Vikan


Vikan - 23.02.1967, Page 5

Vikan - 23.02.1967, Page 5
etta er andlit gamallar konu, lífið hefur ekki skilið þar eftir neinar eyður til að fylla upp í. Augnaróðið í brúnum augun- um, sem eru dólítið gulflekkótt, er fast og nokkuð glettið. Það er stutt í hlóturinn, hann kemur eins og kvöldský, og það er vísdómur í svipnum, vizka, sem aðeins fæst við langa lífsreynslu. Hún er hóvaxin og bein í baki, framkoman sýnir heimskonuna. Ungverzka greifafrúin, Margit von Teleki, er nú ó sænsku elliheim- ili, ein af þeim 800.000 sem þar búa. Hún hefur nú blá-gult vega- bréf, og innst inni lítur hún á sig sem Evrópubúa, borgara samein- aðrar Evrópu, eins og hugsjóna- menn sjá hana, en enginn þorir að gera sér vonir um að slíkt verði að veruleika. Örlög hennar eru eins og annara, þar sem stríð og byltingar hafa farið eldi um löndin, örlög flóttamannsins, sem verður að rffa sig upp með rótum, skilja eftir allar eigur sínar, allt, nema allt að því nakinn líkamann. Hvað hana snerti, skeði þetta, þegar hún var komin á þann aldur, sem aðrar konur njóta hvíldar elliáranna. Hún er ánægð yfir því að vera ein í herbergi sínu, hefur mikla kfmnigáfu og samtalshæfileika. í herberginu er rúm, nokkrir stólar, borð, skrifborð og bókahilla. Fyrir utan gluggann heyrist ýlfur í igðu, sem gefur til kynna að það sé kom- inn tími til kvöldverðar. Þetta herbergi er eitt af mörgum á el Iiheimilinu, sem kennt er við Jósefínu drottningu, enda stofnsett af henni árið 1873. Greifafrú von Teleki er ein af þeim gæfumann- eskjum, sem ekki syrgir glötuð auð- æfi. Hún á sínar minningar, þótt hún eigi engin gulnuð bréf né gamlar myndir, minningar sem eru hennar dýrmætasta eign. Hún tekur lífinu eins og það er, án allrar við- kvæmni, veit að jarðneskur auður er forgengilegur. Allt er okkur mönnunum veitt að láni á hérvistar- dögum okkar; við fæðumst nakin í þennan heim og förum héðan jafn nakin. — Fýkur með vindinum, segir hún, — allt saman .... Og svo segir hún, eins og við sjálfa sig: — Miklir stormar, miklar afleið- ingar. Brosandi réttir hún fram grannar hringjalausar hendur,- meira að segja giftingarhringurinn hennar fór í deiglu sfðari heimsstyrjaldar. En sá sem ekkert á þarf þá ekki heldur að hafa áhyggjur af eignum sínum, að mölur og ryð fái þeim grandað. Þannig er heimspeki hennar, en vissulega dýrkeypt. Úr höll í leiguherbergi. Háaðallinn í Ungverjalandi var aðallega þekktur fyrir vfðáttumiklar landareignir, fagrar hallir, listmuni og ómetanlega skartgripi, áður en hvirfilvindar stríðsáranna feyktu þessu í allar áttir, ekkert er eftir nema sagnir og minningar. Þetta var svipað í Ungverjalandi eins og í Rússlandi keisaranna. Greifafrúin bjó með eldri dóttur sinni í Búdapest, á erfiðu árunum eftir stríðið. Tólf sinnum neyddust mæðgurnar til að flytja, úr einu leiguherberginu í annað. Og dag nokkurn kom tilkynning, sem þær höfðu reyndar átt von á, um það að þær væru burtrækar frá Buda- pest. Nýja stjórnin óskaði ekki eftir nærveru þeirra .... Þær stigu upp í lest, þá síðustu með hina brottræku (alls voru 264. 000 Ungverjar reknir burt frá Buda- pest); þetta voru venjulegir borgar- ar, aðalsmenn og verkamenn, sem voru reknir út í landsbyggðina. Þeim var komið fyrir hjá bónda í Erk. í herbergi, sem var á stærð við venjulega dagstofu, bjuggu þær í sex ár með sjö öðrum, sem líka höfðu verið reknar frá Budapest. Bóndanum var sjálfum þröngvað til að flytjast í herbergi yfir fjósinu. Það var litla vinnu hægt að fá í þessum smáþorpum og þessvegna erfitt að draga fram lífið, mátti þykja gott ef hægt var að skrapa eitthvað smávegis saman til matar (sem eldaður var á prímus í her- berginu). Gjafapakkar frá útland- inu, frá ættingjum og vinum og stundum eitthvað matarkyns frá bændum var eiginlega það eina sem hélt í þeim lífinu. Fötin urðu smátt og smátt að druslum. Þetta var vonlaust líf. Haustdagur fyrir 10 árum. Þá rofaði til, þegar .ungverzka uppreisnin brauzt út, fyrir 10 ár- um .... Nokkrum mánuðum síðar kom greifafrúin, með ungverskum flótta- mönnum til Svíþjóðar. Þá hófst nýr þáttur í lífi þessarar margreyndu konu. Sjálf tekur hún ekki aðalsætt sína hátíðlega, þótt hún bæði að fæðingu og gegnum hjónabandið heyri til háaðli. (Það þekkist yfir- leitt ekki að aðalsfólk giftist inn í aðrar stéttir). En hún giftist af ást; ( æðum hennar rann rautt og heitt blóð — hún var skapmikil, nítján . ára stúlka, sem aldrei hefði gifzt öðrum manni en þeim sem hún elsk- aði .... Brúðkaup hennar var síðasta stóra brúðkaupið sem haldið var ( Siebenburgen, sem þá tilheyrði Ungverjalandi og þar með Keisara- dæmi Austurríkis og Ungverjalands, fyrir fyrri heimsstyrjöld. Það var árið 1911 sem hin unga greifadóttir af ættinni Beldi giftist Gésa von Teleki greifa, sem var 11 árum eldri. Ættmenn hans voru yfirleitt hámenntað fólk, prófessorar, lista- menn og stjórnmálamenn. — Hann hafði ríka ævintýraþrá, segir gamla greifafrúin um mann- inn sinn, sem er látinn fyrir 30 árum. Uppeldi hennar var miðað við það að hún ætti að vera hallarfrú. Það glitrar eitthvað ( augum hennar; andlitið, sem lífsreynslan hefur gefið göfugan svip, verður unglegt, jafnvel glettnislegt, þegar hún segir frá: — ÞvíKkur brúðgumi, fallegur, hávaxinn í einkennisbún- ingi ungversku aðalsmannanna, hinum skrautlega riddaraliðsbún- ingi, skikkjan var köntuð með minkaskinnum og stór túrkissteinn festi páfuglsfjöðrina við höfuðbún- aðinn. Hún flutti úr höll feðra sinna til annarar hallar, arfleifð manns s(ns. Að nafninu til stundaði hann land- búnað, en sat flestum stundum við málarartrönur sínar. — Hann var afkastalítill, sem málari, segir greifafrúin, — og ef við hefðum átt að lifa á list hans, hefðum við örugglega soltið ( hel. Hún segist vera ein af þeim sem fæddust of snemma .... Hefði hún mátt ráða, þá hefði Framhald á bls. 41 TJngverska grcifafrúin Margit von Tel- eki f herbergi sínu á clliheimilinu. s. tbi. ynCAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.