Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 46
MIDA PREIMTUIM Takiö upp hina nýju aðferö og látið prenta alls konar aögöngu- miða, kontrolnúmer, tilkynning- ar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 V__________________J Septemberhefti Úrvals er í þann veg- inn að koma út, fjölbreytt að fróð- legu og skemmtilegu efni eins og venjulega. Bókin segir til dæmis frá þeim sögulega atburði, þegar barni Lindberghs flugkappa var rænt. Ár- ið 1932 kom það hugum manna hvar- vetna í uppnám. Maðurinn, sem naut jafnmikillar aðdáunar og Armstrong tunglfari nú, hafði orðið fyrir óhugn- anlegum glæp. Af greinum má nefna: Hvað er framundan í geimferðum? Staðreyndir um pípureykingar, Mestu jarðskjálftar sögunnar, Konur í So- vétríkjunum, Vinsældir stjörnuspá- dóma fara vaxandi og ótalmargt fleira. ú._______________________________________________________________/ Sé samvizkan í lagi er allt í lagi Framhald af bls. 11. arinnar. „Nú ætla ég að fá alla til- finningu úr hendinni á þér," held- ur hann áfram. Svo að segja um leið og hann segir þetta, fer að fara undarleg tilfinning um fingur- gómana á mér og Vilhjálmur held- ur stöðugt áfram, unz hann skyndi- lega klípur harkalega í handarbak- ið á mér, og ég æpi upp. „Fannstu fyrir þessu?" spyr hann vantrúaður. „Þá hef ég greini- lega aðeins verið búinn að koma þér niður á annað stig. Ég hélt að ég hefði náð þér þangað áðan þeg- ar við töldum á víxl. — Dáleiðslan skiptist í 6 stig, og á 6. stigi fær maður fórnarlambið til þess að fara langt aftur í tím- ann; ímynda sér að það sé ekki nema 3—5 ára, kannske. Svoleiðis getur tekið marga klukkutíma, og getur einnig verið hættulegt, þar sem þá geta komið fram ýmsar sál- rænar flækjur, sem aðeins sálfræð- ingar hafa vit og kunnáttu til að taka. Að vísu hef ég komið fólki nokkuð langt aftur t tímann, en það er þá einungis fólk sem ég þekki vel. — Fyrst eftir að ég kláraði þenn- an skóla hafði ég hugsað mér að notfæra mér kunnáttu mína á ein- hvern hátt, en hætti alveg við það. Dáleiðsla á fremur erfitt uppdrátt- ar hér á íslandi: það er eins og læknar vilji ekki viðurkenna hana sem vtsindagrein. í Bandaríkjunum er þetta mikið notað, jafnvel af tannlæknum, sem nota dáleiðslu ( stað deyfingar. Ég veit meira að segja til þess að sumum er nóg að ná burtu tilfinningu úr einum fingri, sem þeim síðan nægir að pota á þann stað sem þeir vilja gera ónæman fyrir sársauka og það er eins og við manninn mælt. — Ja, galdrar og galdrar ekki. Dáleiðsla er fyrst og fremst vís- indagrein, og hefur nú hlotið al- þjóðaviðurkenningu sem slík. Margir eru ákaflega vantrúaðir á þetta, og ekki að ástæðulausu. Það eru alltaf að koma fram einhverjir loddarar, sem öðlast frægð og virð- ingu með svikum og prettum. Þeir sveifla kringum sig glerkúlu í keðju og seqja lítið annað en hókuspók- us. — í rauninni skiptir þessi gler- kúla engu máli, öðru en því, að hún er elzta tækið sem notað hef- ur verið í sambandi við dáleiðslu. Sá fyrsti sem notaði hana var ná- ungi að nafni Helmer. Hann hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera, en það undarlega var, að hann gat dáleitt fólk. Síðan bað var, hefur þessi kúla hlotið viður- kenningu, og er í rauninni ákaf- lega gagnleg. Fólk verður mun móttækilegra og samvinnuþýðara er það sér eitthvað svona myste- rískt." Mér er farinn að segja svo hug- ur, að öll þessi dáleiðsla sé lítið annað en blekking — eða sjálfs- blekking. En, „vísindi", segir Vil- hjálmur einu sinni enn og glottir. „Mér finnst ég hafa haft ákaf- lega gott af þessu," heldur hann áfram. „Þessi þekking mín hefur til dæmis hjálpað mér mjög mikið við nám. Það er ótrúlega gott að geta einbeitt huganum að einhverju einu, og lokað allt hitt úti. Það er eins og að vera í hljóðeinangruðu herbergi. Nú á ég töluvert gott með að einbeita mér, og þakka það algjörlega dáleiðslunni." ( hópi landans eru menn alltaf reiðubúnir að heyra deili á ein- hverjum sem um ræðir — og svo var með mig þarna í stofunni heima hjá Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Langflestir," segir hann, „halda að ég sé frá Akureyri, hafi fæðzt þar og alið allan minn aldur — hingað til, a. m. k. — en svo er alls ekki. í allt var ég fjögur ár á Akureyri, og þá alltaf í skóla. Og þó, ég var þrjú ár þar í mennta- skólanum, og svo kenndi ég eitt ár í gagnfræðaskólanum eftir það. — En það er víst bezt að byrja á byrjuninni. Ég er fæddur 11. apr- (I 1945, í Merkinesi í Höfnum, hérna á Reykjanesinu, og þar býr fjölskylda mín ennþá, við beztu heilsu. Nú, eins og aðrir grisling- ar á staðnum gekk ég í barnaskól- ann þar og fór svo í 1. bekk gagn- fræðaskólans í Keflavík. En úr því að ég var kominn á flakk á annað borð, þá fannst mér ég alveg eins geta haldið þvi áfram, og eyddi næstu tveim vetrum á Laugarvatni: 2. bekkur gagnfræðaskóla og svo landspróf. — Að því loknu hélt ég til ísa- fjarðar oq eftir það komst ég til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá M. A. vorið 1964. Það var ekki fyrr en ég kom norður að ég fór að fást við hljóðfæraleik. Þá lék ég á kontrabassa í skólahljómsveitinni; fyrsta hljóðfærið sem ég eignaðist. ( rauninni hefur aldrei verið til hljóðfæri ( minni fjölskyldu utan að pabbi gamli átti einhvern tíma nikku sem hann spilaði á af full- um krafti. — Eftir að ég hafði lokið stúd- entsprófi, labbaði ég mig til Ingi- mars Eydal og bað um vinnu, en þá hafði ég frétt að bassaleikarinn hans væri nýhættur. Ég fékk vinn- una, og var svo með honum í tæo tvö ár, auk þess sem ég kenndi ensku einn vetur I Gagnfræðaskóla Akureyrar. Mér Kkaði ágætlega við kennsluna, en þó vildi ég ekki gera þetta að ævistarfi. Allur svona „mínútubíssniss" fer örlítið í taug- arnar á mér; að þurfa að vera að skrifa „seint" hjá krakkaræflunum þó þau mæti ekki á þeirri mínútu sem hrinqt er inn og svoleiðis, það finnst mér fremur ógeðfellt. — Hingað suður kom ég svo haustið 1965, og settist ( lagadeild Háskólans. Þar var ég f tvo mán- uði, leiddist ákafleoa, hætti og fór í læknisfræði, en varð að hætta. Ég var að byggja, og þar af leið- andi í miklum fjárhagsörðugleik- um, vakti fram undir morgun á 46 VIKAN 35-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.