Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 41

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 41
Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. fara neitt fylgdarlaus. Og hún var óskaplega einmana. — Helzta skemmtunin er ferðin um Miðjarðarhafið, sem hann fer með okkur árlega í skemmti- snekkju. En í næstu ferð ætla ég að strjúka, hvað sem það kann að kosta. í býtið næsta morgun traktér- aði sjeikinn gestinn á mokka- kaffi og hunangskökum. Yfir kaffinu ræddu þeir enn aðal- áhugamál húsbóndans. — Síðustu áratugina, sagði hann, — höfum við reynt að sjá kvenfólkið í nýju ljósi, það er að segja frá sjónarmiði Evrópumanna. Við vildum láta undan áhrifunum að vestan og veita konunum meira frelsi og sjálfræði. Þær hafa líka feng- ið margvísleg réttindi. í flest- um löndum Araba geta þær nú lært einhverja iðn og jafnvel farið í skóla. Og þær hafa feng- ið kosningarétt. En hafa þær orðið hamingjusamari þar fyr- ir? — Ábyggilega, sagði gestur- inn. —- Þar erum við ekki á sama máli. Nú heyrast hjá okkur æ fleiri raddir sem vilja að aftur sé snúið að fyrri háttum. -—• Snípuskurðinn þá líka? Sú aðgerð er þannig að sníp- urinn — klitoris — er skorinn af stúlkunni þegar í frum- bernsku. Þessi siður er ennþá algengur meðal flestra múham- eðskra þjóða. Aðgerðin er mjög sársaukafull og oft framkvæmd með mjög frumstæðum áhöld- um, til dæmis rakhníf. Nefnd frá Sameinuðu þjóðunum, sem tók þetta til athugunar, lýsti fordæmingu sinni á siðnum og kvað í honum felast meirihátt- ar sköddun á persónuleika kon- unnar. Því þegar konan missir snípsins, er næstum fyrir það byggt að hún geti haft nokkra ánægju af kynlífinu. En einmitt það er tilgangur- inn með aðgerðinni. Ríkjandi skoðun meðal karlmanna í íslam er sú að konan eigi ekki að geta girnzt karlmann. Álitið er að þessháttar leiði hana ekki til annars en framhjáhalds og dragi auk þess athygli hennar frá því aleina hlutverki, sem Allah hef- ur af vísdómi sínum ætlað henni: að fæða og uppala börn. f Kóraninum er þar að auki framtekið, að maðurinn standi þrepi ofar í stiga sköpunarverks- ins en konan og hafi því marg- vísleg sérréttindi framyfir hana. Hann hefur auk heldur leyfi til þess frá Allah að lemja hana mátuleg, ef hún gerist óþjál. Furstinn sagði sínum þýzka gesti að sér líkaði stórum betur við evrópskar konur, þar eð þær væru með skapnað sinn óskert- an og nytu því ástarleiksins; að- eins slíkar konur gætu fengið mann til að gleyma sjálfum sér, sagði furstinn. En þessháttar konur verða líka fljótt hættu- legar, duttlungafullar og óút- reiknanlegar, bætti hann við. Þessvegna tek ég evrópskar kon- ur aldrei að mér öðruvísi en sem hjákonur. Eftir morgunkaffið leyfði furstinn gestinum að líta á har- emið eins og það lagði sig. Eins og fyrr er getið, hefur olíuauð- urinn gefið sjeikunum áður ó- þekkta möguleika á fjölbreytni í kvennabúrinu, og Rita frá Frankfurt var síður en svo eina Vesturlandakonan, sem þessi sjeik hafði orðið sér út um. Hann hafði einnig nælt sér í ítalskt eintak, franskt, banda- rískt. Sú bandaríska var yngst þeirra, aðeins seytján ára. Öll- um bar þeim saman um að þær lifðu sannkölluðu lúxuslífi, en væru algerlega girtar af frá umheiminum. Við ættfólk sitt og vini heima fyrir fengu þær ekk- ert samband að hafa. Og sjeik- inn hafði fengið þær allar til við sig á sömu fölsku forsend- unni: við hverja og eina þeirra hafði hann sagt, að hún yrði eina konan í lífi hans. Þegar gesturinn gekk út úr hareminu, hrópaði Mary hin bandaríska á eftir honum: — Okkur er haldið hér nauðugum! Heyrið þér það! Ég gæti gubb- að af öllum þessum lúxus hér! Einn svörtu geldinganna, sem búrsins gætti, kom þjótandi á vettvang og gaf telpukorninu duglega utanundir. dþ. ☆ 35. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.