Vikan


Vikan - 23.02.1967, Page 13

Vikan - 23.02.1967, Page 13
í leigubíl upp bratta götu að litla bæn- um ó Ibiza, þar sem við nómum staðar við frumlega tilhöggvin stein- þrep. Þegar við vorum komnar upp á efsta þrepið, sáum við í fyrsta sinn Villa Cuadro. Húsið stóð á hæðarbrún, sem hallaði niður að sjónum. Þarna var ákaflega vinalegt og við urðum fljótt heimavanar. María, litla feimna stúlkan, sem kom daglega til að annast heimilisstörfin, kom okkur í kynni við umhverfið, verzl- anirnar og ferðir almenningsvagnanna. Við skrölltum mikið í þessum hrörlegu farartækjum til að skoða eyjuna, þess á milli flatmöguðum við á ströndinni sleiktum sólskinið, enda vorum við orðnar sólbrúnar eftir nokkra daga. — Bill þekkir okkur ekki, þegar hann kemur, sagði Gina einn daginn og teygði úr sér ( sandinum. Hún var ótrúlega barnsleg og falleg, gullin húðin fár vel við Ijóst hárið, sem var bundið í tagl uppi á höfðinu. A heimleið komum við við á póst- húsinu, til að vitja um póst til okkar. Þar var bréf til Ginu frá Bill. Hún las það á leiðinni, meðan við lötruðum hægt upp hæðina. — Þetta var stórkostleg hugmynd, sagði hún, og andlifið Ijómaði af ánægju. — Bill ætlar að taka frænda sinn með hingað. Hlustaðu nú á: —• Manstu eftir Tony Hollander, frænda mínum? Hann kom hingað um daginn, í þriggja mánaða fríi. Mundir þú hafa nokkuð á móti því að ég tæki hann með mér, þarna suður eftir, svo hann geti verið með okkur í þessar þrjár vikur? Hann hefur verið í Nairobi, síð- an hann fór héðan. Sendu mér skeyti og segðu mér hvað þér finnst, ástin . . . Gina hafði numið staðar, meðan hún las upphátt. — Tony er afskaplega huggulegur. Hann fór til Kenya fyrir fjórum árum. Hann er líka kennari, svo þið ættuð að hafa sameiginleg áhugamál. Eg held ég snúi við og sendi skeyti til Bill strax. Ég gat ekki annað en brosað, og mér meira en datt í hug hvort hún hefði ekki lagt á ráðin, áður en við fórum frá Englandi. Einn dagurinn leið af öðrum, veðrið var alltaf jafn dásamlegt. Kvöldið áður en Bill og Tony voru væntanlegir, sátum við Gina á svölunum og drukk- um kaffi. Þá var barið að dyrum. — Ég skal fara, sagði Gina, — þetta er líklega María, sem hefur gleymt ein- pað er útilokað á segja hei, þegar manni er boðið sumarfrí til sólskinseyj- iarinnar Ibiza - að minnsta kosti gerði ég aað ekki. En aldrei hefði mér dottið í hug, ekki einu sinni í draumi, að ferðin endaði á þennan hátt....... hverju. En það var ekki Maria. Há- vaxinn dökkhærður maður fylgdi Ginu út á svalirnar. — Lisa, þetta er Senor Don Juan Bartholome. Systir mín, Lisa Venning. Hann tók í hönd mína og hneigði sig. — Fyrirgefið að ég ryðst hér inn, ég hefi hugsað mér að heimsækja ykkur allan tímann, til að vita hvernig þið kunnið við ykkur hér, en ég þurfti að fara til meginlandsins, og hefi ekki haft tíma fyrr. Hann talaði eiginlega alveg lýta- lausa ensku, með aðlaðandi hreim, og það benti til þess að hann hefði verið í Englandi. — Herra Bartholome er fasteigna- salinn, sem annaðist leiguna á húsinu fyrir vin Bills, sagði Gina, til skýringar. — Þið voruð heppin að leigja húsið um þetta leyti, sagði hann. — Villa Cuadre stendur á fallegum stað, — já? — Dásamlegum, sagði ég. — Viljið þér ekki drekka kaffi með okkur? — Það við ég mjög gjarnan, sagði hann. Meðan við drukkum kaffið og töl- uðum hægversklega saman, virti ég hann fyrir mér. Þótt brosið lýsti stöð- ugt úr augum hans, var samt einhver öryggis og alvörusvipur yfjr honum. Hreyfingar hans voru mjúkar og liðug- ar eins og hjá pardusdýri, og ég hugs- aði með mér að ég hefði aldrei séð svo töfrandi karlmann. Það var eins og hann hefði lesið hugsanir mínar, þv( að hann leit beint á mig og brosti. Ég fann roðann þjóta upp í kinnarnar og flýtti mér að hella meira kaffi ( bollana, til að leyna upp- námi mínu. — Viljið þið gjöra mér þá ánægju að borða með mér? sagði Juan Bart- holome hægversklega, um leið og hann stóð upp til að fara. — Það er mjög vingarnlegt af yður, en maðurinn minn og vinur hans koma á morgun, flýtti Gina sér að segja, dá- lítið kuldalega, fannst mér. Eins og það væri nokkur skýring á þv(, að við gæt- um ekki tekið boðinu. — Ég skil, sagði hann, -- þá býð ég ykkur aftur þegar herra Gough og gestur ykkar getur komið Hka. Mér fannst hann horfa á mig, þegar hann sagði þetta. — Eigum við að segja á þriðjudagskvöld klukkan níu ( Castillo Bianco? — Jæja, sagði Gina í ergelsistón, þegar dyrnar lokuðust eftir honum. — Hann á víst erfitt með að skilja orðið nei. — En þú sagðir ekki nei, benti ég henni réttilega á. — Þessutan sé ég ekki neina ástæðu til að þiggja ekki boðið. Honum ber engin skylda til að bjóða okkur ölllum út að borða, en mér finnst það mjög notalegt af honum . . . — Hm . . . fimm er ekki svo þægileg tala, tautaði Gina, eins og með sjálfri sér. Ég gat ekki annað en brosað, þarna kom óvænt babb ( bátinn hjá henni. Tony var hávaxinn og sólbrúnn, hár- ið var svo upplitað af steikjandi sóiinni í Kenya, að það var næstum hvítt. Hann var líkari skóladreng en tuttugu og sjö ára karlmanni.. En það var ein- hver smitandi glaðværð í kringum hann. eitthvað sem gerði það að verk- um að það var ómögulegt annað en að kunna vel við hann. — Þetta er stórkostlegt, Gina, sagði hann. — Þegar ég kom til Englands datt mér sízt í hug að ég yrði kominn til Miðjarðarhafsins eftir nokkra daga. Það var fallegt af ykkur að bjóða mér hingað. — Anægjan er okkar megin, sagði Gina glaðlega. — Er það ekki rétt, Lisa? Hún sneri sér að mér, en ég vissi ekki hvað ég átti að segja, en tautaði eitthvað sem gat þýtt samþykki, um leið og við stigum upp í bílinn. — Jæja, sagði Bill og teygði úr sér í framsætinu, — ég er sannarlega í þörf fyrir hvíld núna. Ég hefi hugsað mér að gera ekki nokkurn skapaðan hlut næstu vikur, annað en sóla mig, synda og borða .... Engin skyldustörf .... enga ábyrgð .... — Þú færð ístru, sagði Gina. — En vel á minnzt, við erum boðin út að borða á þriðjudagskvöldið. Don Juan Bartholome býður okkur út á Castillo Bianca. — Ó, nei, stundi Bill. — Á ég að byrja á samkvæmisskyldum? Hver er þessi hvað-hann-nú-heitir? Gina sagði honum það. — Hann var mjög ákveðinn, en við getum látið hann finna að við viljum vera út af fyrir okkur, þá lætur hann okkur í friði. Framhald á bls. 39 8. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.