Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 32
L
Milljónamæringurinn fór heim, himinlifandi af ánægju.
Hann vissi reyndar, að hann mundi ekki græða á hljóm-
leikunum. En honum var alveg sama um það. Hann
hafði lofað íbúum Tíansas City Bítlunum og staðið við
loforð sitt.
Koddaverin, sem Bítlarnir sváfn á í gistihúsi í Kansas
City voru síðar seld tveimur kaupsýslumönnum frá
Chicago fyrir 375 pund. Þeir bútuðu þau niður í 160.
000 smápjötlur og seldu þær fyrir einn dollara stvkkið!
Stærsti atburður þessarar Ameríkuferðar gerðist 23.
ágúst. Þá héldu Bítlarnir útihljómleika á Shea Stadium
í New York. 55 þúsund manns voru viðstaddir og
greiddur aðgangseyrir nam 304.000 dollurum. Annað
eins hafði aldrei gerzt í heimi skemmtiiðnaðarins. Þetta
var heimsmet, og því hefur enn ekki verið hnekkt.
Af þessum 304.000 dollurum fengu Bítlarnir 160.000
dollara. Leigan fyrir húsnæðið var 30.000 dollarar. 1300
lögregluþjónar þurftu að halda uppi lögum og reglu á
staðnum og kaupið til þeirra var 14.000 dollarar. Þeg-
ar annar kostnaður hafði verið greiddur, svo sem- trygg-
ingar, auglýsingar og fleira, voru eftir 7000 dollarar,
sem Sid Bernstein fékk í hreinan ágóða, en hann stóð
fyrir hljómleikunum.
En hvernig leið Bítlunum meðan á öllum þessum
ósköpum stóð? Eimnanaleiki og tómleikakennd settist
að í brjóstum þeirra. Þeir fundu til smæðar sinnar gagn-
vart þessu risavaxna bákni, sem sá um að flytja þá frá
einum stað til annars og láta þá spila og syngja. Þeim
fannst þeir vera staddir á eyðieyju, útilokaðir frá öllu
raunverulegu lífi.
Þeir voru fluttir með leynd og undir sterkri lögreglu-
vernd til samkomuhúsanna, þar sein þeir áttu að spila.
Að hliómlcikum loknum urðu þeir að bíða i búnings-
herbergjum, þar til öskrunum linnti fyrir utan, og vog-
andi var að flytja þá aftur undir lögregluvernd, eins
og fanga, til hótelherbergis þeirra. Þar urðu þeir að
hírast, innilokaðir, þar til þeir voru aftur sóttir og flutt-
ir á nýjan stað. Þeir gátu ekki farið út á götu og skoð-
að sig um í framandi borg. Þcir gátu ekki farið í göngu-
ferð, ef þá langaði til að fá sér ferskt loft í lungun. Þeir
gátu aldrei setið á opinberum veitingastað. Nánustu að-
stoðarmenn þeirra, Neil og Mal, færðu þeim mat og
drykk. Af afbrýðisemi og ótta við að vera skyldir eftir
einir og án nauðsynhwrar verndar, bönnuðu Bítlarnir
Neil og Mal að yfirgefa hótelherbergi þeirra, nema brýna
nauðsyn bæri til. Þeir hírðust í hótelherbergjunum,
reyktu, spiluðu á spil og léku á gítarana sína; reyndu
með einhverjum ráðum að drepa tímann. Hvort þeir
þénuðu 1000, 10.000 eða 100.000 pund á einu kvöldi
skipti ekki nokkru máli. Það virtist vera með öllu til-
gangslaust að vera orðinn ríkur, voldugur og frægur.
Þeir voru fastir í gildru.
Næstu tvö árin, 1965 og 1966, einkenndist líf Bítl-
anna af ferðalögum. Þeir fóru í þrjár langar hljómleika-
ferðir á ári; eina innan Bretlands, eina til Ameríku og
þá þriðju til einhverra annarra landa. Þeir léku árlega
inn á þrjár tveggjalaga-plötur og eina tólflaga-plötu.
Það var einnig takmark þeirra að framleiða eina kvik-
mynd á ári, en eftir aðra kvikmyndina, „Help“ 1965,
gerðu þeir hlé á þeirri starfsemi. Að loknum þessum
tveimur árum, varð algjör breyting á lífi og starfi Bítl-
anna. Þeir hættu hljómloikaferðum og hættu að koma
fram opinberlega. Þeir hafa ekki gert það síðan.
Það var áhættusöm ákvörðun, sem þeir tóku þegar
þeir ákváðu að hætta að koma opinberlega fram. Ástæð-
an var fyrst og fremst sú, að þeir voru orðnir dauð-
þreyttir og leiðir á þessum eilífu ferðalögum og stöðuga
hamagangi. Þeir voru einmana og þeirn leið illa. Þeir
léku sömu lögin á hverjum hljómleikunum á fætur öðr-
um. Áheyrendurnir voru alltaf nýir, svo að það kom
ekki að sök. Oskrin og lætin voru svo yfirgengileg, að
þeir heyrðu varla í sjálfum sér. Það var í rauninni
sama, hvort þeir léku vel eða illa, því að enginn heyrði
til þeirra. Ósjálfrátt slógu þeir slöku við leikinn og
óttuðust, að þeim mundi fara aftur.
Þegar tilkynnt var, að Bítlarnir mundu hætta að
koma fram, varð uppi, fótur og fit meðal aðdáenda
þeirra. Sá orðrómur komst á kreik, að hljómsveit þeirra
mundi leggjast niður og þeir færu hver í sína áttina.
Reynt, var að bera þetta til baka og málið útskýrt á
þann hátt, að tónlist Bítlanna væri orðin svo breytt,
að þeir ættu erfitt með að leika liana á tónleikum. Þeir
notuðu iðulega heilar hljómsveitir og ýmis tæknibrögð
á hljómplötum sínum, og teldu slíkt nauðsynlegt til að
hin nýja tónlist þeirra nyti sín. Bítlarnir léku síðast
opinberlega 29. ágúst 1966 í San Francisco í Bandaríkj-
unum. Reynt var að hugga aðdáendur þeirra með því,
að þeir mundu nú hefja vinnu við gerð nýrrar og óvenju-
legrar tólflaga-plötu og inundi verða vandað til hennar
meira en nokkurrar annarrar hljómplötu. Nýja platan
átti að koma út fyrir jólin.
Ymislegt gerðist á þessum tvcimur árum, sem blöð um
allan heim gerðu sér mat úr. 12. júní 1965 sæmdi Elisa-
beth Englandsdrottning Bítlana orðu. Þessi orðuveiting
Jiótti tíðindum sæta og varð nokkuð söguleg. Fjölmarg-
ir virðulegir borgarar, sem höfðu hlotið sams konar orðu,
móðguðust og skiluðu þeim aftur. Margir sökuðu drottn-
inguna um virðingarleysi, en hún mun hafa veitt Bítl-
unum orðuna í fyllstu alvöru. Bítlarnir sjálfir skemmtu
sér konunglega yfir þessu og litu á það eins og hvert
annað grín.
T fjórðu og síðustu Ameríkuförinni lct John Lennon
svo ummælt, að Bítlarnir væru orðnir vinsælli en Jesús
Kristur. Þetta vildu íbúar í liinu svokallaða „Biblíu-
belt,i“ í Bandaríkjunum ekki viðurkenna og liófu her-
ferð gegn Bítlunum. Plötur jieirra voru brotnar og mynd-
ir af þeiin brenndar. Málin lyktaði svo, að John Lenn-
an varð að biðjast afsökunar á ummælum sínum.
Nýr kapituli var hafinn í sögu Bítlanna. Hér eftir
ætluðu jieir að taka lífinu með ró, helga sig hljómplötu-
leik og halda sambandi við aðdáendur sína með því
móti.
„Ökkur var innanbrjósts eins og þegar við fengum frí
úr skólanum í gamla daga,“ segir John. Frh. í n. bl.
32 VIIvAN—AFMÆLI8BLAÐ