Vikan


Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 27

Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 27
Á ÞEIRRIIÍR NOKKRAR SKOPSÖGUR AF PERSÖNUM, SEM SETTU SVIP Á ÞJÖÐLÍFIÐ FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM í fyrstu árgöngiam Vikunnar birtist fastur dálkur í blaðinu undir fyrirsögninni: Orð í tíma töluð. í þessum dálki voru birt- ar skopsögur ýmiss konar, eink- um af þeim persónum, sem njestan svip settu á þjóðlífið á þessum árum. Hér á eftir ætlum við að rifja upp nokkrar af þess- um sögum. Sum.ar urðu lands- frægar og eru enn í minnum hafðar, en sjaldan er góð vísa of oft kveðin, eins og þar stendur. ★ Árni Pálsson prófessor var hinn orðslyngasti maður og afar snjall að koma fyrir sig orði. Ey- steinn Jónsson (þáverandi fjár- málaráðherra) og Árni buðu sig eitt sinn fram til alþingiskosn- inga hvor á móti öðrum í kjör- dæmi fyrir austan. Fóru þeir í kosningaleiðangur austur, dcildu þar á kosningaíundum, með mestu prúðmennsku þó, og héldu síðan heim aftur. Skömmu seinna hittust þeir á götu fyrir framan Hótel Borg og horfði hvor framhjá öðrum. Vík- ur Árni þá að Eysteini og segir: — Heyrðu, Eysteinn! Hvað ertu annars gamall? — Ég er 29 ára, svaraði Ey- steinn. Ja, iss, ekki var ég orðinn svona rangeygður á þínum ahlri, sagði Árni. Eitt sinn var Guðni Jónsson magister og fleiri við skál heima hjá Árna Pálssyni. Þegar tók að svífa á gestina tók Guðni að lesa upp eftir sig þýðingar á ljóðum þýzka skáldsins Heine. Er hann hal'ði lokið lestrinum, sagði liann: Það er ég viss um, að Heine hefur ekki tapað á þessu. Og þú ekki grætt, Guðni minn, sagði Árni. ★ Margir liafa heyrt getið' um Havsteen gamla á Akureyri. Hann þótti orðheppinn mjög og ekki alltaf gætinn í tali. Havsteen var trúlaus maður fram í andlátið. Þegar hann lagðist banaleguna vildi kona hans endilega, að hann næði prestsfundi og sneri frá villu síns vegar, áður en hann færi yfir um. Þjóðskáldið séra Matthías Joc- liumsson var þá sóknarprestur á Akureyri. Hafði hann eins og kunnugt er verið þríkvæntur. Hann var mikill vinur Havsteens gamla og gaf Havsteen það loks eftir, að Matthias mætti koma til sín og gerði Matthías það með glöðu geði. Þegar Matthías kom, sneri Havsteen sér fram í rúminu, var mjög skraíhreifinn, en vildi sem fæst tala um amiað líf. Loks fór þó Matthías að' sveigja talið a'ð eilífðarmálun- uin og sagði, að' á himnum hitti ma'ð'ur alla þá, sem mað'ur liefði elskað' í þessu lífi. Reis þá Havsteen upp við oln- boga og sagði: — Trúir þú þessu. Matthías? — Já, sag'ði Matthías. — Jæja, gó'ði, til hamingju með þinar þrjár! Að svo mæltu sneri hann sér til veggjar. ★ Kjarval var eitt sinn að mála á veggina í Landsbankanum. Kemur þá einn starfsmanna bankans til hans og spyr, hvað liann sé að' mála. — Ég er a'ð' mála togara, seg- ir Kjarval. — Nú, en ég sé engan togara, segir ma'ð'urinn. Það' er ekki von. Þú ert sjálfur í lestinni, svaraði Kjar- val. Eggert Stefánsson söngvari hélt einhverju sinni söng- skemmtun hér í Reykjavík og bauð' Kjarval að koma á skemmt- unina. Kjarval þáði boðið með þökkum, og þar eð hann fékk tvo aðgöngumið'a bauð hann Óla Maggadon að koma með sér og hlýða á Eggert. En er skemmt- uninni var loki'ð, og þeir Óli og Kjarval eru að fara, vindur sér maður einn að Kjarval og spyr, hvernig honum liafi þótt Eggert syngja. Þá svarað'i Kjarval: — Vini mínum Ólafi þótti hann ágætur. Eitt sinn mætti Kjarval Bjarna frá Galtafelli úti á götu og ba'ð' hann a'ð' lána sér 50 krónur. En svo vildi til, að Bjarni hafði ekki handbæra peninga og varð' því ekkert úr láni í það skipti'ð. Daginn eftir heimsækir Kjar- val Bjarna, réttir honum 50 krónur og þakkar fyrir lánið. Bjarni segist enga peninga hafa lánað honum og spyr, hvort liann sé að' hæð'a sig. Eigi er þa'ð. Og söm var þín gcrð'in. Þú hefðir lánað', ef þú hefð'ir geta'ð', svaraði Kjarval. ★ Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari á Akureyri. var vi'ð'ur- kenndur sem ágætur íslenzku- kennari og oft skemmtinn í tím- um. Eitt sinn var hann að' prófa pilt, sem var að taka inntöku- próf í skólann og kunni illa fræðin. Stamaði pilturinn og var öll frammistaðan hin óáheyri- Iegasta. Loks spurði skólameist- arinn piltinn, liver liefði kennt honum undir skóla. Hann hann Njáll kenndi mér. Nú, kenndi Njáll þér, sagði skólameistarinn. — Jæja, hvaða orðl'lokk tilheyrir þá orðið „sprækur“? Það er atviksorð, sagði pilturinn. — Ha, nei, sagði Njáll það'? Hvernig stigbreytist or'ð'ið „mik- ill“? — Mikill — miklari — mikl- astur. — Nei, sagði Njáll þetta líka? En hvaða hljóðbrcyting er það, þegar a verður e, t. d. mað'ur niénn? Hljóðskipti. Hamingjan góða! Sagði Njáll þetta líka? Ja, þetta var nú Ijóta Njálan. Sigurð'ur skólameistari var öðru sinni að' lesa upp einkunn- ir og vildi, sakir sinnar persónu- legu sérþekkingar, komast hjá að særa fjarverandi fólk, svo að hann leit athugandi yfir bekk- inn og mælti sí'ðan: Er nokkur hér, sem ekki er viðstaddur? ★ Guðmundur á Helgastöðum fað'ir Kristmanns Gu'ðmundsson- ar skálds, átti eitt sinn tal við' mann, sem hélt því fram, að Kristmann væri mikill rithöf- undur og gó'ð'ur. Guðmundur gaf lítið' út á það, en sag'ði loks: — Æ, þetta eru allt saman sögur, sem ég sagði honum, þeg- ar liann var lítill! ★ Jón Pálsson frá Hlíð undir Eyjafjöllum var mjög listfengur maður á ýmsa lund, m. a. var hann ljóðskáld og tónskáld. Iiann komst oft mjög einkenni- Iega að' or'ði og eru margar setn- ingar hans í minnum hafðar. Eitt smn var liann staddur í húsi vestur í bæ. Varð honum þá liti'ð út um glugga og sá Halldór frá Laxnesi ganga með heimsborgaralegu göngu- lagi fyrir húshorn. Jón horfði á hann stundarkorn, sneri sér því næst við og sagði: — Að' sjá hann Kiljan! Eitt- hvað vantar nú þarna! Iialdið þið til dæmis, að' liann Shake- speare hefði gengið svona? Jón var ágætur vinur Hall- dórs Kiljans og liafði mikiö álit á honum sem rithöfundi. Eigi að' síður hafð'i hann ýmislegt út á Kiljan a'ð setja og þótti hann hafa sína galla, eins og að'rir dauðlegir menn. Eitt sinn sagði Jón um Kiljan, þegar verið var að ræða um hannj — Það er merkilegt, hvað hann Kiljan getur skrifað, ekki greindari en hann er. VIIÍAN—APMÆLISBLAÐ 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.