Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 43
iðleikar að fi nna svertingja, sem þannig er hægt að hjálpa. ' Mér virðist, að reynt sé að leysa vandamál svertingjanna á mjög rök- rænan hátt. Það er auðvitað mjög óæskilegt, að ekki skuli vera allir jafnir og allir eins. En menn eru það bara ekki. Löggjafinn íslenzki telur, að fólk undir tvítugt hafi ekki þroska til að kjósa. Nákvæmlega á sömu forsendu má segja að svert- ingjarnir hafi ekki þroska til að kjósa. Og þegar maður sér verið að kenna þeim að ganga í skóm, moka með skóflu, taka þá í gáfnapróf, getur engum dulizt, að þessir menn eru ekki ó hærra þroskastigi en átta til tíu ára krakki á Islandi. Ég kom einu sinni í guilnómu, þar sem verið var að þjálfa svert- ingja til að vinna í námunni. Fyrst er þeim kennt að ganga i skóm, síðan að moka með skóflu, og hvort tveggja getur gengið í ærnum brös- um. Svo er farið að flokka þá, hvort þeir verði að vera I námu- greftri, sem sagt líkamsvinnu, eða hvort hægt sé að nota þá við véla- tækni. Prófið hefst á því, að hver um sig fær lítinn kassa með tíu skrúfum af mismunandi stærð og tíu róm, og þeir eiga að finna réttar rær á réttar skrúfur á tíu mínútum. Takist þeim það, eru þeir taldir mjög efnilegir til tæknilegr- ar vinnu. Síðast fá þeir 27 kubba, sem mynda alrauðan stafla, þegar þeim hefur verið raðað rétt sam- an, en innhliðar kubbanna eru hvít- málaðar. Þeir, sem afreka þetta á tíu mínútum, eru útvaldir á verk- stjóranámskeið, sem mjög góð efni í verkstjóra. Fleiri áþekkir liðir eru í prófinu, en þessi er sá síðasti og erfiðasti. Og það er beinlínis grát- legt að sjá, þegar þeir eru að remb- ast við að reyna að koma þessum kubbum saman. Manni líður illa að horfa á þá, því smábörn myndu leika sér að þessu. Nú, en þar fyrir utan hefur mér oft fundizt, að hvíti maðurinn væri misrétti beittur. Það er ekkert gert fyrir þá hvítu, sem standa á lægsta þroskastiginu. Þeir verða sjálfir að verða sér úti um híbýli, borga sína skatta og skyldur og spjara sig al- veg upp á eigin spýtur. Þeirra kjör eru oft miklu verri en svertingj- anna, sem borga hundrað og tuttugu krónur á mánuði fyrir hús- næði, borga enga skatta, fá ókeyp- is læknishjálp og yfirleitt alla þá aðstoð, sem hægt er að hugsa sér. Hlutur hins vesæla, hvíta manns í Suður-Afríku er miklu verri en hins svarta. Og þar sem hvítir menn eru, hljóta alltaf að vera einhverjir ve- sælir, hvítir menn Hka. Það er ekkert kynþáttahatur í Suður-Afríku. Það er óþekkt. Svert- ingjarnir eru á lægra stigi heldur en hinn almenni, hvíti maður, þeir vita það og kalla hann „boss" og „master" í ávarpi. Lífskjör þeirra eru betri en í nokkru öðru Afriku- ríki, bílaeign þeirra er meiri en meðalbílaeign í Rússlandi. Þeir hafa lágt kaup, en þeirra lifnaðarhættir eru svo frábrugðnir lifnaðarhóttum hvíta mannsins, að það er ekki hægt að tala um það í sama orð- inu. Þeir, sem búa -í sveitunum, nærast á maísmjöli í allar máltíðir og vilja ekki annað. Þeir éta svona tvo poka á mánuði. Það eru ekki mikil fjárútlát, fyrir utan að þeir rækta þetta sjálfir. Þeir, sem búa í borgunum, borða yfirleitt „fish and chips"; skammturinn er stór máltíð og kostar um 6 krónur. Þeir eru miklar félagsverur, allt- af í stórum hópum og alltaf kátir og ánægðir. Þeir sitja ekki inni í stofum, því þeir vilja ekki stofur. Þeir sitja úti í garði í hópum og spjalla við kunningjana. Þega.r þeir eru inni í borgunum, eiga þeir til að leggjast endilangir á gangstétt- ina og fá sér blund, án þess að hafa áhyggjur af umferðinni í kring. Svo eru þeir yfirleitt sóðar. Eg sagði þér áðan, að ég hefði heimsótt gullnámu eina. Þar voru ellefu mismunandi þjóðflokkar úr svertingjaríkjum fyrir sunnan mið- baug. Þeir streyma allir til Suð- ur-Afríku, því þar er borgað hæst kaup í Afríku. Hver þjóðflokkur fær híbýli út af fyrir sig, og þar sést greinilega munurinn innbyrðis á hugsunarhætti þeirra. [ Bech- mana-flokknum keypti hver um sig eitt teppi, þeir þvo sér aldrei og lifa eins og svín, nurla hvern eyri. Þegar þeir hafa verið þarna á samn- ingi í eitt ár, fara þeir heim og kaupa sér nautgrip. Því nautgripa- eignin er þeirra mælikvarði á auð. En til dæmis svertingjarnir frá Lor- enco Marques, þeir lifðu á allt ann- an hátt. Hjá þeim er allt þrifalegt og fágað, þar má ekki sjá rykkorn á neinu. Inni hjá þeim er allt eins gott og það getur verið, og þeir kaupa sér fín föt. En þeir eyða líka slnum peningum I föt, það er þeirra mælikvarði. Svona eru þjóðflokk- arnir og ættbálkarnir gífurlega mismunandi innbyrðis. Það er langt frá því, að svertingjar séu allir eins, það er eins mikill munur milli þeirra og tildæmis Frakka, Þjóð- verja og Englendinga, sem þó eru ærið ólíkir. Eg er hræddur um, að það væri erfitt með vinskapinn þeirra á milli innbyrðis, ef hvíti maðurinn væri ekki við stjórn. Þarna eru um 300 þúsund hvítir innflytjendur, sem komið hafa eftir síðara heimsstríð, og flestir eru fyr- irfram andvígir aðskilnaðarstefn- unni, þegar þeir koma. Ég þekki til dæmis einn, sem áður var þing- maður fyrir Skota. Hann sagði mér sjálfur, að hann hefði rifið mikinn kjaft á þinginu gegn apartheit. En þegar hann kom þarna, og sá hvern- ig allt er í pottinn búið, snerist honum algerlega hugur. — Svertingjavandamálin þarna eru sem sagt töluvert öðruvísi en til dæmis í Bandaríkjunum. — Bandaríkjasvertinginn h»fur búið í 300 ár í vestrænni menn- ingu. En meira en helmingur af svertingjunum í Suður-Afriku eru ennþá villimenn, sem núna fyrst eru að komast í snertingu við þá sömu menningu. Þar er líka sagt, að allir menn séu jafnir, en þrátt fyrir það á þessi aðskilnaður sér stað þar. Ég held, að Bandaríkjamenn, svart- ir og hvítir, beiti sjálfa sig blekk- ingu í þessu efni. En Búarnir segja aldrei eitt og meina annað. Það fer náttúrlega í taugarnar á pólitíkus- um, sem segja oftast annað en það sem þeir meina. Enda virðist vera hatur milli kynþátta í Bandaríkjun- um. Sjálfsagt vegna þess, að þar er sagt, að allir séu jafnir, en þegar á reynir, eru þeir það ekki. Það er alltaf affarasælla að viðurkenna staðreyndirnar. Annars eru þessi vandamál svo fráhverf Islenzkum hugsunarhætti, að það er engin von til, að hinn almenni landi geti skil- ið þessi mál til hlítar. Þó má benda á, að nokkur Ameríkanagrey eru hér úti á Keflavíkurflugvelli, afgirt- ir á miklu skepnulegri máta en svertingjarnir í Suður-Afríku eru nokkurn tíma beittir. — En hvernig er dagleg um- gengni hvítra og svartra? — Hún er yfirleitt snurðulaus. Svarti maðurinn viðurkennir, að hann sé hvíta manninum lægri. Það skapast kannski ekki það ástand, að það komi til vináttu milli hvítra og svartra, en umgengnin einkennist af kurteisi og gagnkvæmri virð- ingu. Það er að vísu til fólk þarna, sem er hrottalegt og skepnulegt við svertingjana, en það er eftirtektar- vert, að það er allt á því þroska- stigi, sem næst er svertingjunum. Hvítt fólk á sæmilegu menntastigi hagar sér ekki ótugtarlega við svertingjana. Annars er eignarréttarvitund svertingjanna vægast sagt furðuleg. Ef maður lónar svertingja eitthvað, peninga eða annað, er öruggt, að hann skilar því skilvíslega. En ef sami svertingi sér sér nokkurt færi á, er hann vís til að stela því sem hann mögulega getur. Það þykir honum ekkert tiltökumál. En sé honum lánað, tekur hann það mjög alvarlega. Þeir eru líka mjög harðgerðir. Einu sinni fékk svertingi múrstein í höfuðið af tíundu hæð úr bygg- ingu, sem hann var að vinna við. Viðstaddir voru allir vissir um, að hann væri steindauður. Nei, ekki aldeilis, eftir til þess að gera stutta stund, var Surtur farinn að vinna aftur af fullum krafti. í annað skipti varð svertingi fyrir námaslysi og slasaðist hroðalega; var allur meira og minna brotinn, annað augað sprakk út og annað eftir því. Það var álitið vonlaust að bjarga hon- um, en búið um hann þannig að hann fyndi sem minnst til. Þegar læknarnir og hjúkrunarfólkið hafði á aöeins þaö bezta skiliö VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.