Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 30
var frá skemmtuninni og er talið, að 15 milljónir manna hafi horft á dagskrána. Argyll Street, þar sem Palladium er, var troðfullt af Bítlaaðdáendum. Þeir höfðu byrjað að standa þar snemma um morguninn. Blaðamenn og Ijósmyndarar voru út um allt. Það var ekki nokkur leið að komast að bakdyrunum, þar sem gengið er inn á sviðið. Við dyrnar voru einnig gjafir í hrúgum og símskeyti í búnkum. Lögreglan var ekki viðbúin þessu og varð að gefast upp við að reyna að stilla til friðar. Bítlunum tókst að komast heilu og höldnu inn í Palladium snemma um daginn, enda var mannfjöld- inn þá ekki eins mikill og hann varð síðar. Þeir ætluðu að æfa sig, áður en skemmtunin hæfist. En það var vonlaust verk. Þeir heyrðu varla í sjálfum sér, því að mannfjöldinn fyrir utan öskraði látlaust. Það gekk ekki vel, þegar Bítlarnir þurftu að komast út í bíl sinn að skemtuninni lokinni. Lögreglan hafði ætlað að leika á mannfjöldann og lét færa bílinn þeirra á bak við húsið. En svo illa tókst til, að þeim láðist að láta Bítl- ana sjálfa vita um þetta. Þegar þeir komu út á göt- una sáu þeir hvergi bílinn, og urðu að ganga langa leið til þess að finna hann. Það munaði mjóu, að þeir yrðu troðnir undir af óðum aðdáendum sínum. Þeir sluppu rétt naumlega inn í bílinn og áttum fótum fjör að launa. Blöðin sögðu ítarlega frá þessum óvenjulega atburði. Þess var hvergi getið, hvort Bítlarnir hefðu leikið vel eða illa, heldur aðeins rætt um þá ringulreið, sem þeir hefðu valdið. „Upp frá þessum degi gjörbreyttist starf mitt,“ seg- ir blaðafulltrúi Bítlanna, Tony Barrow. „1 sex mánuði hafði ég þurft að ganga á milli blaðanna og reyna að troða inn frásögnum og myndum af Bítlunum. Ég hafði orðið að smjaðra fyrir blöðunum eins og ég gat. Nú urðu blöðin hins vegar að eltast við að ná í mig og smjaðra fyrir mér til þess að reyna að fá einhverjar nýjar fréttir af Bítlunum.“ Næsta miðvikudag var gert heyrinkunnugt, hvaða skemmtikraftar ættu að koma fram á stærsta viðburði ársins í heimi skemmtanalífsins, The Royal Variety Performance. Að þessu sinni voru það Marlene Diet- rich og — Bítlarnir. Þeir fóru í hljómleikaferðalag til Svíþjóðar. í Stokk- hólmi varð lögreglan að nota hunda til þess að reyna að róa aðdáendaskarann, sem ekki hafði fengið miða á tónleika Bítlana. Fjörutíu lögregluþjónar röðuðu sér upp fvrir framan sviðið til þess að vernda átrúnaðar- goðin. En það kom fyrir ekki. Oður skarinn ruddist upp á sviðið. (íeorge datt í gólfið, en lögreglunni tókst að bjarga honum, svo að hann vrði ekki troðinn undir. Þegar þeir komu aftur til London gerðist atburður á flugvellinum, sem lengi verður í minnum hafður. Þús- undir unglinga höfðu fjölmennt þar til þess að bjóða Bítlana velkomna. Algjör ringulreið ríkti. I sömu flug- vélinni var sjálfur forsætisráðherra Breta, Sir Alec Douglas Home. Enginn tók eftir honum. Hann mátti þakka fyrir að komast heill á húfi inn í bifreið sína. Einnig var meðal farþega nýkjörin Ungfrú Alheimur, en enginn tók heldur eftir henni. Á hinni árlegu konunglegu skemmtun, The Royal Variety Performance, þar sem móðir drottningarinnar, Margrét prinsessa og Snowdon lávarður voru viðstödd, ætlaði allt um koll að keyi-a af hlátrasköllum, þegar •John Lennon kvnnti lagið „She Loves You“: „Þeir sem sitja í ódýru sætunum eru beðnir um að klappa,“ sagði hann, en kinkaði síðan kolli til konungs- stúkunnar og bætti við: „Þið hin verðið að láta vkkur nægja að láta hringla í skartgripunum.“ Það leið ekki svo dagur að ekki birtist í einhverju blaði forsíðufrétt um Bítlana. í þinginu var rætt um hinn mikla aukakostnað sem löggæzla vegna Bítlanna hefði í för með sér. Verksmiðjueigandi í Packham hóf fjöldaframleiðslu á Bítlapeysum; annar fylgdi í kjöl- farið og framleiddi í stórum stíl kragalausa Bítlajakka; sá þriðji framleiddi Bítlahárkollur. Sá síðastnefndi aug- lýsti, að hann hefði fengið pantanir frá Eton og Bucking- ham Palace, að vísu ekki frá drottningunni sjálfri, held- ur einhverjum úr starfsliði hennar. Flestir strákar létu sér vaxa Bítlahár. Blöðin sögðu daglega frá strákum, sem höfðu verið sendir heim úr skólanum og skipað að láta klippa sig. Kirkjan fordæmdi Bítlana einn daginn, en lofsöng þá annan. Læknar lýstu því yfir, að ungar stúlkur fengju kynferðislega fullnægingu á Bítla-hljómleikum. Skömmu fyrir hljómleika í Plymouth, fékk Paul inflúensu og lagð- ist í rúmið. Við þá frétt sló óhug á alla borgarbúa. Það varð að gefa út opinberan læknisúrskurð um líðan Pauls á klukkutíma fresti! Eftir hljómleika í Birmingham urðu Bítlarnir að dulbúa sig sem lögregluþjóna til þess að sleppa lifandi út úr húsinu. Þegar það vitnaðist, að hljómplötufyrirtækin hefðu hvert. á fætur öðru hafnað Bítlunum, áður en þeir urðu frægir, var því h'kt við „hnevkslið“, þegar 20th Century Fox neitaði tilboði um að kvikmynda „Á hverfanda hveli“. Þegar fimmta plata Bítlanna, „T Want To Hold Your Hand“ var send á markaðinn, komst hún strax í efsta sæti á vinsældalistanum. Milljón eintök liöfðu verið pöntuð fyrirfram. I desember 1963 voru sjö mest seldu hljómplötur í Bretlandi allar leiknar af Bítlunum. „Ég var orðinn hálf hræddur við þetta allt saman,“ hefur Brian Epstein sagt. „Að sjálfsögðu var það geysi- lega spennandi, að blöðin skyldu skrifa hvern spaltann á fætur öðrum um Bítla-hár og Bítlaföt. Peningarnir streymdu til okkar. En okkur var ekki farið að lítast á blikuna. Við vorum smátt og smátt orðnir hræddir við öll þessi ósköp. Við vorum farnir að velta því fyrir okkur, hversu lengi slíkt ævintýri mundi endast. Margir góðir listamenn höfðu verið eyðilagðir á vinsældum, sem komust ekki í hálfkvist við vinsældir Bítlanna." Þvi hefur oft verið haldið fram, að Brian Epstein hafi skapað Bítlana. Hann harðneitaði því hins vegar alltaf. „Hvorki Brian né ég áttum neinn þátt í öllu því, 30 VIKAN—AFMÆLTSBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.