Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 13

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 13
Eftir ferðina til tunglsins beinist athyglin að land- könnuðum fyrri tíma. Þeir þurftu að leggja á sig miklu meira erfiði og mannraunir en Armstrong og Aldrin. Hér segir frá David Livingstone, - manninum, sem sigraði Afríku. En þeim vonbrigðum gleymdi hann fljótlega. Afríka sunnan Sahara var þá enn að mestu leyti ókunn Evrópumönnum. Þeir höfðu að vísu komið sér upp nýlendu- skákum og verzlunarstöðvum með ströndum fram, en inn- löndin voru enn ókönnuð, nema ef telja skyldi framlag portú- galskra og arabískra kaupahéðna og þrælaveiðara, sem rápað höfðu þar um þvers og kruss öldum saman. En þeir leituðu sér gróða en ekki fróðleiks, og því síður hirtu þeir um að iáta það, sem þeir uppgötvuðu á ferðum sínum, ganga til annarra. Menn höfðu því aðeins óljósa hugmynd um það sem meginlandið myrka bjó yfir, stórfljót og víðfeðm vötn, steppur, savanna og endalausa skóga. Þar rásuðu um hjarðir ai fílum og stórir skarar ljóna herjuðu á savannaflákunum. Krókódílar og flóðhestar lifðu í vellystingum praktuglega í fljótunum, og nashyrningar voru þarna í þúsundatali. Þefur þessa lands var af kryddi, beiskum jurtum og rotn- andi laufi í regnskógunum. Frá trjákrónunum bergmáluðu gjallandi skrækir apanna, og skugga bar á rauða jörð er gammar svifu yfir. Tsetse-flugurnar breyttu nautgripum í lifandi beinagrindur, og gegn biti eiturormanna fannst eng- inn læknisdómur. Ógeðslegir húðsjúkdómar hrjáðu negrana, eitt vatnsglas gat þvtt blóðkreppusótt., og til voru skordýr sem smugu innundir húðina á iljum manns og verptu þar eggjum sínum. Það var þessi Afríka sem nú var heimsótt af David Living- stone, manni sem trúði á Guð og meira að segja það góða í mönnunum, manni sem fyrirleit vopnaburð og trúði því að hvítir menn og svartir væru jafnir í einu og öllu. Hið síðast- ialda gegnir kannski mestri furðu, því að um þessar mundir datt varla nokkrum óbrjáluðum hvítum manni í hug annað en húðdökkir kynþættir væru Evrópumönnum óæðri, í betri tilfellum á svipuðu greindarstigi og sæmilega uppalin hvít börn. Livingstone drap aldrei mann, en hann óttaðist engan. Og hann sigraði Afríku. Fyrst var hann settur yfir trúboðsstöðina Kuruman í Betsjúanalandi. Hann hafði þá þegar stórkostleg áform á prjónunum. T fyrsta Iagi vildi liann turna negrunum til kristni, i öðru lagi útrýma þrælaverzluninni, í þriðja lagi kanna hin óþekktu svæði meginlandsins og kortleggja þau. Hvert þessara verka var heldur rúmlega fyrir meðalmann, en meira þurfti til að Livingstone missti kjarkinn. Hann tók umsvifalaust til óspilltra málanna. Hann trúði á Guðs orð, auðvitað, en ekki bara það. Hann var líka prakt- ískt þenkjandi Skoti, sem trúði auk annars á hamar og sög, | | V 35. tw. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.