Vikan


Vikan - 23.02.1967, Síða 45

Vikan - 23.02.1967, Síða 45
framámenn þeirra voru nánast idíótar. Hæfileikamenn fundust þó í þessum hópi, bæði ritfærir vel og mælskir. Það voru Þjóðernissinnar, sem komust yfir dagbók Eysteins hina frægu, en í þá kompu hafði hann ritað ýmislegt sér til minn- is, þegar hann fór í eina af láns- reisum sínum 1936 til Englands, að hitta Hambro. Á þessum árum var svo komið fjárhag íslenzka ríkisins, að það varð ekki rekinn nagli svo hérlendis, að ekki þyrfti að biðja Hambros Bank um leyfi. Þó að allar árásirnar á Eystein persónulega, væru að sjálfsögðu út í hött, þá er það rétt, að afstaða landsins til enskra banka gat ekki tæpari verið hjá sjálfstæðri þjóð. Eysteinn tapaði þessari minn- isbók sinni og hlutust af því handtökur manna síðar um haustið, þegar blað þjóðernis- sinna fór að birta glefsur úr bók- inni, en ekki fannst bókin. Speg- illinn fjallaði auðvitað um mál- ið og er rétt að gefa honum orðið: „Stórþjófnaður og landráð á hæstu stöðum.' — Höfuðbók íslenzka ríkisins þjófstolið, og bókin síð- an svívirt. Þrír nazistar gripnir höndum. Hafa fleiri leyndarskjöl horfið úr vösum ráðherrans? Lögregla vor stórslær sér upp. Dómsmálaráðherra sýnir af sér fáheyrða röggsemi. Málið verður í rannsókn fyrst um sinn.“ Myndirnar sýna, þegar Jónas kveður Eystein, sem nú hét- reyndar Lánsteinn, fóstra sinn á hafnarbakkanum í Reykjavík, og næsta mynd, þegar Eysteinn hefur keypt vasabókina úti í kaupfélaginu í Grimsby, þriðja myndin sýnir Eystein til borðs með enskum veðlánurum, sem hann gat ekki slegið, en reyndi þá að slá vertinn, sem svaraði því til, að Eysteinn væri over- borrowed, sem Spegillinn þýddi: „skuldum vafinn eins og skratt- inn skömmunum.“ Fjórða mynd- in sýnir Eystein lesa upp úr vasa- bókinni við fjárlagaumræðurnar og sló þögn á andstæðingana við þann vísdóm, sem þar var geymdur. Svo týndist bókin og nazistarnir sögðust hafa dregið hana á tombólu, og voru þeir dregnir fyrir rétt en bókin fannst ekki í þeirra vörzlum og ekki er þeim er þetta ritar kunnugt um, hvort hún fannst nokkurn tímann, kannski á hún eftir að koma fram á bókauppboði hjá Sigurði Benediktssyni. RAUÐLIÐAR ÞINGA UM KVELDÚLF Sviptingasamt var oft á vett- vangi stjórnmálanna á þessum árum, eins og út af Norsku samningunum, en það voru nán- ast nauðasamningar, og voru Framhald á bls. 40. Nú er rétti tíminn til þess að ákveða friið - Kynnið yður þvf þau einstæðu kostakjör, sem nú eru boðin í fyrsta sinn. Ferðamannabílar,sem 4 farþegar fylgja, eru fluttir farm- gjaldsfrítt — frá Reykjavík til hverrar þeirrar hafnar í Evrópu, sem skip félagsins sigla reglubundið til — og heim aftur, Þeir sem taka bílinn með eiga valið — geta búið í eigin tjaldi, á ódýrum gististöðum, eða lúxus hótelum. Stöðugt færist í aukana, að fjölskyldur og vinir ferðist saman í eigin bíl, hvort sem leiðin liggur til fagurra héraða, blómlegra dala, um háa fjallvegi eða til bað- stranda suðrænna landa. Takið því bíl yðar með í fríið til útlanda og njótið þess að aka t.d. niður til stranda Miðjarðarhafsins, yfir Alp- ana, um Rínarhéruðin, sænsku dalina, norsku firðina, og hin friðsælu héruð Danmerkur og annarra Evrópulanda. Ferðist ódýrt - ferðist saman - takið bíiinn með í fríið FERÐIST MEÐ EIMSKIP sími 21460 8. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.