Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 3

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 3
31. árgangur - 35. tölublað í ÞESSARI VIKU „Ef samvizkan er í lagi, er allt í lagi", heitir viðtal viS Vilhjálm Vilhjálmsson, dægurlagasöngvara, sem birtist í þessu blaði. Vilhjálmur hefur ekki veriS viS eina fjöl felldur um dagana. Hann tók stúdentspróf frá M. A., stundaSi um skeiS nám í læknisfræSi og síðan lögfræSi og hefur tekið próf í flugi og dáleiðslu. Fyrir nokkru sögSu fjórar konur álit sitt á klæðaburði karlmanna. Nú höfum viS snúið dæminu við og leitum álits fjögurra karlmanna á því, hvernig konur eigi að klæðast. ViS sýndum þeim nokkrar gerðir af kvenfatnaSi og dómur þeirra birtist í miðopnunni. Þeir sem svara eru: Pétur Pétursson, Guðlaugur Bergman, Olafur Ragnarsson og Ragnar GuSmundsson. Ferðin til tunglsins beinir huganum aS landkönnuSum fyrri tíma, en þeir þurftu aS leggja á sig miklu meira erfiði og mannraunir en Armstrong og Aldrin. „Hann opnaSi Afríku" nefnum viS grein um Livingstone og ævintýralegar ferðir hans um myrkviði Afriku, sem enginn hafði kannað á undan honum. 28. ágúst 1969 I NÆSTU VIKU Við höldum áfram aS heimsækja sjónvarps- þulina okkar. Næst heimsækjum við Ásu Finnsdóttur og eiginmann hennar, Jóhannes Long, sem einnig starfar hjá sjón- varpinu, við leikmyndagerS. Þau hafa búið skemmtilega um sig í lítilli kjallara- íbúS og eiga margt gamalla og athyglisverðra muna. Þau giftu sig í fyrra og eiga von á fyrsta barni sínu bráSlega. Ný framhaldssaga hefst í næsta blaði. Hún heitir KvöldiS fyrir brúSkaupiS og er eftir Gordon og Midred Gordon. Þessi saga er spennandi frá upphafi til enda. ViS höfum oft áður birt góðar og skemmtilegar framhaldssögur, en getum mælt meS þessari sem einni af þeim allrabeztu. ViS ráSleggjum lesendum ein- dregið að láta hana ekki framhjá sér fara. Jú, þetta er hann Bessi, en hann er ekki í gervi sjóræningja, heldur er hann aS leika Hrólf, aðalpersónuna i samnefndu leik- riti eftir SigurS Pétursson. Það verSur sýnt í sjónvarpinu innan skamms og viS segjum í næsta blaði frá skemmtilegu kvikmyndaævintýri aS Keldum, þar sem nokkur atriði leikritsins voru tekin í sumar. I FULLRI ALVORU HROSSIN NAGA UPP LANDID OrðiS náttúruvernd er nú mjög í tízku. Vissu- lega er það góSra gjalda vert, en þar er margs að gæta og fleiri pottar brotnir en menn kannski átta sig á i fljótu bragði. Um hvitasunnuna í vor sáum við á Þingvöll- um dæmi um skeytingarleysi í náttúruvernd, þegar menn óku bilum sinum að gamni út á smjörgljúpan balann til að festast þar. Við höf- um einnig séS hjólför upp um óliklegustu fallegar brekkur, sem verða ófyrirsjáanlegan tima að jafna sig. Um þetta þarf vart aS tala, flestir eru jafnhneykslaSir á þessu. En hestasportiS er óskaplega göfugt, og kannski helgispjöll að minnast á nokkuð mis- jafnt í sambandi viS þaS. Þó eru oftlega fram- in náttúruspjöll meS hestum, og þá ekki sízt með hrossabeit. Hestamenn fjölbýlisins leigja sér gjarnan einhverja skika í næstu sveitum til að láta hestana ganga á, og þykjast nú heldur góðir. Þar láta þeir síðan hestana naga og sparka, þar til svörSurinn er orðinn eins og flag og grasið verður mörg ár að jafna sig. Ef einhver efast um sannleiksgildi þessara orða, er hægt að benda honum á staSi sem ég þekki sjálfur og hægt er að sjá þetta fyrirhafnarlítiS meS eigin augum. Víða um landið höfum við dæmi um upp- blástur og örfok, vegna þess aS ekki hefur veriS hugsað um í tæka tiS aS koma í veg fyrir þau náttúruspjöll náttúrunnar sjálfrar. En á þessum hrossahögum sjáum viS, hvernig maS- urinn sjálfur býr til rótleysið, sem býSur upp- blæstrinum heim. ÞaS er ekki nóg aS vernda fjöll og hóla, grasiS er okkar skógur og viS höfum ekki efni á að missa það, þótt hrossa- fólk þéttbýlisins þurfi einhvers staSar að geyma jálka sína. S.H. VIKAN Útgefandi Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Halldóra Hall- dórsdóttir. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Jensína Karlsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf: 533. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórð- ungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð missirislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðariega. Áskriftar- gjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvem- ber, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega. 35. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.