Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 65

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 65
OPAL 30 denier GOLDSTRIPE sokkarnir fara sigurför um landiS, vegna frábærra gæða. OPAL sokkarnir eru framleiddir af stærstu sekkaverksmiSju Vestur-Þýzkalands, úr fyrsta flokks perlonþræSi. BeriS saman verS og gæSi OPAL sokkanna viS aSra sokka, og þér munuS sannfærast um, aS OPAL sokkarnir eru beztu fáanlegu sokkarnir á markaSnum. OPAL sokkarnir eru framleiddir í tízkulitun- um: Jasmin, Inka og Roma. OPAL sokkarnir eru fáanlegir í 20, 30 og 60 denier. OPAL - OPAL - OPAL - OPAL - OPAL - OPAL inkaumboSsmenn fyrir OPAL Textilwerke G.m.h. Horstmar/Westfalen. Kp. Þorvaldsson & Co. helldverzlun |j Grettisgötu 6 - Símar: 24730, 24478, 23165. V_________________________________________________________________________________________ ósjálfrátt á hann með undrunarsvip. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hafði heyrt frænda sinn tala af tilfinningu. En þá kom hon- um í hug að hann hafði einhvern tíma heyrt sitthvað um að Soam- es hafði verið kvæntur og að konan hafi hlaupið frá honum. Hann minntist þess að faðir hans hafði kallað hana nöfnum, sem menn yfirleitt sögðu ekki upphátt. Það var aldrei talað um þann atburð, innan fjölskyldunnar. — Nei, það eina rétta er að leysa þennan hnút strax, í eitt skipti fyrir öll, bætti Soames við. Þessi orð höfðu nokkur áhrif á Val. f fyrsta lagi komst hann að því að heimurinn snerist ekki eingöngu um hann einan. Hann hafði sagt við móður sína að hann skvidi gera allt sem hann gæti fyrir hana, en nú bætti hann við, dálítið hikandi: — Ég ætla að borða úti í kvöld. . . . Og þótt þetta væri síðasta kvöldið, áður en hann færi til Oxford, varð Winifred fegin því að hann ætlaði út. Hún hafði ekki þrek til að tala um þetta ástand við hann.... Kvöld nokkurt fór Soames að heiman, í erindi sem hann vissi að krafðist meiri varfærni en hann hafði nokkru sinni þurft að við- hafa. Hann valdi kvöldið til þess, sumpart vegna þess að þá voru frekari líkur til þess að Irene væri heima, og sumpart vegna þess að hann treysti betur sjálfum sér í rökkri; yrði ekki eins kjark- mikill í dagsbirtu. Soames var skrælþurr í munninum og hjartað hamaðist í brjósti hans, þegar hann gekk upp stigann. Hann heyrði á leiðinni upp að Irene var að spila á hljóðfærið. . . . — Nafn mitt er Forsyte, sagði hann við stúlkuna, sem kom til dyra. — Frúin á von á mér.... Þetta var bragð, sem honum datt í hug. Irene myndi þá kannski halda að þetta væri Jo. Þegar stúlkan var farin inn og hann beið einn í litla anddyrinu, fannst honum eins og höfuð hans væri tómt. Ætti ég að fara úr frakkanum? Honum fannst það hlægilegt að þetta var eina hugsun- in sem komst að hjá honum. Svo opnaði stúlkan dyrnar. Irene hafði staðið upp, en hélt enn- þá höndunum á hljómborðinu. Þegar hún sá hver þetta var, greip hún ósjálfrátt eftir stoð, svo það heyrðist ískrandi, falskur hljómur frá hljóðfærinu. Hún var í svörtum, flegnum kjól. Soames minntist þess ekki að hafa séð hana svartklædda áður, og hann hugsaði: Skrýtið að hún skuli vera uppábúin, þótt hún ætli sýnilega ekki út. — Ert það þú? hvíslaði hún. Aftur og aftur hafði Soames undirbúið í huganum hvað hann ætlaði að segja, en það kom ekki að neinu gagni, hann varð hrein- lega mállaus. Aldrei hafði það hvarflað að honum að það yrði svona áhrifaríkt að hitta aftur þessa konu, konuna sem hann eitt sinn þráði svo mjög, og sem hann gat ekki eignazt, þótt hann væri kvæntur henni, hún var jafn töfrandi nú, eftir tólf ár. ■— Já, það er ef til vill undarlegt að ég skuli koma til þín, sagði hann, þegar hann loksins fékk málið. — Ég vona að þér líði vel. — Já, takk. Viltu ekki fá þér sæti? Hann settist á brúnina á stólnum sem næstur stóð. -— Þú hefur ekkert breytzt. ... Ekki það? Hvað er þér á höndum? — Ég þarf að tala við þig. — Jo frændi þinn hefur sagt mér hvað það er sem þú óskar eftir, og ég vil gjarnan skilja löglega við þig. Það hef ég alltaf viljað. Soames sagði biturlega: Þá vildir þú kannski gjöra svo vel að veita mér þær upplýsingar, sem ég þarf á að halda, laganna vegna? — Ég get ekkert sagt þér annað en það sem þú þegar hefur fengið að vita gegnum Jo. Soames horfði aftur rannsakandi á hana. Hvað ytra útlit snerti var hún jafnvel ennþá fegurri en áður, hún var svolítið holdugri. En hún hafði örugglega tekið miklum sinnaskiptum. Nú var hún í sókn, í stað þess að vera í þögulli andstöðu, eins og áður. Þetta var auðvitað því að kenna að Jolyon frændi hans hafði arfleitt hana að þessum peningum, það gerði hana sjálfstæðari, hugsaði hann reiðilega. Hún mætti augnaráði hans, án þess að blikna. En hve augu henn- ar voru skær og fögur. Soames varð einhvern veginn undarlegur innanbrjósts, þótt honum væri ljóst að hann ætti að hata hana. — Áttu við að þú hafir ekki haft nein afskipti af karlmönnum, síðan þú yfirgafst mig? — Engin, sagði Irene, og var fastmælt. — Ef þú vilt fá skilnað, verður þú sjálfur að leggja til nauðsynleg gögn. VIKAN—AFMÆLISBLAÐ Ö5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.