Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 39
— Hver djöfullinn ert þú? spurði hann, en án illgirni. — Þetta er einkaeign og bátaleigan hefur enrt ekki verið opnuð, og það er komið fram yfir þann tíma dagsins sem heiðarlegir gestir koma. Hvern fjandann viltu? Hann var á sextugsaldri, rjóður í framan og eftir því, sem ég bezt gat séð í þessari daufu skímu, með hrokkið hár og brotið hnefaleikara- nef. Hann var lotinn í öxlum, en það leyndi sér ekki að þar bjó enn mikill þróttur. Ég hefði ekki viljað lenda í átökum við þennan mann. — Ertu Jack Mulligan? spurði ég. — Það er ég. — Ég heíti John Camber, ég bý í Felton. — Camber. Hvað get ég gert fyr- ir þig? — Leigirðu báta? — Þegar þair að kemur — Ég þarf að fá bát í nótt — með tíu hestafia utanborðsvél. — Þú ert að gera að gamni þínu. Snjóhvítar og fullkomnar, falskar tennur glitruðu í myrkrinu. — Ég er að hreinsa og mála núna, en ég er ekki farinn að leigja neitt. Leig- an opnar fimmtánda maí og þegar þar að kemur leigir hún báta fró sex til sex. Og ég get sagt þér það, Camber að ég leigi ekki báta til tunglskinssiglingar eða næturveiða. Áin er ekki fýsileg til að vera á ferli á nóttunni, hvað þá þegar komið er ofan á Engið. Væri það gáfulegt af mér að leigja mönnum báta á nóttunni fyrir þá vesælu sex dollara, sem ég tek á dag fyrir bát- inn? Engið sem hann talaði um var ekki grösugt haglendi, heldur gríð- armikið fenjaflæmi, svo skipti þús- undum hektara. Það byrjaði nokkr- um mílum sunnar, þar sem við vor- um nú; staddir, þar sem Overpeck Creek rennur út í Hackensack River og teygir sig svo alla leiðina suður til Newark Bay. Þetta gríðarmikla fenjaflæmi er ekki meira en fjórar mílur, beina loftlínu frá Fifth Aven- ue í New York og í góðu skyggni sást út í miðju feninu turninn á Empire State Building gnæfa upp ( himininn. En þó fenið se svona ná- lægt New York City, er það ennþá villt og autt, og þótt þetta lands- svæði gæti verið verðmætasta land ( heiminum hefur enginn enn reynt að þurrka það upp og gera það að byggingalandi. Um þennan fenjaflóa liggja vog- ar og þröngar lænur, en að öðru leyti er engið þakið hávöxnu fenja- grasi, sem gersamlega ómögulegt er að brjótast ( gegnum og það vex upp úr límkenndu slími, sem er hreinasta kviksyndi um fjöru, en á flóði undir nokkrum þumlungum af vatni. Hackensack River rennur í gegnum þetta fenjasvæði eftir læn- um og sitrum og rennur loks út ( hafið efst í New York flóanum, en mest allt þetta fenjasvæði er undir óraskanlegum yfirráðum snóka, sjó- fugla og sporðdreka. Ég hafði nokkrum sinnum farið niður í aðal- sundið til að veiða, en veiðin var ireg og sumarloftið heitt og kæf- andi yfir grunnu vatninu oq allur staðurinn drungalegur og eyðilegur. Ég gat ekki annað en verið sam- mála Mulligan. — Það kann að vera, sagði ég. — En ég verð að fá bát. — Hversvegna? — Ég get ekki sagt þér hvers- vegna. — Hvað er að þér félagi. Ertu í einhverskonar vanda eða ertu að reyna að verða þér úti um vanda? — Ég er í vanda, sagði ég. — Ég er í óskaplegum vanda. Ég verð að fá bát. — Þú færð hann ekki hjá mér. Ég skal segja þér, að mér þykir gott að gera viðskiptavinum mínum til geðs, en beiðni af þessu tagi er ómöguleg. Ég hef ekki opnað leig- una ennþá og það er nótt. Setjum svo að þú strandir bátnum eða týn- ir honum — eða kannsits að þú og báturinn týnist saman. Ég tapa bátn- um, ég tapa mótornum og ég lendi í útistöðum við lögregluna. Gerðu mér þann greiða að gleyma þessu. Bátarnir mínir eru hvort sem er ekki tilbúnir í svona ferðir. — Herra Mulligan, sagði ég. — Ég þarf að fá bát. Það er um líf og dauða að tefla. Ég skal borga tutt- ugu og fimm dollara, fimmtíu doll- ara, hvað sem þú vilt. Ég verð bara að fá bát. Hann starði hugsi á mig lengi, svo hristi hann höfuðið. — Nei, ég get það ekki, herra Camber. Fimmtíu dollarar eru mikl- ir peningar, herra Camber, en ég get þeíta ekki. Hann ætlaði að fara að leggja af stað í burtu en ég þreif í handlegg hans; hann var harður og þver; ég sagði harður og skipandi: — Ertu kvæntur, herra Mulligan? — Hvern fjandann kemur það þessu við? — Áttu börn. — Heyrðu mig — farðu. Ég vil ekki tala um þetta lengur. — Segðu mér bara, áttu börn? — Ég á börn, sagði hann reiði- lega. — Jæja, ég á eitt barn — litla stúlku, fjögurra og hálfs árs. Hún heitir Pollý. Konan mín getur aldrei eignazt annað barn. Aldrei. Barninu mínu hefur verið rænt. Fyrir tveim- ur eða þremur klukkustundum, og bað er þessvegna sem ég þarf að fá bát — vegna þess að það er eini möguleikinn til þess að ég finni barnið mitt nokkru sinni framar. Svo þú mátt ekki vísa mér burtu. Ég skal leggjast á hnén og grátbiðja þig ef ég þarf, en bátinn verð ég að fá. Hann horfði á mig stundarkorn og svo sagði hann: — Komdu innfyrir, við skulum tala um þetta. Hann gekk á undan að litla hús- inu, sem ekki var annað en kofi, eitt herbergi, krökkt af vélum og vélarhlutum, borð í einu horninu með bókum og blöðum. Hann gaf mér merki með höfuðhnykk um að setjast, svo opnaði hann lítinn ís- skáp, tók út úr honum tvær bjór- dósir og opnaði þær. Ég hristi höfuðið. — Drekktu, sagði hann. — Þér líður betur með bjór í vömbinni. Ég dró ekkert undan. Þegar ég hafði einu sinni rofið innsigli þagn- arinnar, sem við Alísa höfum lokað öllu með, var enginn ástæða til að dyija neitt fyrir honum; og ég vissi það eitt, að nema ég fengi bátinn var öllu lokið. Pollý þar á meðal. Mulligan hlustaði, gaut á mig blóð- hlaupnum, gráum augum, rautt and- litið órætt og sviplaust. Þegar ég hafði lokið mér af, kinkaði hann kolli og sagði; — Þú hefur aldeilis komið þér í klípu, Camber. Ég kinkaði kolli. — Og þetta hefur allt saman komið beint fyrir bringspjalirnar á þér Heiðarlegur borgari með góða konu og fallegt barn og nú ertu upp að eyrum ( bardaga við atvinnu- glæpamenn. Þú hefur aldrei staðið í ströngu við slíka náunga áður, er það? Ég hristi höfuðið. — Auðvitað ekki. Og þeir snúa þér eins og skopparakringlu. Segðu mér nokkuð, Camber. Hversvegna ferðu ekki til lögreglunnar? Hún er kannski ekki eins og skátarnir segja að hún sé, en þeir hafa nú ýmis úrræði ( sínum fórum. — Vegna þess að okkur Alísu finnst að Montez myndi drepa Pollý ef við gerum eitthvað af því tagi. — Jæja? En þú skalt horfast ( augu við staðreyndirnar, Camber. Þeir ætla að drepa barnið þitt, hvort sem er. Það er þungamiðjan í þessu öllu. Það er sama refsingin hvort sem hinn rændi lifir eða deyr. Og barnið, sem rænt hefur verið, er vitni númer eitt. — Þeir hafa ekki drepið hana enn. Hvað getum við annað gert, herra Mulligan? Ef það er einn möguleiki móti þúsund til að við fáum Pollý út úr þessu lifandi verð- um við að taka hann. Skilurðu það ekki? — Ef maður lítur þannig á það. — Hvernig myndir þú líta á það? — Gallinn við þig Camber er sá að þú ert heiðarlegur viðskiptavin- ur í heimi þorpara. Þorpararnir fara ekki eftir neinum reglum og sam- vizkan lætur þá f friði. Þú hefur ramvizku. Þú elskar konuna þína, þú elskar barnið þitt og þú vilt að hún elski þig. Þú vilt ekki gera neinum neitt og þegar þú kveikir á sjónvarpinu þínu, tryggir það þig í þínu líferni, því þú horfir ævinlega á lögregluna sigra og þú segir við sjálfan þig, að þetta sé heimur lög- reglunnar — og réttlætisins. Það er ekki svo og þú verður að fullorðn- ast æði skjótlega til að trúa þv(. Þeir segja í sjónvarpinu að þorp- arinn hljóti að tapa. Það er lýgi. Taparinn tapar, þessvegna er hann tapari. í flestum tilfellum er það þorparinn, sem fer með feita bit- ann. — Og ég er taparinn? — Þú tapar alltaf, Camber. Þú Framhald á bls. 50. s - --------------N FRAMHALDSSAGAN 10. HLUTI EFTIR E. V. CUNNINGHAM - TEIKNING BALTASAR L___________________________________J VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.