Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 53

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 53
' ------------------------------------------------------------------->. LAVENITE TVILITU hreinlætistækin eru víðfræg fyrir fegurð og hreinan stíl, enda framleidd af hinu viðurkennda ítalska fyrirtæki Richard - Ginori (stofnsett 1735). LAVENITE (skrósett vörumerki) er fyrsta flokks gæðavara úr keramik. Eessi tegund af glerkenndu postulíni einkennist af því að glerungurinn nær m|ög langt inn í leirinn, þolir vel högg og er ónæm fyrir snöggum hitabreyt ngum og óhrifum frá sýru (hitaveituvatni) og litum. Richard - Ginori verksmiðjurnar eru einnig heimsþekktar fyrir framleiðslu sína á gólf- og veggflísum og all; konar borðbúnaði úr postulíni. BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN NÝBORG S.F. Hverfisgötu 76 - Sími 12817 V____________________________________________) ar. Það hvarflaði ekki að mér fyrr en núna, þegar ég hugsa meira um það finnst mér það æ líklegra. — Ef hún hefur tekið hann, hlýt- ur hún að vera með hann í hend- inni. Þá hefurðu séð hann. Það eru ekki vasar á kjólunum hennar, eða hvað? Hún var í litla, gráa vorjakkan- um sínum og það eru vasar á hon- um Hún getur hafa tekið lykilinn og stungið honum í vasann. — Ef hún hefur gert það, sagði ég hægt, — hafa þeir ef til vill fundið hann núna — Mér datt það í hug. — Og ef þeir hafa fundið hann? — Johnny, það er alveg eins lík- legt að þeir hafi ekki fundið hann og Pollý hafi gleymt öllu um hann. Þeir myndu ekki spyrja Pollý um lykilinn, hversvegna i ósköpunum ættu þeir að leita á henni? Og þó gætu þeir hafa gert það. O, guð, ég veit það ekki. Ég veit það ein- faldlega ekki, Johnny. Það var þá sem bakdyrabjöllunni var hringt. Eg fór ( gegnum eldhúsið að bakdyrunum og í huganum varði ég sjálfan mig með því að ásaka Alísu. Hún gat dæmt mig hugsun- arlausan heimskingja, en kom röð- in ekki alltaf að lyklinum. Ef hún hefði ekki týnt honum hefði ég látið Angie hafa hann og þar með hefði málið verið úr sögunni; en meira að segja meðan ég hugsaði þetta var ég svo sanngjarn að við- urkenna það fyrir sjálfur mér, að það væri nokkur munur á því að meðhöndla lykil ógætilega — lykil, sem ég hafði si.álfur sagt henni að væri ekki sérlega mikilvægur — ég sagði henni það í símann — og hins að standa frammi fyrir manneskj- unni sem rændi dóttur minni. Ég opnaði bakdyrnar. Eða öllu fremur sneri handfanginu og mað- urinn sem úti var hratt þeim opn- um, ruddist inn í eldhúsið oa lok- aði dyrunum á eftir sér. Þetta var stór maður, einn af þeim allra stærstu og sverustu mönnum sem ég hef séð, ekki svo mikið á hæð- ina — þótt hann væri vel yfir sex fet _ heldur af því hvað hann var breiður yfir axlirnar, handleggirnir sverir og hendurnar gríðarstórar. Hann hafði kringlótt, náhvítt andlit með örsmáum, bláum augum og uppbrettu nefi; hárið var Ijóst, mjög stuttklippt eins og strá á litinn og stóð beint upp af höfðinu á hon- um eins og strá. Andlitið var lítið og þessi sveri svíri gerði það næst- um enn minna og munnurinn var næstum varalaus. Að öllu saman- lögðu var hann einn sá skelfileg- asti, viðurstyggilegasti og ógeðsleg- asti maður, sem ég hafði augum litið. Ég hafði fengið sýnishorn af afli hans. Ég stóð bak við dyrnar þeg- ar hann hratt þeim opnum og með sömu hreyfingunni skutlaði hann sér inn i herbergið. Ég átti fullt i fangi með að standa á fótunum og ég býst við að ef höfuðið á mér hefði verið fyrir hurðinni, þegar hann skellti henni, hefði hann möl- brotið höfuðkúpuna. Maðurinn, sem inn var kominn stóð þarna andartak og starði á mig. Hann var í svörtum gallabuxum og gulri sportskyrtu, undir grænni, vatnsþéttri vindúlpu og á andliti hans var áþreifanlegur skegghýj- ungur. Alísa hafði veitt mér eftir- för fram í eldhúsið og ég fann að hún stóð fyrir aftan mig. — Hver eruð þér? spurði ég. — Hvað viljið þér? — Ertu Camber? Þessi sterka, ráma rödd með ofurlitlum kok- hreim minnti mig á eitthvað. Ég hafði heyrt hana áður, en hvenær og hvar? - Já. — Ég er Shlakmann. Hans Shlak- mann. Ég talaði við þig í sima i morgun, eins og þú manst. — Já, sagði ég og reyndi að ræskja mig og láta röddina verða rödd. — Já, ég man það. Það var faðir yðar. . . . — Það er rétt, sagði Shlakmann og brosti út að eyrum. — Það var hann pápi minn, sem hoppaði fyr- ii lestina. Eða hentir þú honum? Hann mældi mig með augunum. — Nei, þú hefur ekki hrint honum. Þú hrindir engum undir lest. Þú ert ónýtur pestargemlingur. — Og hver eruð þér? hrópaði Alísa. — Þér eruð ekki sonur þessa gamla manns. Þér stæðuð ekki þarna glottandi eins og api, ef svo væri. — Hlustið á hana, sagði Shlak- mann og benti á Alisu með þessari gríðarstóru hendi sem minnti mig helzt á kjötkrof. — Hlustaðu á hana! En ég skal segja þér svolítið, frú. Ef þessi gamli tíkarsonur, Shlak- mann hefði verið pápi þinn, er hætt við að þú myndir brosa líka. Hel- vítis karlinn! Ætlastu til að ég fari að grenja út af honum? Hann gekk um eldhúsið meðan hann sagði þetta, furðulega létti- lega af svona stórum manni að vera. — Áttu bjórdollu, frú? Ég er að skrælna. Viltu að ég fari að grenja út af Gus Shlakmann? Ég skal segja þér, frú, að ef þú hefðir verið bar- in einu sinni eins og þessi gamli djöfull barði mig, kannske fimm hundruð sinnum, myndurðu varla ráða þér fyrir fögnuði núna. Ég er enginn engill, frú. Hvernig er með þennan bjór, áttu hann? Hann opnaði isskápinn og fann biórdós. Eins og heillaður af hon- um virti ég hann fyrir mér með samblandi af hræðslu og forvitni og rétti honum dósaopnara. Hann opn- aði dósina, lyfti henni upp að vörunum og bjórinn seytlaði niður um varalaus munnvikin meðan hann drakk. — Ah, gott! Nei, ég er enginn engill, frú, en ég hef ekki rekið VIKAN—AFMÆLISBLAÐ 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.