Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 31

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 31
mfc sem skrífað var um Bítlana/' segir blaðafulltrúinn, Tony Barrew. „Bítlamir voru ekki annað en fjórir ósköp venjulegir almúgastrákar. Það var ekkert óvenjulegt við þá sjálfa. Ilins vegar voru þeir gæddir óvenjulegum hæfileikum. Þeir gátu liaft lygileg áhrif á áheyrendur sína. Einmitt það gerði þá vinsæla. Og Brian Epstein varð fyrstur til að koma auga á þetta. Ilann bar aldrei á móti því.“ Blaðamenn stóðu í biðröðum til að reyna að fá við- tal víð Bítlana. Þeir vissu, að ])að mátti ganga út frá ])ví sem vísu, að þeir mundu segja eitthvað skemmti- legt og óvenjulegt. Eitt sinn var Ringo að því spurður, hvers vegna hann gengi með svona marga hringa á fingrunum. Hann svaraði: „Af því að þeir komast ekki allir fyrir í nefinu á mér!“ „Það getur verið, að við höfum sagt nokkra brandara,“ seg'ir .John Lennon. „Enda. var þetta jú allt saman ein- tómt grín. En innst inni leið okkur alls ekki vel. Við vorum hræddir og taugaóstyrkir, hvort sem fólk trúir því eða ekki . . . “ Fjórtándi lcnfli AMERÍKA Bítlarnir hafa öðlazt meiri frægð en nokkrir aðrir einstaklingar. Og enginn skemmtikraftur hvorki fyrr né síðar hefur þénað jafn mikla peninga og þeir. Sigurganga þeirra hélt stöðugt áfram. T marz 196T kom út sjötta tveggialaga-platan þeirra, „Can*t Buy Me Love“. John og Paid höfðu samið lagið í flugvél- inni á leiðinni til Miami í febrúar. Platan komst strax í efsta sæli á vinsældalistanum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. TJm t.íma voru sex efstu lögin í Banda- ríkjunum öll leikin af Bítlunum. f sama mánuði hófst taka fyrstu kvikmyndar þeirra. Hún hlaut ekki nafn, fyrr en hún var næstum fullgerð, „A Hard T)ay‘s Night“. Það var Ringo, sem skírði hana. TTm sumarið fóru þeir í hljómleikaför, fvrst til Dan- merkur og HoIIands, en síðan til TTong TCong, Ástralíu og Nýja Sjálands. Þeir komu aftur til London 6. júlí til þess að vera viðstaddir frumsýningu á kvikmynd- inni ásamt Margréti prinsessu og Snowdon lávarði. 19. ágúst fóru þeir i fyrstu meiriháttar Ameríkuför sína. Hún stóð yfir í 32 daga og varð lengsta og arð- vænlegasta ferð, sem Bítlarnir hafa nokkurn tíma far- ið. Þeir ferðuðust alls 22.441 mílu og voru 60 klukku- stundir og 25 mínútur á flugi. Þeir heimsóttu 24 borg- ir í Bandaríkjunum og TCanada, og héldu alls 30 hljóm- leika. Norman Weiss, umboðsmaður þeirra í Ameríku, var hálft ár að undirbúa ferðalagið. „Við hefðum getað grætt miklu meira en við gerð- um,“ segir hann. „Það hefði verið óhætt að hafa að- gangseyri að hljómleikunum helmingi hærri. En Brian Epstein vildi það ekki. Honum fannst það ranglátt gagnvart aðdáendum Bítlanna. Elvis Presley hafði öðl- azt mestar vinsældir allra dægurlagasöngvara í Banda- ríkjunum. En eftir komu Bítlanna voru vinsældir hans hreinir smámunir." Surns staðar varð vart andúðar gegn Bítlunum. Plöt- ur þeirra voru brotnar opinberlega og ])ar fram eftir götunum. Bítlarnir skeyttu því engu. Þetta hafði gerzt oft áður. Samt varð sú spurning æ áleitnari, hvað það væri í raun og veru, sem ylli öllum þessum ósköpum, og hvenær blaðran mundi springa. Flestir bjuggust við því, þar á meðal Bítlarnir sjálfir, að einn góðan veður- dag yrði ævintýrið á enda. En sigurganga þeirra hélt stöðugt áfram, og spádómar af þessu tagi hafa ekki rætzt enn. ' N V 7 Þeiv flýðu til lítils sveitaþorps til að hvíja sia' í einn 'dag. Tbúar þorpsins voru svo elskulegir að lofa að láta þá í friði og lofa þeim að hvila sig, svo að beir gætu haldið áfram ferðalagi sínu. En um leið og þeir stigu upp í flugvélina að lokinni langþráðri hvíld, kom lög- reglustjóri þorpsins og fleiri ráðamenn marsérandi. Blaðafulltrúi Bítlanna, Derek Taylor, var sendur út til þess að spyrjast fvrir um, livað mönnunum væri á hönd- um. Þeir sögðust vilja eiginhandarundirskriftir Bítl- anna, og einnig vildu þeir fá að láta taka mynd af sér með þeim. Þeim fannst þeir eiga ])að skilið. af bví að þeir höfðu komið því til leiðar, að þorpsbúar létu Bítl- ana í friði! Þegar Bítlarnir voru í San Erancisco, kom milljóna- mæringur frá TCansas Citv til Brians og bað um, að Bítlarnir kæmu þangað lika og héldu þar hljómleika. Brian hristi höfuðið. Hann sagði, að nákvæm ferðaáætl- un hefði verið gerð, og elcki væri unnt að bæta við hljómleikum í öðrum borgum en ákveðið hefði verið. Milljónamæringurinn varð mjög leiður yfir ]>essu. TTann kvaðst hafa lofað íbúum TCansas City, að Bítlarnir kænm þangað. Hann spurði, hvort 100.000 dollarar mundu nokkru breyta. Brian kvaðst verða að leggja slíkt tilboð fyrir Bítlana sjálfa. „Þeir sátu og voru að spila á spil, þegar ég kom til þeirra. Þeir litu ekki einu sinni upp, þegar ég nefndi upphæðina, sem í boði væri, 100.000 dollara. Þú ræð- ur því, sögðu þeir við mig og héldu áfram að spila." Brian fór aftur til milljónamæringsins og sagði, að því miður gæti ekki orðið af þessu. En milljónamær- ingurinn var ekki á því að gefa sig. Hann kvaðst ekki geta farið aftur heim, án ])ess að Bítlarnir kæmu með honum. ITann skrifaði ávísun upp á 150.000 dollara og rétti Brian liana. Þetta voru hæstu laun, sem nokkrum listamanni höfðu verið boðin í Bandaríkjunum. Hann bauð þeim 50.000 pund fyrir aðeins 35 mínútur! Brian stóðst ekki freistinguna og tók boðinu. Hann sá í hendi sinni, að þetta nnindi verða ómetanleg auglýsing. Þegar hann kom aftur til Bítlanna og sagði þeim tíð- indin, voru þeir enn að spila og litu ekki einu sinni upp. Jú, annars, Paul leit upp, en bara til að kíkja á spilin hjá Ringó! VIKAN—AFiMÆLTSBLAÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.