Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 12
ÞAÐ ÞOTTI GAFNA- ÞUNGLYNDUR Guðmund Daníelsson, skáld, rithöfund, ritstjóra, skólastjóra og kennara er óþarft að kynna. Hann er löngu kunnur um landið allt af verkum sínum. Þegar Vikan hóf göngu sína hafði hann þegar gefið út eina ljóða- bók og þrjár skáldsögur, var þó enn innan við þrítugt. í fyrsta árgangi Vikunnar átti Guðmundur töluvert af smásögum, og birtust þær flestar síðar í smásagnasafni hans, Heldri menn á hús- gangi. Margar þessara smásagna eru ekki síður einkennandi fyrir það tímabil, sem þær eru sprottnar upp af, heldur en Guðmund sjálfan sem rithöfund. Á þessum tíma var mikill hluti skáldskapar svo að segja með grátstafinn í kverkunum, bæði bundið mál og óbundið; jafn- ^vel mestu grínistar sáu í skáldskap sínum fátt jákvætt en þeim mun Mfleira sorglegt. Við þennan tíðaranda bættist svo, að flestir höfundarnir voru enn kornungir menn, og á ungum aldri margra höfunda er al- gengt að finna tón dapurleika og svartsýni, sem síðan eldist af þeim. Þó gerir Guðmundur iðulega uppreisn gegn þessari áráttu þegar í fyrstu blöðum Vikunnar, svo sem í sögunni Félagssamtök í Flatahreppi, sem er leiftrandi og bráðfyndin samtímaádeila og sneydd sorglegum undirtóni. Hér endurbirtum við eina af þessum fyrstu smásögum Guðmundar úr fyrsta árgangi Vikunnar. í samráði við hann varð smásagan Flýt þér, drekk út — — fyrir valinu, enda er hún um margt einkennandi fyrir stíl tímabilsins, og var þess utan skrifuð gagngert fyrir Vikuna samkvæmt beiðni Sigurðar Benediktssonar, stofnanda og fyrsta ritstjóra Vikunnar. Þótt þráður þessarar sögu sé dapurlegur og búi yfir þung- um örlögum, bregður Guðmundur fyrir sig fíngerðri kímni og vissum kulda, sem kemur í veg fyrir væmni, en hún var annars ærið áleitin j hjá mörgum þeim, sem fengust við grátljóðastíl þessara ára. í tilefni af endurbirtingu sögunnar áttum við stutt símaviðtal við Guðmund Daníelsson: — Ég man ekki í fljótu bragði, hvor sagan mér þykir skárri núna, Félagssamtök í Flatahreppi eða Flýt þér, drekk út — —, því sannleikur- inn er sá, að ég er svolítið farinn að ryðga í þeim. Mig minnir, að Félagssamtökin sé háðsaga um Nautgriparæktarfélag en hin um eitt- hvert skáldmenni, sem verður fyrir barðinu á vondum örlögum. Er það ekki rétt? — Jú. Gengur fyrir bíl út af kvenmanni. — Nú, hver fjandinn. Kannski félagshugsjónirnar séu þá skárri. — Ég hygg, að Flýt þér, drekk út, sé táknrænni fyrir bókmenntir þessa tíma. Ekki hvað sízt, ef þú vildir segja mér eitthvað um stílinn þá, þessa melódramatík. — Ég veit ekki, hvort ég er reiðubúinn að segja nokkuð eftir hafandi um það, en grátljóðatízkan, sem á þessum tíma var ráðandi, var ekki einskorðuð við ljóð, heldur náði til óbundinna verka líka, og ég býst við, að Flýt þér, drekk út, sé af sama toga spunninn. Eg var líka ung- ur maður, þegar sagan var skrifuð, og það er áreiðanlegt, að grátljóða- rómantík á greiðari aðgang að ungum mönnum. Þegar aldurinn hækkar, fara menn að líta hlutina írónískari augum og ekki eins rómantískum. Þeir verða kaldrænni og kímni kemur oft í stað alvörunnar. Ég held, að grátljóðastíllinn, eins og hann var kallaður í heldur niðrandi merk- inu, hafi ekki verið notaður af öðrum en ungum, upprennandi skáld- um. Margir ágætir höfundar hafa lýst þeirri stemmningu eftir á, og gera þá gaman að því öllu. Eitt frægasta dæmi um þennan stíl er í ljóðabók eftir Sigurð Grímsson: ,,Mér fannst ég finna til". Þótt hend- ingin sé alls ekki vitlaus, var mikið háð gert að henni eftir á, af þeim, sem börðust gegn þessari sút. En þetta er merkilega vel sagt. Það þótti gáfnamerki að vera þunglyndur og útmála sínar sálarraunir sem átakanlegast. — Hvað viltu segja um þennan stíl, séðan frá þínum bæjardyrum núna? — Ég held ég myndi sízt af öllu skrifa nokkuð eftir honum núna. En tízkan á hverjum tíma er nokkuð ráðrík, og margir falla fyrir henni. Og grátljóðatízka er ekki ríkjandi núna, það er óhætt að full- yrða. — Mér þykir mjög gaman að finna þig þarna í fyrstu árgöngunum og geta nú á þrítugsafmælinu skartað með þig sem skrautfjöður. — Mér þykir líka á margan hátt gaman að hafa verið einn af land- nemunum í þessu ágæti riti, sem nú hefur náð þrjátíu ára aldri. S. H. v.___________________ 12 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ £7 £7 GUÐMUND DANÍELSSON Gústaf Óskarsson var jarð- sunginn í gær. Hann varð fyrir bíl í síðastliðinni viku og var fluttur á Landakotsspítalann. Daginn eftir dó hann. Við lög- reglurannsóknina kom það í ljós, að hann hafði verið útúrfullur og slangrað fyrir bílinn á öfug- urn kanti. Bílstjórinn fékk enga sekt, ekki svo mikið sem áminn- ingu. Gústaf féll sem sé óbættur. — Það var landhreinsun að hon- um, sagði fólk. Allir þekktu hann. Hann var alræmdur. - Við vorum ekki margir, sem fylgdum Gústaf til grafar, nokkrir fátækir, atvinnulitlir strákar, fæstir gæddir trúnni á annað líf. Það var bágborin lík- fylgd. En hann hafði verið eins konar foringi okkar hér fyrr meir, leiðtogi í daganna þraut, ef svo mætti segja. Það var ekki fyrr en í hitteðfyrra, sem hann byrjaði að drekka. Við sökktum kistu hans þöglir niður í mold- ardjúpin og bundumst fastmæl- um um að samansafnast við leiði hans einu sinni á ári og flytja þar ljóð okkar og sögur. Við höfðum ekki glevmt þeirri tíð, er hann töfraði okkur með hug- myndaauðlegð sinni og andríki. Við dáðumst að óstýrilæti ástríðna hans. Enginn okkar gat fullkomlega fylgt honum eítir. hvort sem um var að ræða sorg eða gleði. Hann hafði þann hæíi- leika eða kannske öllu heldur þann veikleika að gefi s>g óskiptan á vald tilfinninga sinna, hversu fjarstæðar, sem þær kunnu að vera. Á alþýðu- skólanum kynntist hann Eyju og: þar með voru örlög hans ráðiri. Eg vakti með honum tvær næt- ur hennar vegna, hina fyrri t;l þess að taka þátt í takmarka- lausri hamingju hans yfir fyrsta kossinum, sem hún gr.f hormm, og hina seinni til þess að afstýra því, að hann grandaði sjálfum sér eftir að skólabróðir okkar, Friðjón úr Dölum, hafði tekið stúlkuna frá honum. Þetta gerð- ist með mánaðarmillibili. Um vorið, þegar nemendurn- ir skildu, hvarf Eyja vestur í Dali með Friðjóni. Gústaf ók á mótorhjóli til Reykjavíkur og fékk tvær sektir fyrir yfir- keyrslur og óleyfilegan hraða. Hann hafði sem sé ekið yfir tvær kindur og einn hund á leið- inni. Ég aftur á móti fór norður í land, þar sem ég hafði fengið atvinnu. Síðan eru liðin tvö ár, og ég hef lítið umgengizt Gústaf frá þeim degi. Við hittumst aðeins endrum og eins, þegar ég kom til bæjarins. Hann vissi, hvar ég var vanuj að búa og þangað heimsótti hann mig, þegar hann hafði hugmynd um, að ég væri á ferðinni. Þá sagði hann mér hrjúf ævintýri úr einkalífi sínu, og venjulega var hann fullur. Allt tal hans var blendingur af bölsýni og kæruleysi, þú að það væri honum ekki eiginiegt eða meðfætt. Upphaflega var hann hvorki bölsýnn né kævui.aus, en heilbrigði hans var eyðilögð og hann kvaðst raunar ekkert hafa út á lífið að setja annað en það, hvað það væri þaulsætið í skrokkunm á sér. Uppáhalds- orðtak hans var: „Flýt þér, drekk út“ —. Hann dó daginn áður en ég kom síðast til bæjarins, en þegar 'ég gekk inn í herbergið mitt, þá lá þar fyrir mér þunnur bögg- ull, sem reyndist að innihalda dagbók hans. Hún náði aðeins yfir tvo mánuði úr ævi hans, tvo þá síðustu, og var skrifuð með feitum blýanti. Ekkert bréf fylgdi. Það var ekki einu sinni höndin hans á utanáskrift pakk- ans, það var kvenhönd, rithönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.