sagði Loomis. — Ég vil bara, að hann finni Selinu. Craig opnaði svefnherbergisdyrnar og fór inn. Þegar hann kom út, var hann kominn í jakka með bindi, og byssan var ekki lengur sjáanleg. Loomis reis upp úr stólnum, eins og flóðhestur rís upp úr leirbaði, og þeir fóru í bílinn hans. A spjaldinu, sem var fyrir utan hús- ið, stóð: Arthur Candlish, bátar. Þetta var glæsilegt, handgert skilti úr tekki, með nettum, nákvæmum stöfum. Það leit út fyrir að vera mun dýrmætara en byggingin, sem það skreytti. Loomis starði á hrör- lega hurðina og lágan, óhreinan vegginrT úr ójöfnum múrsteinum. — Ertu viss um, að þessi náungi geti eitthva,ð? spurði hann. — Ég er viss, sagði Craig og togaði f ryðgaða bjöllukeðju. Það vældi í henni af olíuleysi, hún færð- ist niður um eitt og hálft fet, en rykktist síðan aftur til baka um leið og bjallan gall. Loomis var hrifinn af þessari bjöllu. Maður f hvftum slopp opnaði dyrnar. Hann var með meitil í hendinni. Hann leit á Craig og eggin á meitlinum sneri ekki lengur að þeim. — John, sagði hann. — Gaman að sjá þig. Arthur verður ánægður. Hann er á skrifstofunni. Hann gekk á undan þeim eftir gangi og veggirnir voru úr máðum múrsteini. Sfðan komu þeir inn í vinnupláss með engum veggjum, að eins með þaki, og þar voru bátar af öllum gerðum; þeirra á meðal fegursti hraðbátur, sem Loomis hafði nokkurn tíma séð. Mennirnir, sem unnu þarna, voru rólegir en öruggir í hreyfingum, og Loomis fann undir eins, að þeir nutu verksins. Við fjarri enjja svæðisins lágu tein- ar niður aðTkipakví og hinum meg- in við hana var áin. Skqmmt frá teinunum var skrifstofuglerbúr og þangað stefndi Craig. Maðurinn í búrinu var f bláum vinnugalla með linan hatt, fornlegan í sniði, sem Loomis varð skotinn í undir eins. Þetta var hár og grannur, beinvax- inn maður um fimmtugt; hann lét sem hann sæi ekki Loomis, sem móðgaðist, og ávarpaði Craig ó máli, sem Loomis skildi ekki bofs í. Craig svaraði á sama máli. Cand- lish hellti rommi úr miðalausri flösku í þrjú glös. — Vantar þig stúlku? spurði hann Loomis og Loomis urraði til svars. — Hefurðu mynd? — Þú færð mynd í kvöld, sagði Loomis. — Arabisk. Ekki margir Arabar hér um slóðir. Ekki eins og heima. Hann blikkaði Craig. — Við skulum samt sjá hvað við getum gert. Ég skal spyrjast fyrir. Setja strákana f það. Við höfum ýmislegt fyrir stafni hér við ána. — Það þykist ég vita, sagði Loomis og leit á miðalausu flösk- una. — Ég er frjáls verzlunarmaður, sagði Candlish. — Ég hef qlltaf verið það. Ég hef kosið frjálslynda alla mína ævi. Craig skrifaði sfmanúmer á pappfrs- snepil. 24 VIKAN 2-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.