Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 49
— Þú hefur sýnt eitthvað af
þessum myndum.
— Ég sendi sex þeirra til Vínar-
borgar í fyrra, á alþjóða karríkatúr-
sýningu. Utanríkisráðuneytið hér
fékk beiðni að utan um að hafa
milligöngu um framlag frá íslandi.
Annars hafa þessar myndir hvergi
komið fram.
— Fleira, sem fáir vita?
— Ég teikna mikið af manna-
myndum eftir pöntun. Það er mikið
um, að fólk biðji mig að teikna
krakkana sína. Það er vinna, en
ekki hobbý. Og svo þykir mér allt-
af gaman að mála, þegar ég er í
stuði, og þá er ég ekkert að spekú-
lera í hvort einhver kaupir eða
ekki.
— Eru það þá mannamyndir?
— Nei, þegar ég móla fyrir sjálf-
an mig, eru það venjulega hesta-
myndir. Það er eins og þetta sé
kækur hjá mér, ósjálfráð hreyfing!
— Hefur þetta aldrei stangazt á,
vinnan og hobbýið?
— Jú, oft er það nú. Það er hel-
víti hart að þurfa að hætta að mála
mynd, til að sinna brauðstritinu. Jú,
það getur verið býsna erfitt. Og það
gengur út yfir bæði verkin. Þó
hættir manni til að flaustra því af,
sem maður verður að gera, til að
komast aftur í hitt. Og þá er það
búið að spilla fyrir, svo maður ó
erfitt með að komast aftur af stað.
Það tekur alltaf dálítinn tíma að
komast inn í myndina aftur, komast
í snertingu við hana og verða þátt-
takandi í henni. Kannski kemur það
aldrei aftur. Það fer eftir því, hvern-
ig myndin er. Ég hef enga fasta að-
ferð við að mála mynd. Stundum
rubba ég myndinni upp í einum
hvelli og ef ég er ekki alltof
óánægður með hana, jafnvel dálít-
ið ánægður, þó hætti ég. En stund-
um þarf að vinna þær mjög mikið.
En mér þykir alltaf bezt að gera
það ! stuðinu, ekki bíða í nokkra
daga og byrja þá aftur. Annars er
mjög gott, þsgar maður hættir á
kvöldin, að hætta þegar maður á
eitthvað eftir. Þá er verkefni eftir,
til þess að komast inn í morguninn
eftir.
— Og þú hefur sem sagt þá
sjálfsstjórn að geta það.
— Ég reyni það. En það er oft
slæmt að slíta sig frá því.
— Það kemur þá ekki fyrir þig
að gleyma að fara í bólið, af því
að þú ert með mynd?
— Fara í bólið? Ja — jú, það
kemur fyrir. Annars var það meira,
meðan ég hafði vinnustofuna hér
inni, áður en ég byggði skúrinn. Þá
var ég oft að dunda fram eftir öllu.
En eftir að ég flutti út, er vinnu-
tíminn meira afmarkaður. Þó kem-
ur fyrir, að ég fer út á kvöldin og
er svolítið frameftir.
— Hvað áttu af börnum?
— Þrjú. Elzta dóttirin, Halldóra,
er í Handíðaskólanum, á síðasta
vetri í teiknikennaranámi, strákur-
inn, Pétur, 16 ára, er í landsprófs-
bekk, og Ágústa, 14 ára, er f
Hlíðaskólanum.
— Ég sé að þarna er píano. Þú
MEIK MVJING I0YLBN CHINGHILLA
UMBOÐSMENN: ÁGÚST ÁRMANN H.F. SÍMI 22100
V___________________________________________
Vjð hö.'um nú tekið að okkur umboð fyrir ROYLON
sokkaverksmiðjurnar í Austurríki.
Þeir hafa mjög víðtæka sölu og dreifingu á mörgum
garðum af sokkum og sokkabuxum. ROYLON er viður-
kennd gæðavara.
Athygiisverðasta nýjungin frá ROYLON eru sokkar og
sckkabuxur úr CHiNCHiLLA teygjuþræði, sem er mjög
sterkur og teygjanlegur nælon-þráður.
ROYLON-CHINCHILLA sokkar og sokkabuxur eru þess
vegna mjög rtarkar og teygjanlegar, og hafa sömu áferð
cins og nælon.
ROYLCN ChimVlta snkkar cg sokkabuxur fást nú þeg-
ar allvíða, cg nýjar birgðir eru væntanlegar iljótlegar.
hefur kannski smitazt af Rögnvaldi,
meðan þú varst í sambýli við hann.
— Það hefur alltaf verið músik
ó mínu heimili. Pabbi var góður
söngmaður, og afi hans var Pétur
Guðjohnsen, organisti. Ég hef alltaf
haft gaman af músík, og ekki versn-
aði það í þriggja óra sambúð við
Rögnvald.
— Spilarðu sjálfur?
— Nei. Þekki nóturnar. Ég byrj-
aði þrisvar sinnum á píanóskóla
Hornemans, og hætti alltaf á sama
stað. Konan mín spilar töluvert. Hún
var góður píanisti, þegar við gift-
um okkur, en svo hætti hún alveg,
og það er rétt núna upp á síðk i i3
sem hún er að byrja á því altci
Hún hélt víst, að ég væri svo mú;?
alskur, að hún þorði ekki að löla
mig heyra til sín.
— Nú ert þú einn af sárafáum
listamönnum (slenzkum, sem hefur
lifað eingöngu af listinni
— Hvað meinarðu? Að ég hafi
ekki lifað af styrkjum, eða ?
— Ég meina, að þij nefur aldrei
verið á togara, fulltrúi í banka eða
afgreiðslumaður í búð.
— Já. Ég hef verið svo heppinn
að hafa alltaf nóg að gera og
geta lifað alveg af þessu, og satt
að segja hefur mér aldrei dottið
neitt annað í hug.
Það er komið fram á hádegi og
morgunkaffið er í þann veginn að
ná saman við hádegismatinn. Við
göngum út ( „skúrinn", vinnustof-
una sem Halldór hefur reist, þar
sem aðrir byggja bílskúr. Þar eru
málverk með öllum veggjum og á
trönum á miðju gólfi ófullgerð
mynd af frú Dóru Þórhallsdóttur.
I skúrnum hjá Halldóri væri hægt
að una sér lengi. Hann sýnir mér
mannamyndirnar, sem hann hefur
teiknað eftir sjónvarpinu, þær
skipta tugum. Og hérna uppi við
veginn er altaristafla, sem hann er
að vinna að. En orðin duga
skammt, og þess vegna, lesendur
góðir, færum við ykkur sýnishorn af
list Halldórs Péturssonar hér ! þessu
afmælisblaði, og vonandi eruð þið
einhvers vísari eftir en áður um
teiknarann, mciarann og manninn
Halldór Pétursson..
☆
Eftir eyranu
Framhald af bls. 23.
Miklu lengri. Og þá er eftir að
reikna með þann tíma, þegar við
stöndum á hljómsveitarpallinum
— og það getur alveg eins ver-
ið einhvers staðar uppi í sveit,
einkum um helgar, og stöðug
ferðalög og flakk geta verið
þreytandi. Samt sem áður þýðir
ekki að hugsa svoleiðis, ef mað-
ur á annað borð vill vera í þess-
um bíssness. Og það verð ég að
segja, að ekki gæti ég hugsað
mér annað starf. Söngurinn er
mér allt.
— Undirbúningurinn fyrir
nýju plótuna hefur sjálfsagt tek-
ið sinn tíma?
— Já, við vorum marga daga
að æfa eitt einasta lag. Þetta var
mjög erfitt oft og sérstaklega
fyrir mig, því að íslenzkan háir
mér töluvert. En strákarnir
misstu aldrei þolinmæðina við
að leiðrétta mig, ef ég sagði eða
gerði eitthvað vitlaust. Eg á
stundum mjög erfitt með að
segja það sem mér býr í brjósti,
— stundum þarf ég að leita lengi
að orðunum, og oft er ég búin
að grípa til enskunnar, áður en
ég veit af!
— Hvað syngurðu í mörgum
lögum á plötunni?
— E'g syng ein í fjórum lög-
um, en er svo með samsöng í
flestum hinna.
—■ Hvert er þitt eftirlætislag
á plötunni?
—- Það er lag, sem Dionne
Warwick hefur sungið og heitir
„Windows of the world“. En ég
vil taka það fram, að það er
ekki vegna þess að ég sjálf syng
það! Mér finnst bara þetta lag
persónulega fallegast.
— Hvernig músik finnst þér
skemmtilegust?
— Soul. Mér finnst ég ná bezt-
um tökum á soul músikinni. Mér
finnst líka gaman að pop og jazz
músik. Mér finnst líka gaman að
hlusta á píanómúsik og yfirleitt
alla músik — nema óperusöng.
Það þoli ég ekki.
— Og eftirlætissöngkonur?
—- Æ, þetta er erfið spurning.
Kannski Aretha Franklin. Það
er svo erfitt að tína eina úr af
svo mörgum. Það er endalaus
runa af nöfnum, sem kemur í
kollinn á manni. Samt eru flest
þessi nöfn á sömu línunni: soul-
músik söngvarar.
Erlingur er farinn að ókyrrast
í sæti sínu og nú kemur kaffi-
bollinn hans loksins á borðið.
— Ég verð víst að skilja þenn-
an blessaða bolla eftir, segir
hann vandræðalega. Klukkan
er... .
Ég þakka Shady fyrir spjall-
ið.
— Hvaða mynd á að sjá?
— Blow up. Hún er í bíói
hérna rétt hjá. Ég bað Erling að
koma með mér, því að ég er dá-
VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 49