Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 20
Hér er ofurlítið próf fyrir ungar stúlkur, sem eru í giftingarhugleiðingum. Svarið spurn- ingunum, leggið saman stigin og fáið síðan úr því skorið, hvort heppilegt sé að giftast elskhuganum eða ekki. Sumarást heitir það. Þú verður skyndilega ástfangin af einhverjum manni, sem þú hefur kynnzt, og þér finnst að þú getir ekki án hans ver- ið í svo mikið sem eina viku. Sumar rjúka í að gifta sig í þannig tilfellum; stundum blessast það og stundum ekki. Áður en þú tekur svo ör- lagaríka ákvörðun, skaltu gera þér fyllilega grein fyrir því, hvort þú vilt vera með þessum manni það sem eftir er ævinnar — honum og eng- um öðrum. Þetta litla próf getur ef til vill hjálpað þér að taka þá miklu ákvörðun. 1. Hve lengi hefur þú þekkt hann? a) Eina viku eða tvær vikur. b) Um það bil eitt ár. c) Nokkra mánuði. d) Tvö ár eða meira. 2. Hvernig smekk hefur hann? CGerðu kross við það sem þú veizt um). a) vill hann hafa kaffið með eða án rjóma? b) Notar hann rafmagns- rakvél eða venjulega? c) Tekur hann steypibað framyfir venjulegt baðkarsbað? 3. Hvers konar húsdýr á hann? a) Páfagauk eða kanarí- fugl. b) Kött. c) Hund. d) Hest. e) Gullfiska. f) Ekkert. 4. Hvaða hugmyndir hefur hann um stærð væntan- legrar fjölskyldu? a) Eitt barn. b) Tvö börn. c) Ekkert barn. d) Sex böm. e) Son og erfingja framar öllu öðru. 5. Þegar þú heimsækir hann, hefur þú tekið eftir hvort hann .... a) Hjálpar til við upp- þvottinn? b) Býr um sig sjálfur? c) Dregur gluggatjöldin fyrir þegar dimmir? d) Kveikir upp í arnin- um? e) Tekur inn þvottinn ef fer að rigna? f) Hefur þú nokkurn tíma komið heim til hans? 6. Hefur þú nokkru sinni séð hann við svo órómantísk- ar aðstæður sem .... a) Órakaðan? b) Óhreinan eftir viðgerð- ir eða þessháttar? c) Veikan í rúminu? d) I gömlum tilfallandi klæðnaði? 7. Hvernig gengur hann frá baðherberginu ? a) Handklæðið nærri sót- svart. b) Tappinn óskrúfaður á tannkremstúpuna en annars allt í lagi. c) Allt hreint og fágað fyrir þann næsta. d) Veit ekki. 8. Kyssir hann þig: a) I hvert skipti sem þið hittist? b) Oft — óþarflega oft? ct Bara góða nótt? d) Næstum aldrei? 9. Hve oft átt þú frumkvæð- ið að kossi? a) Einu sinni eða tvisvar í viku. b) Einu sinni eða tvisvar þegar þið eruð saman. c) Aldrei. 10. Veiztu til þess að hann hafi nokkri sinni: a) Keypt blóm handa móður sinni? b) Boðið föður sínum upp á glas? c) Gefið peninga til góð- gerðastarfsemi? d) Hjálpað gamalli konu, blindum eða litlu barni yfir götu? 11. Hvaða skoðanir hef iu: hann á útivinnu giftra kvenna? Vill hann að þú: a) Vinnir alls ekki úti eft- ir að þið eruð gift? b) Haldir áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorizt? c) Vinnir aðeins hálfan daginn? 12. Hve oft heldur þú, að hann vilji fara út með strákunum eftir að þið er- uð gift: a) Einu sinni í viku. b) Til að spila eða horfa á fótbolta þrisvar— fjórum sinnum í viku. c) Aðeins er þú getur far- ið með. d) Aldrei. 13. Hefur hann sagt þér: a) að hann hafi verið ást- fanginn áður. b) Að þú sért fyrsta stúlk- an sem hann hafi verið með. 14. Man hann eftir: a) Deginum sem þið kynntust? b) Afmælisdeginum þín- um? c) Uppáhaldssúkkulaðinu þínu? d) Að gefa þér blóm? 15. Mannst þú eftir: a) Augnalitnum hans? 20 VIKAN 35-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.