Vikan


Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 60

Vikan - 07.11.1968, Blaðsíða 60
Þessi hendi heldur á pakka sérstaklega gerðum til þess að vernda og halda hinum sérstæða keim gæða tóbaksins sem notað er í Philip Morris Multifilter sígaretturnar /-//gf & . mmgM PHILIP MORRIS MULTIFILTER Gæðaframleiðsla frá Philip Morris Inc. lagði írá sér glasið og klappaði hægt en háttbundið saman hönd- unum. Ambrose kom auga á Harriet og brosti jafnvel enn breiðar. Iiann gekk framfyrir Robert. Harriet brosti aftur en innra með sér ólgaði hún. - Hvað í ósköpunum held- urðu að þú sért að gera? spurði hún með sinni sætustu rödd milli samanbitinna tannanna. — Farðu upp aftur þangað sem þú átt að vera. Þetta er hlægilegt. Nú klöppuðu allir af fögnuði. Robert var kominn á fætur og vínglasið var enn fulit. Hann þambaði úr því og rétti síðan konunni sinni hendina. — Skál, elskan. Hissa eða hvað? Harriet leit hjálparvana á Am- brose. — Ójá, sagði Robert. — Harri- et, þetta er .... Hér .... herra Farr, er það ekki? — Jú, sagði Ambrose. — Jympson Farr. Þetta er Harriet, konan mín. Ambrose og Harriet tókust. í hendur, öll þrjú litu hvert á annað. Svo var þögn. Jæja, sagði Harriet með nokkurri áreynslu. Við verð- um að sinna hinum gestunum, sjáumst síðar, herra Farr. Iiún dró Robert burtu. - Er ekki gaman? Rödd Ro- berts var ofurlítið drafandi en afar ánægjuleg. Við ættum að gera þetta oftar. Harriet fann að Ambrose skálmaði á eftir þeim, og hlust- aði á hvert orð. Hún fann einnig að Robert var mjög, mjög ham- ingjusamur. Hún sagði hörku- lega: — En til hvers er þetta, Ro- bert? Ég meina í hvaða tilefni? — Ég er að fagna, elskan. — Hverju? - Fjárhagslegu sjálfstæði, draumur ævi minnar er í þann veginn að verða að veruleika. Ambrose smeygði sér upp að þeim: — Þegar þú talar svona Robert gæti ég hlustað alla nótt- ina. Segðu mér meira. Robert var í þann veginn að gera það, en Harriet greip fram í: — Viltu ekki dansa? Robert og Ambrose sneru sér báðir að henni. — Ég hélt að þú ætlaðir að spyrja, sagði Ambrose. — Robert! Harriet tók um handlegginn á Robert og dró hann í áttina að hljómsveitinni. Robert rétti Ambrose glas sitt í flýti og tók svo að hoppa kunn- áttulaust fram og aftur í því litla rúmi sem fáanlegt var. Yfir öxl hans sá Harriet há- vaxna, þrýstna stúlku nálgast Ambrose. Ambrose hneigði sig djúpt fyrir henni og dró síðan röð af marglitum vasaklútum fram bak við eyrað á henni. Harriet lokaði augunum. Hún vonaði bara að Ambrose færi ekki í gegnum allar brellurnar í töframannabókinni sinni. Hann var ekki búin að æfa sig nógu lengi, svo sumar brellurnar voru ekki orðnar nógu góðar. Til dæmis ef hann reyndi þessa með eggin þrjú gæti orðið hér óglæsi- legt um að litast. Robert tók að syngja inn í ann- að eyrað á henni, pophljómsveit- in öskraði inn í hitt. Harriet var örþreytt eftir verzlunarferðirnar og ær af há- vaðanum. Hún missti tímaskynið. Robert kynnti hana fyrir fólki og hún reyndi að gera sér grein fyrir á hvaða sviði það ynni og hversvegna Robert hefði boðið því. Hún reikaði frá einum hópi til annars, dansaði við Ambrose, en bannaði honum að bíta í eyrnasnepilinn á henni og átti langar samræður við mann, sem talaði með svo miklum hreim að hún skildi ekki hvað hann sagði. Robert var hamingjusamur. Vitundin um það jók henni styrk. Hann var svo góður og það var svo dásamlegt að sjá hann ljóma og hlægja og gefa sig á vald sannri lífsnautn. Hann átti það svo sannarlega skilið. Elsku Ro- bert! Rétt þegar Harriet hélt að hún myndi detta niður á gólfið - og sennilega enginn taka eftir því fór hún að sjá nokkur merki þess að hópurinn væri að fara. Nokkrir forhertir drykkjumenn héldu lengst út, þar til þjónninn safnaði saman öllum flöskunum. Hljómsveitin lék síðasta lagið og svo voru hljóðfærin tekin saman. Þrír menn og ein stúlka sungu á götunni. Það fór ekki hjá því að einhver kæmi og kvartaði næsta dag. Að lokum voru herbergin nær auð. Robert stóð við framdyrnar með handlegginn um mittið á Harriet. Þau horfði á tvo síðustu hátíðargestina ganga niður eftir heimreiðinni. — Góða nótt, sagði Harriet hljóðlega. — Góða nótt, æpti Robert eins hátt og hann gat. Þökk fyrir komuna, góða nótt, góða nótt... Og hann fór að syngja aftur. Harriet sussaði á hann og dró hann aftur innfyrir. Hún lokaði dyrunum og horfði kvíðin yfir anddyrið. Ambrose var að læð- ast upp. — Nei, kallaði Robert og slag- aði ofurlítið til. — Nei, nei, herra Farr. Það eru fyrstu dyr til vinstri í anddyrinu, ekki þarna uppi, gamli félagi. Ambrose kom niður aftur. Hann leit með kæruleysisbrosi af Robert á Harriet og aftur á Ro- bert. — Þakka ykkur báðum fyr- ir dásamlegt kvöld. — Takk fyrir komuna. Robert drap tittlinga af ánægju yfir ó- reiðunni, sem hafði lagt undir 00 VIKAN—AFM/ELTSBLAU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.