Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 45
Þau beygðu til vinstri, óku til Dorchester, og komu niður að ánni við Clifton. Þau yfirgáfu bílinn, leigðu sér flatbytnu, og eftir að hafa látið reka um stund, reru þau upp að árbakkanum. Þau voru ekki margmál. Það var eins og hann finndi að hún væri nú nær honum en nokkru sinni áður. Dinny fannst tíminn líða fljótt, og vera svo einstaklega ljúfur og friðsæll, og hún skildi nú hvað Clare átti við, þegar hún sagði að hann léti mann í friði. Þegar þau komu til baka, var Dinny það ljóst að hún hafði ekki lengi upplifað eins dýrlegan morgun. Þegar hann þakkaði henni fyrir samveruna, sem hann sagði að hefði verið himnesk, þá sá hún það í augum hans að honum var alvara. En henni fannst ekki mannlegt hve mikið vald hann hafði á sjálfum sér. Hún sá hann lítið yfir daginn, og þegar hún bauð honum góða nótt, hafði hún einhverja skrítna ánægju af því hve svipur hans var löngunarfullur, og um leið skammaðist hún sín fyrir hve köld hún var sjálf. — Fjandinn, tautaði hún, um leið og hún þreyfaði eftir rof- anum. Hún hrökk við þegar hún heyrði lágværan hlátur. Clare sat í gluggakistunni á náttfötunum og reykti. — Kveiktu ekki. Komdu og fáðu þér sígarettu, við skulum púa út um gluggann. — Hvar hefirðu verið síðan á hádegi, ég hefi ekki séð þig. — Er eitthvað að þér, mér sýnist þú vera stúrin. — Eg er orðin sárleið á sjálfri mér. — Það var ég líka, en nú líður mér betur. — Hvar hefirðu verið? Clare hló, og það var eitthvað í þessum hlátri, sem kom Dinny til að spyrja: — Varstu hjá Tony? — Já, vina mín. Ég fór í bílnum, til að hitta hann. Tony er ekki lengur eins og yfirgefinn munaðarleysingi. — Ó, sagði Dinny. Ánægjusvipurinn á systur hennar kom Dinny til að roðna. — Ætlið þið að gifta ykkur? — Vina mín, það getum við ekki, við verðum að lifa í synd, að minnsta kosti fyrst um sinn. Við erum búin að koma okkur saman um að hittast tvisvar í viku. Eg kann mjög vel við húsið hans. Góða nótt, elskan, komdu með nebbann. Þegar systir hennar var farin, gekk Dinny fram og aftur um gólfið. Það er andstyggilegt að gera fólk óhamingjusamt, hugsaði hún. Hún var orðin þreytt á að ganga um gólfið, svo hún afklæddi sig og settist fyrir framan spegilinn og fór að bursta á sér hárið. Hún starði á sína eigin ásjónu í speglinum, eins og hún hefði ekki séð sjálfa sig í háa herrans tíð. Hún fór í slopp og laumaðist niður. Klukkan í anddyrinu sló tólf. Hún hugsaði um Clare, sem örugglega var fallin í væran fegurðarblund. Hún hugsaði líka til Tony Croom. Hún læddist að dagstofudyrunum og opnaði þær. Þegar hún kom þangað inn, opnaði hún franska gluggann sem sneri út að veröndinni. Þar fyrir innan var gamall stóll, sem hún var vön að hnipra sig saman í, þegar hún var barn, og það sama gerði hún nú. Allt í einu heyrði hún fótatak á veröndinni, svo hún hrökk við. Einhver sagði: ■—- Hver er þarna? Hún sá einhverja veru birtast í opnum glugganum, og af mál- rómnum heyrði hún að það var Dornford, og sagði: — Aðeins ég. — Aðeins þú! Hún sá hann ganga inn og nema staðar við stólinn sem hún sat í. Hann var ennþá í kvöldfatnaði og hann horfði niður til hennar, en það var svo dimmt að hún sá ekki vel framan í hann. — Er eitthvað að þér Dinny? — Eg gat bara ekki sofið. En þú? — Ég hefi verið að fara yfir málskjöl í bókaherberginu. Svo fór ég út, til að anda að mér fersku lofti, og þá sá ég gluggann hér standa opinn. — Hvort okkar á nú að segja: „En stórkostlegt"? Hvorugt þeirra sagði það. Og Dinny rétti úr sér og tyllti fótun- um á gólfið. Allt í einu sneri Dornford baki að henni og greip fyrir andlitið. — Fyrirgefðu að ég er svona léttklædd, tautaði hún. — Eg átti ekki von á. . . . Hún vissi ekki fyrr til en hann féll á kné við hlið hennar. — Dinny, þetta er heimsendir, nema.... Hún rétti út hendina, strauk yfir hár hans og sagði hljóðlega: — Þetta er upphafið. .. . SÖGULOK. r : -s V. 35. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.