Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 59

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 59
Hún neyddi fram bros, var enn að nudda á sér barminn og hvæsti ofurlítið um leið og hún andaði. Hraust stúlka! sagði Robert. Það er ekkert að yður? —■ Ég hefi aldrei á ævinni, sagði hún veiklulega en stolt, — fengið neitt sem er svona ná- kvæmlega — rétt. Robert gekk til hennar. Hann sá að hún var ennþá með nýjasta tilraunamódelið undir vinnu- sloppnum. Feimnislega lyfti hann hægri vísifingri. — Má ég . .. .? Hún kinkaði kolli og dró andann djúpt. Robert starði á hana, heillaður. Svo teygði hann fram höndina og kleip. Hann kleip aftur. Við hlið hans hló Doktor Zimmerman lágum, ánægjulegum hlátri. Hér varð enginn galli fundinn. Robert var eins og himinfall- inn. Auðvitað átti hann að vita að þetta væri hægt, en að sjá það svona með sínum eigin aug- um, að vita að hann hefði náð sínu takmarki, nei það var of mikið, það var yfirþyrmandi. Heimurinn mundi lengi muna þann sigur, sem hér hafði náðst í dag. Hógværlega og fullur virðing; ar sagði Robert: — Hvílið yður, Doktor. Á morgun myndi hann hafa nógan tíma til að skipuleggja fjöldaframleiðslu. Og eftir það myndu hinir miklu dagar hefj- ast. Allt hans líf myndi breytast fá nýja meiningu. Heimurinn sjá nýjan Robert Blossom. — Harriet, hugsaði hann hlý- lega, — myndi aldeilis verða undrandi. 11. Hávaðinn innan úr húsinu var óvanalegur að styrk og eðli. Harriet hafði ekki komið á óvart að heyra tónlist af plötuspilara Roberts. Hún var að koma heim úr verzlunarferð ofan í borgina og var seinni heldur en hún hefði átt að vera, vegna þess að hún hafði rekizt á ýmsa hluti, sem voru í sannleika sagt kjara- kaup og svo hafði hún reikað of lengi um Oxford Street og lent í umferðarþvögunni um kvöldið og gert það eina skynsamlega að setjast inn á veitingahús og fá sér kaffi og kökur, þar til mann- flóðið hefði sjatnað á götunum aftur. Nei, henni hefði ekki kom- ið á óvart, þótt hún hefði komið að honum, þar sem hann hefði setið og hlustað á plöturnar sín- ar eða jafnvel með uppbrettar ermar að æfa einhverja hljóm- sveitina með hálfan huga við það sem hann var að gera og hinn helminginn við það hvað hefði orðið af konunni. En hún undraðist tónlistina, sem hún heyrði. Það var ekki um að vill- ast, þetta var pophljómsveit í fullum gangi. Og hún heyrði líka háværar raddir og skræki eins og partí væri í fullum gangi. Hún flýtti sér inn. Þjónn kom á móti henni yfir anddyrið. - - Gott kvöld, frú. — Hafið þér boðskort? Harriet lagði frá sér pinklana neðan við stigann og steig inn í setustofuna. Hún líktist ekki lengur hennar eigin heimili. Pop- hljómsveitin hamaðist í einu horninu og ekki sást í meira en svosem ferfet af gólfteppinu. Það klingdi í glösum og hláturinn ólgaði eins og kampavínið. Og Robert lá á bakinu í miðri stofunni. Harriet greip andann á lofti. Áður en hún gat þotið til að gá hvað var að, lyfti Robert fullu vínglasi og setti það á enni sér. Svo byrjaði hann að reyna að fikra sig á fætur, án þess að missa úr glasinu. Uppi yfir honum stóð Ambrose og brosti með aðdáun og eignar- vitund. Harriet greip andann á lofti aftur. Þjónninn tók um olnbogann á henni, kurteislega en ákveðið. — Ég á við, sagði hann. — Eruð þér með einhverjum? Harriet benti eins og í leiðslu: — Þessum tveimur. Þónninn rétti henni glas. Hún reyndi að ná athygli Ambrose yfir Robert, sem enn iðaði með glasið á enninu. Hvað í ósköpun- um var hann að gera? Var hann að reyna að skemma allt? Hann hlaut að vera drukkinn - svo drukkinn að hann gæti eyði- lagt allt, sem þau höfðu byggt upp af svo miklum unaði og ná- kvæmni. Robert var nú kominn upp á hnén. Gestirnir í kringum hann fóru að telja upp að tíu. Einn PIRA-SYSTEM HIN FRÁBÆRA NÝJA H1LLUSAMSTÆ3A ER í SENN HAGKVÆM OG ÖDÝR Það er ekki margt, sem hefur lækkað í verði að undanförnu. Það liafa PIRA hillusamstæðurnar gert sökuin hagræð- ingar og verðlækkunar i innkaupi. Nefn- ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Odýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnaherbergi, í vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið. Sjáið myndina hér; þar er skipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstæður geta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aulcið notagildi íbúðarinnar. PIllA hillusamslæðurnar eru lausn nútímans. HÚS OO SKIP hf. Ármúla 5 — Sími 84415—84416. HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR VIICAN—AFMÆLISBLAÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.