Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 36
■4tt- Ilalldór situr tíðum tyrir framan
sjónvarpið os teiknar — sjá bls. 34.
r
4 Forsíðumyndir Halldórs á Vik-
unni eru orðnar ærið margar — og
alltaf jafn vinsælar. Hér eru tvö sýn-
ishorn.
aði vfsunum í. Áður en ég fór út,
hafði ég teiknað í eina eða tvær
bækur, ég man ekki lengur hver|ar
— nema það hafi verið smásögur
eftir Ármann Kr.
— Þú étt sem sagt ekki allar þær
bækur, sem þú hefur teiknað í.
— Nei, nei, nei. Ég hef ekkert
haldið upp á það.
— En hvenær varðstu svo fræg-
ur?
— Hvenær varð ég . . ?
— Frægur — þekktur?
— Ja, það veit ég ekki. Ætli
Vísnabókin hafi ekki verið upphaf-
ið að því? Hún gekk svo asskoti
vel. Ég býst við því.
— Nú ert þú líklega fyrst og
fremst þekktur sem brandarakarl-
inn og skopmyndateiknarinn Hall-
dór Pétursson.
— Ekki er ég brandarasmiður.
Þegar ég teiknaði í Spegilinn, sagði
Páll mér alltaf hvað ég ætti að
teikna. Ég er ekkert inni í pólitík
sjáIfur, og þetta var mest allt póli-
tískt.
— En síðan veit ég, að þú hefur
verið glöggur að finna skoplegu
hliðina sjálfur og fljótur að því.
— Á Vikuforsíðunum?
— Ekki bara Vikuforsíðunum,
heldur ýmsum greinum, bæði í
Vikunni og dagblöðunum.
— Ja — ég hef aldrei teiknað
skrýtlumyndir.
— Nei, en með greinum og öðr-
um gefnum tilefnum, samkvæmt
belðni.
— Ég veit ekki hvernig á því
stendur, en þegar ég les, skynja ég
lesefnið í myndum, og á þess vegna
kannski auðveldara með að setja
það á svið. Og frá því að ég man
fyrst eftir mér, hef ég alltaf haft
óskaplega gaman af að skoða
myndir. Ég get setið tímunum sam-
an við það — að skoða alls konar
myndir. Hvað sem er. Og þess
vegna þykir mér ekkert skemmti-
legra heldur en að sitja hér og
horfa á sjónvarp. Jafnvel þótt ég
heyri ekkert í því.
— En þegar þú ert á gangi og
ferð, skynjarðu þá það sem þú sérð
líka í myndum — fólk og fénað, líf
og land?
— Já. Ég á heilan bunka af
myndum síðan ! gamla daga af
skrýtnum týpum, sem ég hef séð á
götu. Ég hafði afbragðs sjónminni.
Ég sá mann á götu, skoðaði hann
-A- Skreytingar úr bókinnt Landshornamenn í H-dúr, þar sem Guð-
mundur Daníelsson segir frá veiðiskap sínum og Matthíasar Jo-
hannessens.
36 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ