Vikan


Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 66

Vikan - 07.11.1968, Qupperneq 66
Winther hríhiól fást í þrem stærSum. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. Gólfdúkur — plast, vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — slærSir 7V2xl5, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baSgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Mólning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóSur — br. 55 cm. VeggfóSur — br. 50 cm. 66 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ Þetta svar gerði hann fokvondan, og hann fór a'ð æða um gólfið, eins og hann hafði gert svo oft áður, begar reiðin hljóp með hann í gönur. Nei, svo auðveldlega sleppur þú ekki. Það varst þú sem yfir- gafst mig. Almennt velsæmi krefur. . . Hann þagnaði og starði ásakandi á hana. — Hversvegna fór hjónaband okkar svona, hvers- vegna vildir þú ekki verða mér góð eiginkona? Irene vppti öxlum. — Já, það var rangt af mér að giftast þér, en ég hef líka fengið að borga fyrir það, dýru verði. Þú finnur einhverja lausn. Þú þarft ekki að taka tillit til mannorðs míns, ég hef engu að t.apa. Og viltu svo gjöra svo vel að fara! Án þess að segja eitt einasta orð, snerist Soames á hæl og fór. Hann þaut niður stigann, út á götuna, og æddi áfram, án þess að hafa rænu á að ná í vagn. Og allt í einu var hann gripinn furðulegri hugsun. Ef Irene hefði beðið hann um að vera kyrran, í stað þess að reka hann á dyr? Hvað hefði hann gert? Þrátt fyrir hatursfullar hugsanir og þennan langa aðskilnað, fann hann að ennþá hafði hún vald yfir honum. Hve gömul var hún nú orðin? Tæplega 37 ára, alls ekki of gömul til að fæða honum son! Hún varð 37 ára 9. nóvember. Hann mundi vel eftir afmælisdegi hennar. Hann hafði alltaf verið mjög nákvæm- ur með að gleyma ekki þeim degi, jafnvel þeim síðasta sem hún átti á heimili hans, þótt hann væri viss um að hún héldi framhjá honum. Ég gæt.i sent henni afmælisgjöf, hugsaði hann. Ef til vill gætum við . . . já, væri ekki möguleiki á því að þau gætu tekið saman aftur? Soames andvarpaði. Það var auðvitað Annette, en milli þeirra stóð andstyggilegt skilnaðarmál, sem hann yrði að sjá fyrir end- ann á, áður en hann gæti fyrir alvöru beðið Annettu. Hversvegna átti hann að taka á sig alla skömmina, hversvegna átti hann að hætta á að glata virðingu sinni? Þetta var óréttlátt. Ég er asni, hugsaði hann, — ég hefði aldrei átt að fara sjálfur til hennar.. . . Jolly Forsyte rakst óvænt á Val Dartie, dag nokkurn í nóvember, þegar hann var á rölti um High Street í Oxford. Jolly hafði verið að róa á ánni, og var nú á leiðinni að róðrarklúbbi stúdenta. Val var að koma úr reiðtúr, og takmark hans var nokkuð hættulegra, hann var á leiðinni til veðlánarans í Cornmarket. Þeir höfðu aðeins hitzt lauslega nokkrum sinnum og nú sagði Jolly: -— Komdu með mér í klúbbinn og fáðu tesopa. Svipurinn með þessum frændum af þriðju kynslóð Forsyteættar- innar var greinilegur. Líkamsvöxtur og andlitsfallið var mjög líkt, en Jolly hafði dekkri augu og ljósara hár. Þú þekkir föður minn og systur mína? sagði hann, þegar þeir sátu yfir tebollunum. Þau koma í heimsókn til mín á morgun. Jæja, gera þau það? Ég get annars gefið þér góð ráð viðvíkj- andi Manchester veðreiðunum. . . . — Ég er ekkert fyrir veðhlaup, sagði Jolly, og það var fyrir- litning í röddinni. — Ég hef ekkert vit á þeim og ég tapa alltaf, ef ég veðja. Hvað gerir þú annars? Stundarðu róðrana? — Nei. Ég fæ mér reiðtúr, við og við, og svo slæpist ég. . . . Ef ég gæti bara fengið afa til að láta mig hafa meiri peninga, þá léti ég innrita mig í poloflokk eftir jólin. Afa þinn? Það er James frændi, er það ekki? Hvernig er hann? - Eldgamall, sagði Val. Afi þinn og hann voru bræður, viss- ir þú það ekki? Það er lítið þrek eftir i þessum gömlu náungum. Þeir hafa aldrei haft hug á öðru en að græða peninga. - Þannig var afi minn örugglega ekki, mótmælti Jolly. Val sló öskuna af sígarett.unni sinni. - Peningar eru til að eyða þeim. Ég vildi að ég ætti svolítið meira af þeim. Jolly virti Val fyrir sér, með rólegu, ákveðnu augnaráði, sem hann hafði erft eftir afa sinn, gamla Jolyon. Það var aldrei talað um peninga á heimili hans. Andrúmsloftið varð strax nokkuð þvingað, þegar frændurnir höfðu opnað hug sinn. En það var líklega önnur ástæða fyrir því að þessir ungu menn voru ekki sem hrifnastir hvor af öðrum. Þessi óskiljanlegi fjöl- skyldusvipur var ekki að þeirra skapi. í huga þeirra skaut upp orðum og setningum, sem þeir höfðu heyrt í uppvextinum, og sem báru það með sér að það var engin sérstök vinátta milli ættingja þeirra. Jolly sat þögull og fitlaði við teskeiðina. Hann hugsaði með sér: En sú bindisnæla, — og vestið . . . og svo veðjar hann á hesta. . .. Val tuggði tebolluna og hugsaði: — Hann er dreissugur asni. . . . — Ef faðir þinn og svstir hafa áhuga á að sjá stúdentagarðinn minn, þá er ég reiðubúinn til að sýna þeim hann. Þið gætuð kannski borðað hádegisverð með mér. . . . Jolly svaraði að hann byggist ekki við að þau hefðu tíma til þess. — Þú getur spurt þau, sagði Val ákafur. — Þakka þér fyrir, sagði Jolly, ákveðinn í því að ekkert skyldi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.