Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 48
Viö bjóffum yður e$tattdat*d hreinlætistæki frá Englandi, Þýzkalandi, Belgíu, Frakkiandi og Ameríku. Úrvalið er hvergi meira. Viljið þér góða vöru, þá veljið. Ideal - <$í<mdat>d J. Þorláksson & Norðmann hf. V____ ____________________________________________J Thors og þessi Eystein. Svo var ekki annað en rissa í kring. Þetta voru ekki karrikatúrmyndir í raun- inni, heldur einhvers konar steno- grafia. I sumum tilfellum var slæmt við þetta að eiga, því ég þekkti ekki sjálfur mennina og varð að fara eftir Ijósmyndum, og þótt sagt sé að Ijósmyndavélin Ijúgi ekki, er það sennilega einhver mesta lýgi, sem sögð hefur verið. — Fyrir einu óri eða svo, varstu skammaður mikið fyrir teikningu, sem kom í kennslubók í [slands- sögu. Varstu beðinn að teikna þar ákveðin atriði, eða fékkstu frjáls- ar hendur? — Ég fékk lista yfir myndir, sem ég átti að teikna. En svo var ég náttúrlega sjálfráður um, hvernig ég útfærði þær. Satt að segja var ég hissa á þessum skömmum, því ég hafði ekki hugsað út í siónar- mið þeirra, sem töldu myndina frá- leita. Það getur vel verið, að þetta hafi verið ré*tmæt gagnrýni. Kenn- rrar og sérfræðingar vita það sjálf- sagt betur en ég, hvað á við börn- in. Kannski. Það er að minnsta kosti sjónarmið, sem á rétt á sér. En eftir því, sem ég eldist, sé ég æ betur, að það er svo lítið að byggja á því, sem aðrir segja. Ég á við, að gagn- rýni og þess háttar getur samkvæmt eðli sínu aldrei verið annað en per- sónuleg skoðun hvers einstaks. — Þótt 100 hafi aðra skoðun en 10, hver er þá kominn til að segja, að þessir 100 hafi betri skoðun en þessir 10? — Það getur enginn maður sagt. Jafnvel þótt það séu 1000 á móti einum. Þótt höfð væri þjóðarat- kvæðagreiðsla um, hvort mynd er góð eða slæm, væri niðurstaðan ekki til þess að byggja á. — Þú tekur teikningar yfirleitt fyrir jafnharðan og beiðni um þær berst. — Oftast er ekki komið til mín fyrr en um leið og myndirnar eiga að vera til. En stundum er mesta raunin sú, að þurfa að lesa þetta. Venjulega spyr ég höfundinn, hvort hann hafi sérstakar óskir, en sé það ekki, er ég sjálfráður. Þá er að velja einhver atriði, sem eru myndræn og gefa tilefni til myndskreytingar, og einnig verður að hafa það í huga, að dreifa myndunum nokkurn veg- inn jafnt um textann, jafnvel þótt það sé girnilegt efni í margar mynd- ir á sama staðnum. Svo er alltaf nokkur spurning, hvaða tækni á að nota við útfærslu myndanna. Það fer eftir því hvaða pappír á að ncta og hvaða stemmning á að vera í myndunum. Annars var varla um annað að ræða heldur en strik- myndir, þar til fyrir fáeinum árum. Það var eins og prentun hér eða prentmyndagerð réði ekki við „átó" myndir, svokallaðar. En nú er þetta gjörbreytt. — Svo ætlaðirðu líka að segja mér frá því, sem þú gerir og fáir vita um. — Já. Það er nú þetta sama, en það hefur ekki komið fram opin- berlega. Ég er alltaf að dunda mér eitthvað fyrir sjálfan mig. Mála eða teikna. Það er bæði mín vinna og mitt hobbý. Ég hef gert töluvert af því upp á síðkastið, að teikna eftir sjónvarpinu. Ég sit aldrei og horfi á sjónvarp, án þess að hafa teikni- blokk í höndunum. Sérstaklega teikna ég mannamyndir. Og það er andskoti þægilegt að fá fórnardýr- ið svona beint inn í stofu til sín, án þess að það viti. ALLT Á SAMA STAÐ SNJOHJO LBÆRÐHR ÞAD ERU FINNSKU HJÓLBARÐARNIR sem slegið hafa í gegn hér á landi. Það er hið óviðjafnan- lega snjómynstur, sem gerir þá eftirsótta. Oifreíflaeioendur MUNIÐ AÐ NÆG BÍLASTÆÐI ERU FYRIR VIÐSKIPTA- VINI Á IIORNI RAUÐARÁRSTÍGS OG GRETTISGÖTU. FLESTAR STÆRÐIR SNJÓHJÓLBARÐA FYRIRLIGGJANDI. GERIÐ SNJÓHJÓLBARÐAKAUPIN TÍMANLEGA. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Laugavegi 118 — Sími 2-22-40 SENDUM í KRÖFU. 48 VIKAN—AFMÆLISBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.