Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 49
ætluðu i>eir að skipuleggja leiðangurinn, kaupa nauðsynlegar birgðir vopna og eintrjáninga. Síðan ætluðu iþeir að leggja af stað í átt til vatnanna miklu og Catarconi, á fyrsta hluta leiðarinnar. Peyrac ætlaði að gefa syni sinum nokkrar gullstengur og umburðarbréf til manns að nafni Lemoyne, sem var kaupmaður í Marieville, í nágrenni Montreal, en hann myndi síðan láta bá 'hafa jafnvirði gullsins í birgðum. — Hvað þá! hrópaði Cavelier. — Þér ætlið l>ó ekki að segja mér að sá gamli þorpari geti slegið peninga úr skiru gulli? — Hann hefur oft gera Það áður, sagði hertoginn af Arreboust. ■— Heldurðu að hann væri eins ríkur og hann er ef það væri ekki vegna þess að hann er á sífelldu rápi til Orange til að verzla við Engiendingana. Kanadiskir pappirspeningar eru einskis virði bornir saman við gull E'nglendinganna. Sjáðu! ! Og upp úr veski sínu dró hann gullpening og kastaði honum á borðið. —• Þennan pening fundum við á Englendingi, sem Abernakar seldu okkur i Montreal í haust sem leið. Sjáið hvað stendur umhverfis mynd- ina af James II: Konungur Englands, hertogi af Normandí, Brittanný og konungur Frakklands.... Sjáið þið það? Konungur Frakklands! Eins og við hefðum ekki unnið aítur Aquitaine, Maine og Anjou, fyrir meira en þremur öldum með heilagri Jóhönnu af Örk, en nei, þeir gefast ekki upp. Og þeir hafa kallað eitt af nýju löndunum, sem þeir ætla að gera að nýlendu sinni, Maine, vegna þess að drottningin af Englandi var einu sinni drottning Maine í Frakklandi. Þesskonar gull vogaði maður á borð við Lemoyne sér að þiggja, sem gjaldmiðil! Ég kalla það svo sannarlega móðgandi! — Þér megið ekki hafa áhyggjur af þvi, Monsieur, sagði Peyrac brosandi, — meðan Engiendingar láta sér nægja nokkur orð slegin á mynt sína til að krefjast yfirráða yfir Frakklandi skiptir það ekki verulegu máli. Þér ættuð ekki heldur að skyggnast of djúpt i það hvað Kanadamenn eins og Lemoyne eða Le Ber gera, þegar þeir fara út í skóginn; slikir menn eru hornsteinar nýlendu yðar, ekki aðeins vegna þess að þeir urðu fyrstir til að setjast hér að, heldur vegna þess að þeir eru djarfastir, sterkastir og auðugastir þeirra manna sem við höfum. Faðir Masserat tók út úr sér litlu leirpípuna, sem var hans fasti fylginautur: — Þetta er einnig mjög guðhrætt fólk og trútt kirkjunni, það er sagt að ein af dætrum Le Bers ætli að verða nunna.... — Megi syndir þeirra verða fyrirgefnar, tónaði Peyrac. — Og Þér skulið ekki hafa neinar áhyggjur af þeirra verzlun, Monsieur de la Salle. Angelique rétti höndina eftir peningnum, sem Monsieur d’Arreboust hafði kastað frá sér. — Má ég eiga þetta? — Auðvitað, Madame. Ef þét' hafið ánægju af því, en hvað ætlið þér að gera við þetta? — Geyma það sem verndargrip, ef til vill. Hún vó peninginn i hendi sér. Þefta var ósköp venjulegur peningur, á að gizka jafn þungur og hlöðvisdalur úr gulli, en henni fannst hann skemmtilegur, vegna þess að hann var ekki fyllilega hringlaga og henni fannst þetta gamla, enska letur búa yfir sérkennilegum þokka. Peningurinn táknaði í hennar augum marga hluti: Gull, England, Frakkland, hinn aldagamla fjand- skap milli þessara tveggja landa, sem hélt hér áfram, linnulaust í djúpum skóga nýja heimsins. Hún reyndi að ímynda sér svipinn á vesalings enska púrítananum, sem hrifinn var frá heimkynnum sínum við Casco flóa og þorskveiðunum og dreginn af fjaðurskreyttum Indián- um til hinna hræðilegu pápisku loðskinnakaupmanna, við Saint Law- rence fljót. — Hann gat ekki skilið af hverju við urðum svona reiðir, hélt d'Arreboust áfram, — og við rákum peninginn, sem við höfðum fund- ið í vasa hans framan i hann og sögðum: Konungur Frakklands! —- Ójá, svaraði hann. — Hversvegna ekki? Hann hafði aldrei vitað peninga öðruvisi en með þessari áletrun.... Raunar vill svo til að það var Madame Le Ber, sem keypti manninn í von um að geta gert bærilegan þjón úr honum, hún vonast einnig til að geta snúið honum til réttrar trúar. — Þarna sjáið þið, sagði faðir Masserat náðarsamlega. I þessu andrúmslofti hálfgerðra áætlana og frásagna urðu löng kvöldin skemmtilegar samkomur á ný. Þau reyndu að tala ekki of hátt, svo þau trufluðu ekki þá sem voru veikir og fögnuðu hverjum sem reis úr veikindum sínum og gat slegizt í þeirra hóp aftur. Angelique tók Honorine á kné sér og reri með hana þangað til hún sofnaði eða hún hreinsaði rætur, en hún fylgdist með hverju orði sem sagt var. Á þvi var enginn vafi að Kanadamennirnir höfðu sérstaka hæfileika til að rífa áheyrendurnar með sér inn í fortíðina og sömuleiðis inn í framtíðina. Þeir höfðu hæfileika til að gæða allan heiminn og sögu hans lífi með einum eða tveim skemmtisögum. Eitt kvöldið snerust umræðurnar um Lemoyne fjölskylduna og Le Ber fólkið, sem í heimkynnum sínum í Frakklandi voru fátækir handverksmenn eða vinnumenn á búgörðum, sem seldu nízkum hús- bændum vinnu sína. Síðan urðu þeir þreyttir á þessu þrælahaldi og komu sér yfir í fyrstu skipin, sem fóru yíir til Kanada. Þeim hafði verið gefin hlújárn, sigð og músketta og Þeir höfðu gengið að eiga stúlkur konungsins. Síðan áttu þessar fjölskyldur fjögur, fimm, tíu og tólf börn. öll heilbrigð, sterk og hraustbyggð. Ekki leið á löngu þat' til þau köstuðu sigðinni og þrátt fyrirmótmæli Maisonnieuve höfðu þeir haldið inn í skóginn til að kaupa loðfeldi af Indíánunum og fóru sífellt lengra i vestur. Þeir uppgötvuðu griðarleg stöðuvötn, fljót og upptök ókunnra vatna og fleiri og fleiri Indiánaflokka. Þeir héldu því fram að Kínahaf væri ekki til og meginlandið teygði sig bara lengra og lengra og þeir voru reiðubúnir til að deila við fáráðling- inn Cavelier de la Salle yfir krús af eplavini. Eplavínið. sem bruggað var úr ávöxtum normönnsku eplatrjánna, sem þeir höfðu tekið með sér ok konum þeirra hafði með alúð og natni tekizt að græða i kanádískri jörð, féli í góðan jarðveg. Þeir komu aftur auðugir menn, með heil fjöll af mjúkum, giansandi loðfeldum, sem þeir struku mjúklega með fingrum sínum, afskræmdum eftir pyntingar Iroka. Nú fylgdu synir þeirra þeim á ferðunum um fljót hálendisins og dætur þeirra klæddust í knipplinga og satin eins og fyrirfrúrnar í París. Þeir gáfu kirkjunni gjafir..... Svo kom röðin að Monsieur de Loménie að ræða fyrstu daga Montreal- borgar, þegar Irokarnir komu inn í garðana á nóttunni og földu sig í laufinu til að hlusta á raddir hvítskinnanna. Og vei þeim sem vogaði sér út á þessum nóttum, því hvorki umhverfis Marieville eða Montreal voru skíðgarðar eða virki til verndar, því stofnendur þessara borga vildu að Indíánarnir hefðu frjálsan aðgang að þeim og hindrunarlausan eins og þegar bræður heimsækja bræður. . Og þeir notuðu sér það til fulls. Margsinnis varð hræðilegt Indíánaandlit þéttklesst upp að glugga- rúðunni fyrir augum nunna móður Bourgeoys, þegar þeir krupu í bæn .... Presturinn talaði um fyrstu trúboðsferðirnar. Macollet sagði frá sjóferðum sínum. Cavelier lýsti Missisippi og d‘ Arreboust sagði frá upphafsdögum Quebec. Og slíkur var þróttur frásagna þeirra, undir brakinu i eldinum og endalausu gnauði stormsins útifyrir eða banvænni þögn snjókomunnar, svo mismunandi voru endurminningarnar, en talandi lýsingar á því, sem þeir voru að segja frá, að Angelique fannst hún myndi aldrei þreytast að hlusta á þá. —■ Af tólf Jesúítum, sem ég hef vitað vinna með Irokum hafa tíu dáið píslarvættisdauða, sagði Macollet rogginn. — Og þeir verða heldur ekki hinir siðustu, takið eftir þvi. Faðir Massert dró með orðum upp mynd af fjólubláu klettunum í Georgíuflóa og hljómnum i bjöllunum, sem ómuðu frá trúboðsstöðv- unum, sem fólust í trjánum og háu grasinu og timburvirkjunum, sem gnæfðu hér og þar og yfir öllu var sami þefurinn, þefur af reyk, söltu kjöti, ioðfeldum og koniaki. Þetta var önnur hlið á myndinni, sem Angelique hafði fengið af þessum slóðum við hirðina og í París. 1 samkomusölunum var mjög eftirsótt að hlusta á sögur Jesúítanna um frelsun Kanada og konurnar köstuðu hringjum sinum og eyrnalokkum í hræðilega afskræmdar hendur einhvers píslarvotts, sem eftir jnikil og ótrúleg ævintýri hafði komizt aftur með skipi frá Kanada. Mörg fyrirkonan hafði látið ríku- lega af hendi rakna til þessar hjálpar við þróunarlandið. Sumar þeirra höfðu jafnvel farið til Ameríku til að bjóða fram per- sónulega þjónustu sína, eins og til dæmis Madame de Guermont, Ma- dame d'Aurole og sú allra frægasta, Madame de la Pagerie, sem hafði stoínað Ursulinaklaustrið í Quebec. Angelique horfði þannig á Jesúitaprestinn, að honum fannst hann vera að segja henni einni frá, því allar þessar sögur heilluðu hana. Hún var nú ifarin að uppgötva gersamlega nýjan heim og Versalir með sinum smáprettum og svikum virtist nú 1 órafjarska, eins og reyndar allt konungdæmið Frakkland með ofsóknum sínum, vesöld og óumflýjanlegu oki fortíðarinnar í samanburði við þetta nýja land og djörfung fólksins, sem lagði land undir fót til að leggja undir sig nýjan heirn. Ó, frelsið! I augum Angelique leit út sem þau hefðu verið „valin og send út í heiminn"; að þetta fólk væri af öðru tagi og hefði án þess að gera sér grein fyrir, fengið frelsið að gjöf. Og þegar hún spurði mennina nánar út i það, sem hún var að segja frá eða fór að .hlæja, þegar þeir sögðu frá einhverju grátbroslegu, sem fullt var af í sögum sem þessum, litu d'Arreboust og Loménie á hana, án þess að vita að alvarleg andlit þeirra voru með sælusvip. Ó, ef þeir í Quebec gætu bara séð hana, hugsuðu þeir, — ef þeir gætu séð hana við hliðina á þessum sínöldrandi kerl- ingum, sem aldi’ei geta sætt sig við hlutskipti sitt.... Öll borgin myndi lúta henni að fótum......En hver er meining okkar að hugsa þannig! Og augu þeirra mættu hæðnislegum augum föður Masserat. Það sem þeir vissu ekki var að Angelique, að hluta ómeðvitað og vegna þess að hún skynjaði í þeim mögulega óvini, yfirvofandi hættu, hikaði ekki við að beita þokka sínum til fulls. Og hvernig fór þá hjá því að þeir féllu? Til eru ákveðnar hreyfingar, ákveðin svipbrigði, ákveðin bros. ósýnileg öðrum og táknandi ekkert sérstakt, sem aðeins vegna eðlis síns skírskotar til vináttu. Angelique hafði bæði ósjálfráða og einnig vel Þjálfaða vitneskju um þessar aðferðir. Joffrey de Peyrac tók eftir þessu líka, en sagði ekkert. Hann hafði gaman af þessari bragðvísi Angelique og kvenlegum brellum hennar, eins og hann væri að horfa á einhverskonar frábæra list, stundum hafði hann beinlinis gaman af þessu, því með hverjum degi sá hann Frakk- ana nálgast fall sitt meir og meir, að Jesúítanum meðtöldum, jafnvel þótt hann áliti sjálfan sig erfiðan viðfangs, en stundum gnisti Peyrac tönnum, þvi honum virtist hún leika hættulegan leik og hann var nógu skarpskyggn til að sjá að Loménie greifi var dauðhrifinn af konu hans. Vel gæti svo farið einhvern daginn að eitbhvað meira en vináttan ein kviknaði milli þeirra, en hann skarst ekki í leikinn, því hann sá ekkert í hegðun Angelique sem réttlætti reiði eiginmanns hennar og allar til- raunir til að beygja eða fjötra konu, jafn eðlishlýja og óþvingaða og hún var, væru tilgangslausar, næstum glæpsamlegar. Hún hafði rikt í Versöl- um yfir prinsum ... og hún hafði haldið sama valdsmannslega og ómót- stæðilega þokkanum, sem einkennir þá, sem fæddir eru til að standa öðrum framar, því hæfileikinn til að heilla, færir þeim tign, sem hafa hann. 72. KAFLI Þegar i upphafi hafði Angelique sem góð og gestrisin húsmóðir, boðið föður Masserat að nota eina af litlu hliðarkompunum til að flytja í sina daglegu messu. Jesúítinn hafði verið henni þakklátur fyrir, þó að hann vildi ekki láta hjá iiða að geta þess við hana að regla heilags Ignotíusar krefðist þess ekki að hann flytti guðþjónustu á hverjum degi. Jesúítar þurftu ekki að flytja guðsþjónustu nema tvisvar i viku og Þurftu ekki að gera það opinberlega. Á þeim hvildi engin kvöð um að hlusta á skriftir eða messa að kröfu hinna trúuðu. Það eina, sem þeir gátu ekki neitað var hinzta smurning, ef dauðinn vat- á næsta leiti. Og hvað snerti þjónkun þeirra við guð gat sameining andans komið í staðinn fyrir samkomur til guðsþjónustu. Þeir voru útverðir hers Krists og þeir nutu ýmislegs frelsis frá hinum föstu reglum og aga. Engu að síður þótti honum gott, að geta flutt messur í Wapassou, 35. tbi. yiKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.