Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 33

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 33
Mentol sigarettan sem hefur hreint og hressandi bragð. tökur í Englandi. Hins veg- ar hefur tveggja laga plötu Robin Gibb verið mun betur tekið, en titillag þeirrar plötu heitir „Saved By The Bell“. Þykir þetta lofa góðu um framtíð Robba sem einsöngv- ara. Um hina nýju plötu Bee Gees segir Robin, að ekki megi dæma um vinsældir hljómsveitarinnar eftir þeim móttökum, sem platan hefur fengið. Segist Robin sann- færður um, að næsta plata Bee Gees muni slá í gegn, eins og venjan er með plötur hljómsveitarinnar. Onnur plata frá Robin Gibb mun nú vera komin á markaðinn. Að vísu kemur hann ekki fram sem einsöngv- ari á þeirri plötu heldur sem hljómsveitarstjóri! Lagið, sem hann hefur sjálfur samið, hjeitir „To Heaven And Baek“. Er lagið gert í tilefni af tunglferð Apollo ellefta. Níutíu og sjö manns skipa hljómsveitina en að auki kem- ur við sögu sextíu manna kór. Hlutverk kórsins er að skapa geim-effekta, en að öðru leyti er ekkert sungið. Það er plötu- fyrirtækið Polydor, sem gef- uh út þessa plötu, en hún mun vera ein hin umfangs- mesta, sem um er vitað í pop- heiminum. ☆ Diana hættir Framhald af bls. 24. aðeins púað undir. Þegar þær stöllur hafa komið fram á sviði, hefur Diana jafnan staðið fremst, ein og sér, en hinar tvær bakatil. Er ekki gott um það að spá, hvernig Supremes mun vegna, þegar Diana er farin frá þeim. Það var í aprílmánuði sl. að Diana fór fyrst að láta í það skína, að hún hefði áhuga á að syngja og koma fram á eigin snærum. Hún kom fram sem gestur í skemmtiþætti í sjónvarpi vestan hafs — án Supremes. Þótti hún sýna ágæta leikhæfileika, þar sem hún kom fram í leikþætti um Mjallhvíti og dvergana sjö. Hún fór með hlutverk Mjall- hvítar, merkilegt nokk! Þá hefur Diana einnig áhuga á að sjá um eigin skemmtiþátt í sjónvarpinu. Hún segir að vísu, að það muni reynast erfitt að fá þessa ósk uppfyllta, þar sem hún er af svörtum stofni. — Sannleikurínn er sá, segir hún, að blökkumenn verða að leggja helmingi harðar að sér til þess að kom- ast áfram. Ef Supremes væru þrjár hvítar stúlkur væri fyr- ir löngu búið að bjóða þeim að hafa með höndum fasta og reglulega skemmtiþætti, en af því að Supremes eru þrjár blökkustúlkur, þá er slíku ekki til að dreifa. Diana er um þessar mund- ir að skrifa bók um feril söng- flokksins og um sjálfa sig. Segir hún, að bókin greini frá öllu, sem á dagana hafi drifið .... góðu og slæmu. Svo er þess að geta, að nýj- asta lag Supremes á vin- sældalistanum vestan hafs heiti „Tlie Composer“. Hef- ur óvenju hljótt verið um lag þetta miðað við önnur lög á tveggja laga plötum, sem Su- premes hafa látið frá sér fara. ☆ Rollingarnir í kvikmynd Framhald af bls. 25. í hljómsveitinni. Þykir þessi þáttur Rollinganna merkileg- ur fyrir þá sök, að þarna gefst mönnum kostur á að sjá hljómsveitina, eins og hún hefur verið skipuð til skamms tíma — með Brian Jones við hlið félaga sinna. Hins vegar ber flestum saman um það, að sá þáttur myndarinnar, sem sýni Roll- ingana, eigi lítið erindi í myndina, þegar á heildina er litið. Myndin á án efa eftir að vekja umtal og deilur, því að hún er mjög hatrömm á- deila á hvíta kynstofninn, og mætti ætla, að leiðtogar „Svarta valdsins“ (Black Power) hefðu haft puttann í spilinu. Blökkumenn eru látn- ir flytja langa óhróðurspistla 35. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.