Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 29
Dinny herpti saman varirnar. Hún beið fram að háttatíma, þá fór hún upp í herbergi Clare. Hún var rétt komin í rúmið og Dinny gekk strax til hennar. — Jerry bað mig að hitta sig. Við hittumst í Hyde Park. Hann segist vilja draga málið til baka, ef þú vildir koma til sín, með þín- um eigin skilyrðum. Clare reis upp. — Ó, og hvað sagðir þú? — Að ég skildi segja þér frá þessu. — Veiztu hvers vegna hann hefur skipt um skoðun? — Sumpart vegna þess að hann vill fá þig aftur, og sumpart vegna þess að hann er ekki viss um að hægt sé að sanna sekt þína. Clare hló. Svo sagði hún: — Eg fer aldrei til hans aftur. — Ég sagði honum það líka. Hann sagði að við værum óbilgjörn fjölskylda. — Dinny, ég er búin að ganga gegnum alla þessa hrollvekju, ég er orðin eins og steinrunnin, og mér er sama hvort ég vinn eða tapa. Ég held jafnvel að ég óski að tapa, þá er ég þó laus. ... — Ég vildi að þessu væri lokið, sagði Dinny. — Já, sagði Clare, og hristi hárið frá enninu, — ef það væri nú svo gott. En hvort ég verð nokkur betur sett, veit ég ekki. Dinny sendi bréf til Corvens, og sagði að systir hennar hefði sagt einfaldlega nei. Það kom ekkert svar við því bréfi. Svo leið hálfur mánuður, og ekkert gerðist. Að beiðni Dornfords fór Dinny með Clare að líta á nýja húsið hans. Hún var ónotalega tilfinningalaus, þótt að hún vissi að í raun og veru væri honum mikið í mun að heyra álit hennar, þar sem hún vissi að hann hafði keypt þetta hús til að skapa henni heimili. Hún hálf skammaðist sín, og stakk upp á að setja fuglahús í garð- inn, sem var mjög stór og sneri móti suðri. Hún var fegin þegar heimsókninni var lokið, en angurvær svipur á andliti hans, þegar hún kvaddi, snerti hana illa. — Því betur sem ég kynnist Dornford, sagði Clare, — því betur líkar mér við hann, og mér finnst hann henta þér vel. Hann er ákaflega nærgætinn. Hann er eiginlega hreinn engill. — Ég er viss um að hann er það, sagði Dinny. Fyrsta daginn stóðu réttarhöldin til klukkan fjögur. Corven og lögfræðingur hans lögðu sitt til málanna. í leigubílnum á leið til South Square var Clare þögul. En þegar þau óku framhjá Big Ben, sagði hún snögglega: — Hugsið ykkur hvernig hann hefur glápt á okkur, sofandi í bílnum! — Ég er hissa á að vasaljós mannsins skuli ekki hafa vakið ykkur. — Það var ótrúlega margt fólk í réttarsalnum. — Já, og það verða fleiri á morgun. — Sástu Tony? — Aðeins í svip. — Ég vildi óska að ég hefði aldrei farið út í þetta, og að ég væri í raun og veru ástfangin af Tony! Dinny svaraði ekki. Réttarhöldin voru ótrúlega langdregin og þreytandi, og salurinn alltaf troðfullur af fólki, nema síðasta daginn. Þá stóð dómarinn að lokum upp, rakti gang málsins. Svo sagði hann: — Og svo, kæru kviðdómendur, fel ég yður að gera skyldu yðar. Úrskurður yðar er afdrifaríkur fyrir þetta fólk og framtíð þess, og ég treysti samvizku yðar. Þér megið nú draga yður í hlé, ef þér óskið þess. Fleur var ekki viðstödd, og Dinny var undrandi yfir því hve sjaldan dómarinn þurfti að líta í réttarskjölin, sem lágu fyrir fram- an hann. — Hann er reyndar elskulegur maður, hugsaði hún, og leit á kviðdómendur, sem nú yfirgáfu sæti sín. Hún var orðin dofin og utan við sig, það var búin að vera sú spenna að allir voru orðnir þreyttir. Svo leit hún í kringum sig og sá að salurinn var næstum tómur. — Þetta fólk kom allt til að skemmta sér yfir óförum ann- anna, hugsaði hún biturlega. Þá sagði rödd fyrir aftan hana: — Clare er ennþá inni hjá mér, ef þú vilt tala við hana. Dorn- ford var setztur við hlið hennar, í lögmannskápu og með hárkollu. — Hvernig tókst dómaranum að rekja málið? — Mjög vel, hann er sanngjam maður. — Já, það er hann. — En hæstaréttarlögmenn ættu að hengja band um hálsinn á sér, með áletruninni: „Sanngirni er dyggð, svolítið meira af henni myndi ekki skaða“. — Þú gætir eins vel letrað það á hálsband á hundi. Þó er þessi réttur ekki eins afleitur og hann var fyrir nokkrum árum. — Það er gott. Hann sat þögull um stund og horfði á hana. Og hún hugsaði: — Hárkollan fer honum ágætlega. — Hve langan gjaldfrest fær fólk á málskostnaði, Dornford? — Hálfur mánuður er það venjulega, en það er sjálfsagt hægt að fá lengri frest. — Já, ég skil, það er auðvitað fyrirfram ákveðið. Jæja, hún verð- ur þá laus við Corven. — Hvar er Tony Croom? spurði Dinny. — Ég sá hann, þegar ég kom inn, þú getur ekki misst af honum. Á ég að fara og biðja hann að bíða eftir þér? — Viltu gjöra svo vel. — Þið komið þá öll inn til mín, þegar þessu er lokið? Þegar þau kinkuðu kolli, fór hann og kom ekki aftur. Réttarþjónn rétti dómaranum skjöl, sem hann krotaði eitthvað á, og þjónninn fór með þau aftur inn til kviðdómenda. Litlu síðar komu þeir inn. Dómarinn spurði hvort þeir hefðu komið sér saman um úrskurð- inn. Formaðurinn reis upp. — Já. — Hafið þér fundið ákærðu sek. um hjúskaparbrot? — Já. — Og hvaða skaðabætur finnst yður réttmætt að ákærðu greiði? — Okkur finnst hann eigi að borga allan málskostnað. Dinny hugsaði til Tonys, hvíslaði einhverju að föður sínum og smeygði sér út. Tony Croom hallaði sér upp að gluggapósti í ganginum, og Dinny fannst hún hefði aldrei séð nokkurn mann svo vonsvikinn. — Jæja, Dinny? — Tapað. Ekki skaðabætur, en allan málskostnað. Komdu, mig langar til að tala við þig. Þau gengu þögul út, og sögðu ekki neitt, fyrr en þau höfðu feng- ið sér sæti á bekk undir trjánum, sem ekki voru að fullu sprungin út. — Þetta var andstyggilegt, sagði Dinny. — Mér finnst ég hafa verið eins og asni í gegnum þetta allt sam- an, en nú er því lokið, sem betur fer. — Hefurðu borðað nokkuð að ráði undanfarið? — Það held ég, að minnsta kosti hef ég drukkið töluvert. — Hvað ætlarðu að gera nú, Tony? — Ætli ég verði ekki að tala við Jack Muskham, og reyna svo að fá mér atvinnu einhvers staðar, kannski utan Englands. Dinny fannst eins og hún hefði gripið um rangan enda á skaft- inu. Hún gat ekki orðið honum til liðs, nema að vita hvað Clare hugsaði. -— Það er erfitt að gefa góð ráð, sagði hún, — en gætirðu ekki beðið með að gera nokkuð í þessu máli í mánaðartíma eða svo? — Ég veit það ekki, Dinny. — Eru hestarnir komnir? — Ekki ennþá. — Þú segir ekki starfinu lausu að svo stöddu? — Mér finnst það eina sem ég get gert að svo stöddu, sé að reyna að fá eitthvað að gera, einhvers staðar. — Ég þekki þessa tilfinningu. En gerðu ekki neina vitleysu! Lof- aðu mér því! Vertu sæll, vinur minn, ég verð að þjóta. Hún stóð upp og þrýsti hönd hans. Þegar hún kom á skrifstofu Dornfords, voru faðir hennar og Clare komin þangað, og Roger yngsti var með þeim. Svipur Clare var eins og það sem skeð hafði kæmi henni ekkert við. Hershöfðinginn sagði: — Hve mikill verður kostnaðurinn, herra Forsyte? — Ég reikna með að það verði allt að þúsund pimdum. — Þúsund pund fyrir að segja sannleikann! Það er útilokað að láta aumingja piltinn borga meira en honum ber. Hann er alveg blásnauður. Roger yngsti tók í nefið. — Jæja, sagði hershöfðinginn, — ég verð að fara að segja konu minni frá málalokum. Við förum til Condaford síðdegis, Dinny. Kemur þú með? Dinny kinkaði kolli. — Gott! Þakka yður fyrir, herra Forsyte. Þér látið mig svo vita. Verið þér sælir. Þegar hann var farinn fram, sagði Dinny í lágum rómi: — Nú, þegar þetta er yfirstaðið, hvað finnst yður þá? — Það sem ég sagði í upphafi, ef þér hefðuð átt hlut að máli, hefðum við unnið málið. — Mig langar til að vita, sagði Dinny, — trúðuð þér þeim, eða ekki? — Að mestu leyti, já. Framhald á bls. 42. 35. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.