Vikan - 12.01.1967, Qupperneq 37
— Clarence, þetta er frú Hodge,
hún býr í númer fimmtán A.
— Komið þér sælar, frú, sagði
Clarence. Annað sagði hann ekki.
— Ég vona að þér kunnið vel við
yður hér, sagði hún.
— Prýðilega frú.
Margaret steig inn í lyftuna og
sagði: — Þakka yður kærlega, herra
Trevor.
— Það var ekkert, sagði fram-
kvæmdastjórinn. — Þér eruð viss um
að ég þurfi ekki að hjálpa til með
bílinn?
— Þér gætuð kannski litið eftir
því hvernig Carli gengur, hann á
það til að vera svolítið gleyminn.
Herra Trevor hló. — Ég vona bara
að ég verði jafn sprækur á hans
aldri. Ég skal líta eftir þessu, frú
Hodge.
— Þakka yður fyrir, sagði Mar-
garet.
Clarence tokaði hurðinni og vtti
á hnappinn. Það var ekki fyrr en
Margaret var komin alla leiðina upp
og búin að stinga lyklinum í
skrána að hún fann fyrir því að
hún hafði búizt við einhverjum
spurningum alla leiðina upp. Þegar
hún var komin inn ( íbúðina, hallaði
hún sér upp að lokuðum dyrunum,
og slappaði af í nokkrar mínútur.
Margaret varð vör við einhverja
nýja hrælðslu. Hversvegna hafði
maðurinn ekki sagt neitt?
— Hlustaðu nú á mig stúlka min,
sagði Margaret við sjálfa sig. —
Nú tekur þú þessu skynsamlega,
heyrirðu það?
Hún heyrði til sjálfrar sín, og fór
fram í eldhús og hitaði sér kaffi og
hellti því í bolla. Þegar hún var búin
úr kaffibollanum, var Charlie kom-
inn upp með allt dótið úr bílnum
og það hafði ofan af fyrir henni (
tuttugu mínútur í viðbót. Eftir að
hún var búin að stafla öllu snyrti-
lega upp, þar sem það átti að bíða
eftir því að Mavis, þjónustustúlkan,
kæmi heim úr fríinu á morgun, fékk
Margaret sér annan kaffibolla, tók
hann með sér inn í dagstofuna,
settist niður og fór að hugsa um
þessa hrollvekju.
Víst var þetta hrollvekja og henni
létti stórum við að kalla það því
nafni. Þarna sem hún sat, ein í daq-
stofunni, með kaffibollann f hönd-
unum, varð Margaret Hodge það
Ijóst að hún hafði glutrað gæfunni
úr höndum sér.
Þetta kom auðvitað eins og
taugaáfall yfir hana, en hún var
stolt af þeirri staðreynd að hún
skvetti ekki einu sinni úr bollanum,
þegar þetta rann upp fyrir henni.
Hún vissi að það eina sem hún gat
unnið eitthvað á, það var að vera
nógu róleg, og hún var orðin róleg,
þegar hún setti frá sér bollann og
lokaði augunum. Fyrsta skrefið til
að horfast í augu við þetta ástand,
yfirleitt við hvaða vandræði sem
voru, var að gera sér grein fyrir
því, hvenær það byrjaði, og varð að
hrollvekju. Margaret kallaði strax
fram í huga sínum það augnablik,
þegar Clarence hafði sagt: — Vegna
þess að herra Hodge kom inn með
frú Hodge á föstudagskvöldið og
kynnti mig fyrir henni, rétt áður en
ég fór af vaktinni . . .
Um leið og nýi lyftumaðurinn
sagði þetta, hafði Margaret horft á
úrið sitt. Það var nákvæmlega 1.38,
þennan bjarta dag, þriðja mánu-
daginn í september, á þvi augna-
bliki rann hamingja hennar út í
sandinn.
— Það er nú það, sagði Margaret
upphátt, og það var eins og að það
verkaði róandi á hana og hún varð
fær um að hugsa rökrétt. Nú kom
það sér vel fyrir hana að hún var
vönust því að hugsa og framkvæma,
bæð' fyrir sjálfa sig og aðra.
Allt sitt líf hafði Margaret Turner
Hodge verið vel sett í lífinu, og það
hafði kannski gert hana eitthvað
frábrugðna öðru fólki, líklega flestu
fólki. Nú fann hún að hún hafði
orðið fyrir lífsreynslu, sem margir
höfðu orðið að þola og brugðizt
misjafnlega við, jafnvel margir af
nánum kunningjum hennar höfðu
orðið fyrir einhverju svipuðu. Sumir
höfðu brugðizt við þessu með reiði
og ásökunum og að lokum lentu öll
vandræðin í höndunum á lögfræð-
ingum. Margaret hafði alltaf fund-
izt að þessir kunningjar hennar
hefðu hagað sér óskynsamlega, nú,
þegar hún var sjálf í þeirra spor-
um, var hún viss um að þeir höfðu
farið óviturlega að.
Það var vissulega satt að það
var betra að hafa hamingjuna með
sér en móti, en þegar það var ekki
hægt var líka sjálfsagt að gera það
bezta út úr lífinu. Þeir kunningjar
hennar sem höfðu leyst upp hjóna-
bönd sín, og jafnvel gift sig aftur,
lifðu engu lífi, þeir sáu alltaf eftir
því að hafa gengið þessi skref.
Fyrsta skrefið ( þessu nýja, ham-
ingjusnauða lífi hennar, var auð-
vitað dálítið neikvætt; hún varð að
fyrirbyggja að Bernard kæmist að
því sem skeð hafði.
Margaret gekk að símanum og
hringdi á skrifstofuna til eligin-
manns síns. Eftir að hafa hlustað á
fleiri skiptiborðs- og skrifstofustúlk-
ur, fékk hún loksins samband við
Bernard.
— Bernard!
— Ó, halló elskan, er allt ( lagi?
Kuldalegt svar var komið fram
á varir hennar, en Margaret lét það
ekki eftir sér.
— Já, það er allt í lagi, sagði
hún. — Sumarhúsið er hreint og
lokað og læst fyrir veturinn. Dótið
er allt komið hingað upp og það
eina sem ég hef áhyggjur af í
augnablikinu, er hvað ég á að hafa
( matinn. Þú getur valið á milli hvort
ég á að búa til einhverja steik sjálf,
eða hvort við eigum að skreppa
hérna út á hornið og fá okkur eitt-
hvað að borða á Clareton. Það er
auðvitað ekki gott, en það er ná-
lægt. Hvort viltu heldur?
Það var andartaksþögn, svo
sagði Bernard: — Hvorugt, ég ætla
að bjóða þér f stórkostlegan kvöld-
verð, á einhverjum rándýrum stað.
Þú hefur sannarlega unnið fyrir þvi.
Margaret, sem fannst líka hún
hefði unnið fyrir ýmsum hlunn.ind-
um, var ekki tilbúin að mæta þeim,
hún þurfti að hugsa vandamál sín
betur. Þangað til hún væri á ein-
hvern hátt búin að leysa þetta
vandamál, varð Bernard að sjá um
sig.
— Það var fallegt af þér að
bjóða mér út, en ég er þreyttari en
ég hélt, svo ég held við verðum að
haida okkur við heimasteik, ef þér
er sama.
— Eins og þú vllt, sagði Bernard.
Hann hefði ekki svarað þannig áð-
ur. Bernard var mikið fyrir góðan
mat. En Margaret var það Ijóst að
í náinni framtíð myndi Bernard
haga sér eitthvað öðruvisi en venju-
lega. Það væri ekkert ólíklegt að
hann væri að hugleiða, hvað hefði
komið honum til að haga sér á
þennan hátt. Margaret vissi það,
Mollý Parson hafði sagt henni það.
Fyrir sex árum hafði hún setið
andspænis Mollý Parson, yfir há-
degisverði, rétt áður en Mollý flaug
til Renó, til að fá skilnað frá Dick.
— Að sumu leyti er þetta skiljan-
legt, sagði Mollý, — hjónabandið
getur orðið að vana, jafnvel fyrlr
þeim, sem í eðli sínu eru heiðar-
legir, eins og Dick. En drottinn minn,
hve ég hata þessa skepnu, fyrir það
sem hann gerði mér. Alla vega var
hann heiðarlegur, þangað til ég
komst að þessu kvennastandi hans.
— En þú veizt ekki um allar þess-
2. tbi. VIKAN 37
ALLT Á SAMA STAÐ
BÍLL ÁRSINS! 1967
HIILMAN - HIINTBR
STÖRGLÆSILEGUR, VANDAÐUR OG SPARNEYTINN
FJÖLSKYLDUBÍLL.
BIFREIÐAKAUPENDURI
Hillman Hunter sameinar það tvennt sem flestir bifreiðakaupendur leita að í dag, en
það er vandaður en jafnframt ódýr fjölskyIdubíll. Verð kr. 218.800,00.
KOMIÐ, SKOÐIÐ OG KYNNIÐ YÐUR GREIÐSLUSKILMÁLA.
EGILL VILHIÁLMSSON H F
LAUGAVEG 118 - SÍMI 2-22-40.