Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 15
Á LITLUM BÁTI í LYGNU VATNI Eg les Vikuna með ánægju að staðaldri og hef séð, að margir senda þér drauma sína til ráðningar. Þannig er, að ég hef ver- ið í nánu sambandi við mann um árabil, en fyrir nokkru slitnaði upp úr kunningsskap okkar, og nú er hann giftur. Mig dreym- ir mjög sjaldan, en fyrir skömmu dreymdi mig skýran draum. É'g var á báti í fremur grunnu vatni, svo að sást greinilega til botns. Spöl- korn framundan þóttist ég vita, að væri mikið dýpi, því að þar var vatnið blá- grænt. Stillilogn var, en ekki sólskin og mér fannst, að nokkuð væri liðið á daginn. Ég stefndi bátnum í átt að djúpinu. Allt í einu varð ég þess vör, að þessi maður var á móts við bát- inn vinstra megin, og náði vatnið honum í mitti. Hann óð samhliða bátnum; síð- an nálgaðist hann bátinn og ætlaði upp í hann á móts við mig, þar sem ég sat í þóftunni. Eg óttaðist, að bátnum mundi hvolfa við það og sagði: „Farðu upp í að aftan, svo að bátnum hvolfi ekki.‘ Fór hann þá að skut bátsins, og mér fannst hann fara þar upp í. Draumurinn varð ekki lengri. Með kærri þökk fyrir væntanlega ráðningu. A. B. Þessi draumur er Hk- lega fyrir því, að koma mun í Ijós síðar, að enn eru kærleikar með þér og þessum manni, þótt ein- hverra hluta vegna slitn- aði upp úr kunningsskap ykkar. En þar sem hann er nú kvæntur, óttast þú að sjálfsögðu, að „bátnum hvolfi“, ef aftur kemst á sambantl milli ykkar. Þess vegna biður þú hann „að fara upp í að aftan“. Þeg- ar menn dreymir, að þeir séu á báti í góðu veðri og lygnu vatni, boðar það venjulega, að vel rætist úr málcfnum þeirra. Það er því ekki óhugsandi, að senn dragi til tíðinda í einkamálum þínum, hvort sem það verður þessi mað- ur eða einhver annar, sem kemur þar við sögu. KRISTALSKÁL í KLÆÐASKÁP Vinsamlega ráðið fyrir mig eftirfarandi draum: Mig dreymir, að ég sé staddur í stofunni heima hjá mér, og það er afmæl- isboð. Mér líður hálf illa, því að ég veit ekki til, að neinn i minni fjölskyidu eigi afmæli. Samt streyma vinir minir og ættingjar til mín og óska mér og konu minni til hamingju með daginn. Sumir færa okkur gjafir, og þær eru allar mjög dýrmætar. Mér finnst þetta því einkennilegra, þar sem flestir ættingjar mínir og ég sjálfur erum almúgafólk og lítt efnum búin. Gjafirnar, sem okkur hjónum eru færðar, eru rándýrir skartgripir með demöntum, munir úr krist- al, málverk og ritsöfn frægra höfunda í skinn- bandi með áletrunum úr skíragulli. Mér finnst þetta afar einkennilegt og botna hvorki upp né niður í því. Skyndilega segir mágur minn: „Þú gleymir dýrmætustu gjöfinni! Hún er inni í klæðaskápnum hennar móður þinnar sálugu.“ (Eg vil skjóta því hér inn í, að ég á gamlan klæðaskáp, sem móðir mín átti. Hann stendur í svefn- herberginu okkar). Eg rýk inn í svefnher- bergið og allir gestirnir á eftir mér. Bg opna klæða- skápinn og þar stendur þá í hillu, sem er efst, glitr- andi kristalsskál. „Það er eitthvað í henni,“ segir einn. „Súptu á henni,“ segir annar. Sg tek skálina og sýp á henni, en kemst þá að raun um, að það er blávatn í henni. Ég spýtti því út úr mér, og allir fara að skellihlæja. Framhald á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.