Vikan


Vikan - 28.08.1969, Qupperneq 50

Vikan - 28.08.1969, Qupperneq 50
því sem einangraður trúboði var honum fróun í lestri heilagrar ritning- ar, hann hafði draslað með sér litlum trékassa, klæddan svörtu leðri og naglrekinn, sem hafði inni að halda kaleik, patínu, altariskross, oblátulx)x, hempu, messusöngbók og Biblíu. Allt betta var gjöf frá skjólstæðingi Jesúita, hertogafrúnni af Aiguil- lon. Nioholas Perrot, Spánverjarnir og Yann le Couennec fóru til messu á hverjum degi og virtust ánægðir með að geta iðkað trú sína. En faðir Masserat var ekki alveg eins ánægður. Jafnvel þótt hann væri hinn þægilegasti í daglegu lífi, hafði hann enga sérlega köllun til hinna tilbreytingalausu preststarfa. Hann hafði komið til Ameríku til að snúa Indíánum og hafði ekki áhuga á hvítum mönnum. Þar að auki var hann vel lærður guðfræðingur og heillaður af dýrð guðs, sem hann þóttist skynja þvi meir, sem hann íhugaði guðdóminn frekar, en gróf auðmýkt hins einfalda manns, sem vogaði sér að tala við skaparann, fór mjög í taugar hans. Það lá við að hann harmaði, að guð skyldi hafa gefið mönnunum rétt til þess. Eins og svo margir aðrir af hans reglu kaus hann heldur einsemdina, að geta heldur íhugað hinn guðdómlega sannleik með sjálfum sér. Og hann átti til að hleypa í brýnnar, þegar hann greindi í daufri skímunni af kertunum tveimur, sitt hvoru megin við altariskassann, spönsku hermennina, unga Bretonan og jafnvel Perrot, sem venjulega stóð og hallaði sér upp að dyrakarminum með krosslagðar hendur og drúpti höfði. Hann mátti ekki gleyma því, að heilagur Ignotíus hafði verið Spán- verji. Faðir Masserat lagði hart að sér til að vera þolinmóður við landa mannsins, sem stofnað hafði reglu hans. Bretoninn ungi þjónaði sem altarisdrengur og bar brauð lífsins til þeirra, sem höfðu safnazt saman þarna í stúkunum. Þeir fikruðu sig á morgnana til hinna leyndu hljóða, lengst inni í jarðgöngunum í áttina að skugganum, sem stóð hinum megin við krossinn, í áttina að glamrinu i patínunni og kaleiknum, eins og þeir væru á leiðinni að hulinni lind sem þeir hefðu heyrt gjálfrið í í gegnum skóginn. Faðir Masserat varð hvað eftir annað að minna sig á að það væru villitrúarmenn ekki lengra en nokkur fótmál í burtu. menn sem ekki máttu augum lita krossmark, án þess að fá krampakast, og sem einmitt á þessari stundu voru að þylja sínar vítaverðu bænir. Konurnar voru komnar á stjá í eldhúsinu, þær voru að höggva við og kveikja upp. Hann heyrði brakið i logunum og glamrið í pottunum, þegar þeir voru hengdir yfir eldinn og siðan heyrði hann vatni hellt. Svo tóku mennirnir að geyspa þegar þeir vöknuðu. Endrum og eins reis há og skær barnsrödd, en lækkaði síðan snögglega, vafalitið vegna þess að einhver hafði sagt: — Uss! Innan frá verkstæðinu heyrði hann annað hljóð, sem var enn há- værara. Hljóð í verkfærum, sem lögð vor.u á bekkinn, blístrið i aflinum, sem byrjað var að knýja og muldrið i alvarlegum, djúpum röddum, sem einnig fóru með sitt ritual á sinn furðulega hátt. Þar var þessi gríðarstóri svertingi, glaður og vingjarnlegur, svo lærður, að Jesúítann hafði hvað eftir annað sett hljóðan. Maður af Miðjarðarhafskyni, sem líktist honum sjálfum og vissi allt um hafs- botninn. undarleg mannvera, sem virtist vera mállaus, grófur hrotti frá Auvergne og tveir ungir menn jafn fallegir og erkienglar. Hann heyrði þegar steinar voru muldir, blandað saman við jarðveg og síðan sigtað. Hann fann lyktina af eldi, stáli og brennisteini. Og hann sagði við sjálfan sig að hann hefði mjög athyglisverða skýrslu að gefa um allt þetta, þegar hann færi aftur til Quebec. 73. KAFLI Angelique hafði tekið að sér að halda öllum byssunum hreinum, að rannsaka þær og ganga úr skugga um að þær ynnu rétt og fága þær þar til þær gljáðu. Þetta var verk, sem hún vann með einstakri natni og með ailri leikni gamalkunnugra handa, sem voru mjög vandlátar í þessum efnum, svo vandlátar að veiðimennirnir, jafnvel þeir sem sárast var um vopn sín, réttu henni þau umyrðalaust. Þeir voru meira að segja orðnir vanir að biðja hana að „yfirfara" byssur þeirra, eins og hún væri útlærður byssusmiður, meira að segja Clovis treysti henni fyrir gamla veiðiþjófskrossboganum, sem hann skildi yfirleitt aldrei við sig. Morgunn nokkurn komu d'Arreboust, de Loménie, de la Salle og faðir Masserat að henni þar sem hún sat í miðju vopnabúrinu, svo niður- sokkin í verk sitt að hún veitti því ekki athygli. Þeir horfðu sem heillaðir á litlar, viðkvæmar, kvenlegar hendur hennar, meðhöndla þung byssuhlaup og rannsaka púðurhylki og kveikjupinna með um- hyggju sambærilegri þeirri, sem móðir veitir nýfæddu barni sinu. Angelique þótti verst að Honorine skyldi ekki geta verið þarna til að hjálpa henni eins og venjulega, en litla stúlkan var lasin. Hiti hennar var rétt að byrjað að lækka. Venjulega kom Honorine og settist við hlið Angelique þegar hún var að hreinsa byssur og með sínum litlu höndum fór hún að eins og móðir hennar, eins og vopnin væru henni gersamlega jafn kunnug, hún hafði verið alin upp i miðri vopnadyngju. Á borðinu fyrir framan hana voru allskonar krókar, kústar, pinnar og þjalir og krúsir, með hreinni olíu, sem hún hafði sjálf síað, alls- konar vaxtegundir, allt hlutir sem hún hafði gert sjálf og kunni ein að fara með. Herramennirnir frá Quebec horfðu á hana vinna, skrapa, fága, prófa eitt og annað, hleypa endrum og eins í brúnir og tauta eitthvað við sjálfa sig. Þeir skildu þetta ekki. Þegar hún að lokum kom auga á þá, brosti hún annarshugar. — Góðan daginn. Hafið þið fengið ykkur að borða? Hvernig líður ykkur? Monsieur de Loménie, hafið þér nokkru sinni séð fegurra vopn en þessa persnesku byssu? Florimond kom inn, heilsaði þeim sem þarna voru og sagði: — Móðir min er bezta skytta í öllum nýlendum Ameríku. Langar ykkur til að sjá? Eftir marga illviðrisdaga var nú komið gott og bjart veður og þau lögðu af stað til skotæfingasvæðisins, upp við klettana. Florimond var með þrjár stórar byssur og tvær pístólur. Hann vildi, að móður hans gæfist kostur á að sýna alla sína fimi og þar sem hana langaði að 50 VIKAN prófa vopnin hvort sem var, féllst hún fúslega á þetta. — Engin kona getur borið svona lagað upp að öxlinni, sagði Monsieur d'Arreboust, þegar hann sá hana þrífa saxnesku byssuna, þar sem hann stóð. En hún lyfti henni erfiðislaust. Hún miðaði, hallaði höfðinu til hliðar, hafði hægri fótinn ofurlitið framar þeim vinstri og eftir að viðurkenna að vopnið væri í rauninni mjög þungt, lagið hún það upp á einskonar skotgrind, sem þau notuðu við skotæfingar, kraup á annað hné og allur líkami hennar, frá lend og upp að öxl endurspeglaði einbeitingu. Ekkert benti til þess að hún væri spennt eða stíf, aðeins mjög róleg. Hún gat á fáeinum sekúndum breytt um fas, frá miklu fjöri til þessa ástand sem var likast svefni, hjartað sló hægar og andardrátturinn vart greinanlegur. Og í daufri birtu vetrarins með glitrandi frostið allt i kring, hljómaði skotið. Reykurinn reis hægt, engdist eins og hvitur snákur fram úr byssu- hlaupinu. Fjöðrin, sem stungið hafði verið niður hundrað metra í burtu, var horfin. — Hvernig lízt ykkur á þetta? hrópaði Florimond. Þeir tautuðu einhver lofsyrði. — Þið eruð öfundsjúkir, og mig undrar það ekki, hélt ungi maðurinn áfram, en Angelique hló. Hún fann til styrkleikakenndar i öllum líkam- anum, þegar byssan hiýddi henni, þetta virtist vera hæfileiki, sem hún hafði hlotið í vöggugjöf, og hún hefði aldrei uppgötvað hann hefðu kringumstæðurnar ekki lagt henni vopn í hendur. Þegar hún reið fram og aftur í gegnum Nieul skóginn hafði hún uppgötvað þennan með- fædda skilning milli hennar og þessara grimmdarfullu gripa úr stáli og tré. Hún gleymdi að þær höfðu verið gerðar til að drepa, gleymdi að þær drápu. Hún gleymdi að líf og dauði lá við byssuhlaupið. Og þótt einkennilegt kynni að virðast, hafði hún stundum á tilfinningunni að sú athygli, sem hún hafði veitt þessari list, öll sú rósemi og einbeiting, sem hún hafði krafizt af henni og sú þrautseigja, sem hún hafði orðið að sýna til að verða leikin skytta, hefði á köflum hjálpað henni til að halda skynseminni kaldri og hugsun allri, þegar ógæfan barði að dyr- um. Vopnin vernduðu hana frá öllu. Vopn voru heilagir og góðir gripir. Veikleiki þessa heims þarfnaðist vopna á þeim tíma, sem hvorki trú né samvizka megnaði að göfga manninn. Hún unni þeim. Hún hélt áfram að tala um byssur og svo flaug henni í hug að þetta félli í slæman jarðveg hjá Loménie Chambord, því hann var orðin næst- um þjáningarfullur á svipinn. Hann fór með syni sínum, sem bar allar byssurnar, þau töluðu áfjáð saman. Loménie greifi og Monsieur d’Arreboust skiptust á augnatillitum. Faðir Masserat leit undan og dró bænabók upp úr kuflvasa sinum en Cavelier neri saman köldum höndunum, þvi hann hafði gleymt að taka með sér vettlinga. — Jæja þá, eitt er víst, sagði hann og glotti. — Þessi kona skýtur eins og galdramaður .... Eða ætti ég að segja kvendjöfull ? Hann stakk höndunum í jakkavasann og skálmaði burtu, rogginn og stoltur í skeytingarleysi sínu. Hann naut þess næstum að sjá þessa virðulegu menn í svo alvarlegri klípu. Og hann, betur en nokkur annar, gat getið sér til um þær guðfræðilegu og dulfræðilegu þjáningar, sem höfðu sálir þeirra á valdi sínu. Hann þekkti þvi líkt út og inn. Hann hafði sjálfur verið Jesúíti í tiu ár. — Já, einmitt, sagði Monsieur d’Arreboust. — Það er nú erindið okkar hingað. E’r hún kvendjöfull eða ekki? Það er það sem við verð- um að komast að. Að biðja Peyrac greifa að standa fjárhagslegan straum af Missisippileiðangrinum var aðeins átylia! Við gátum ekki treyst dómgreind þinni, Loménie. Viðu þurfum óvilhallan dóm, svo þeir völdu mig og föður Masserat. Ég verð að viðurkenna, kæri Loménie að ég var sannfærður um að þú hefðir verið leiddur á villigötur, en hvað, hvað eigum við nú að gera? Hertoginn af Arreboust ræskti sig. Fyrst leit hann á fölan himininn, ógnvænlega mildan að sjá og síðan á timburkofana skammt frá þeim hálfgrafna undir snjónum og klettana á bak við, síðan niður á hvítan isinn á vötnunum. öll réttindi áskilin. Opera Mundi Paris. — Nú skil ég hvað lóðasalinn átti við, þegar hann sagði að þetta væri sjávarlóð! 35. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.