Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 9

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 9
nýjan leik, var engin ástæða að bera niður þar sem ástandið var slæmt, heldur fara á einhvern þann stað í heiminum, þar sem mögu- leikarnir eru góðir. Það er ástæðu- laust að binda sig við eitt land, þótt maður sé fæddur í því. Ef mögu- leikarnir eru ekki þar, verður að leita þeirra annars staðar. Því það er ekki á eins manns færi að breyta skipulaginu hér. Það færi svipað og hjá honum vini okkar, sem var að berjast við vindmyllurnar, Don Quixote. Eg kannaði möguleikana í nokkr- um löndum, og einhvern veginn leizt mér bezt á Suður-Afríku. Og ég sé ekki eftir því. Ég hafði að vtsu skoðað nokkur fyrirtæki í Þýzka- landi, sumarið áður en ég fór suð- ur eftir, en einhvern veginn leizt mér ekki nógu vel á kerfið, og þar að auki vildu menn þar fá of mikla peninga í útborgun — og þeir voru ekki til á þeim tíma. — Varstu búinn að ékveða, ná- kvæmlega hvað þú ætlaðir að gera, þegar til Jóhannesarborgar kæmi? — Nei. Aðeins að komast inn í viðskipti í einhverri mynd. Hins vegar ákvað ég nokkuð fljótt að fara til Jóhannesarborgar, því hún er að segja má hjarta athafnalífsins í Suður-Afríku. Durban og Höfða- borg eru að vísu stórborgir líka, en þar er miklu minna athafnalíf. Þegar þangað kom, fór ég til þeirra, sem selja fyrirtæki, og fékk lista yfir öll þau fyrirtæki, sem voru á markaðnum. Síðan fór ég úr einu í annað að skoða, en fjárhagsget- an var takmörkuð, og hjúkrunar- kvennamiðlunin, sem ég keypti, var eina fyrirtækið, sem ég réði við að kaupa, og virtist geta skilað skyn- samlegum hagnaði. Hjúkrunarkonan, sem átti fyrirtækið, var orðin dauð- þreytt á rekstri þess, bókhaldið hjá henni var vanskipulagt og hálfgert öngþveiti, auk þess er töluvert símaþras við hinn daglega rekstur. Svo keypti ég þetta, og fékk til þess mjög góða aðstoð Barclays bank- ans á staðnum. Starfsliðið var lítið í upphafi, en svo smá jókst þetta. Um helmingur af starfsliðinu vinn- ur eingöngu fyrir sjúkrahúsin. Það eru þarna tvö eða þrjú einkasjúkra- hús, sem eru að mestu leyti rekin með starfsliði frá mér. Svo er það llka, ef fólk þarf á hjúkrun að halda, að það hringir til okkar cg fær hjúkrunarkonu, til langs eða skamms tíma. Það getur verið hvort heldur er í heimahúsum eða á sjúkrahús- um. Ef fólk á sjúkrahúsum er mik- ið veikt, vill það eða aðstandendur gjarnan hafa hjúkrunarkonu yfir því, vegna þess að hjúkrunarkonur sjúkrahúsanna hugsa um heila ganga eða deildir en geta ekki einbeitt sér að ákveðnum sjúklingum. En þetta er nokkuð dýrt, og eiginlega ekki á færi nema vel efnaðs fólks. Ég byrjaði með 50 hjúkrunarkon- ur, en hef núna um 130. A þessu t'mabili hef ég haft eitthvað um 1500 hjúkrunarkonur. Mikill fjöldi þeirra vinnur aðeins stutta stund; þær ætla að fara að giftast, fara í siglingu, vilja vinna stuttan tíma áður en þær fara á einhvern annan stað, eða þetta eru húsmæður sem vilja drýgja tekjur heimilisins með þvl að vinna einn eða tvo mánuði á ári. Annars er stcr hópur alveg fastur við þetta. Annað starfslið er svo ekki, nema ein kona, sem sér um símann fyrlr mig, bókar stelp- urnar út og þess háttar, og þær hafa alhaf samband við hana. Þetta er allt gert í gegnum s'ma. Sjálfur sé ég svo um bókhaldlð. Það er mikil vinna á köflum, en ósköp þægileg yfirleltt. Fyrirtæki eins og þetta er undir mjög ströngu eftirliti hjúkrunarráðsins, og allar hjúkrun- arkonur sjúkrahúss og læknar verða að vera skrásettir þar. — Þú hefur líka fleiri járn í eld- inum. — Mér datt í hug að fara að safna matsölustofum, eins og sumir safna frímerkjum, og keypti tvær til að byrja með. Þetta er Ktill stofn- kostnaður, og á að geta gengið án þess að leggja mikið í það. En ég er ekki nógu ánægður með útkom- una, svo það getur verið, að ég hætti við að safna þeim. Ég veit það ekki. Svo var ég að byrja flug- vélaleigu, rétt áður en ég lagði af VIKAN—AFMÆL1SBLAÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.