Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 30
Livingstone
Framhald af bls. 15.
kominn að hann var ekki annað
en „beinahrúga“, að hann sjálfur
sagði.
Þá var hann löngu orðinn
heimsfrægur og nánast tilbeðinn
í heimalandi sínu. Engu að síð-
ur fékk hann löngum takmark-
aðan stuðning að heiman, og sízt
frá opinberri hálfu. Þing og
stjórn Breta höfðu þá sem löng-
um endranær, engan áhuga á að
leggja undir sig lönd á afríska
meginlandinu og gerðu það fyrst
og fremst með hálfgerðri ólund
heldur en að láta Frakka, Þjóð-
verja og ítali gína yfir því öllu.
Þegar Livingstone var um síðir
útnefndur konsúll Breta í Aust-
ur-Afríku, fylgdu engin laun
þeirri heiðursnafnbót.
í börk trés eins á ey í straum-
hörð.u fljóti skar hann eitt sinn
nafn sitt ásamt ártalinu 1855.
Síðar skrifaði hann: „Þetta var
í eina skiptið á ævinni, sem ég
sýndi hroka.“ Það munu orð að
sönnu, aldrei varð þess vart að
hann sjálfur miklaðist hið
minnsta af afrekum sínum. Líka
er sagt að hann hafi aldrei logið.
Og þótt hann hlyti virðingu þjóð-
ar sinnar, var það ekkert á móti
þeirri lotningu, sem innfæddir
Afríkumenn báru fyrir honum.
Virðing þeirra og undirgefni fyr-
ir honum átti sér engin takmörk.
Sumir segja að til séu menn,
sem geisli svo af kærleika að
ekkert illt komist að þeim, og
Livingstone hefur verið til-
nefndur sem einn slíkur. Þetta
er kannski skýringin á því að
hann skyldi komast lifandi og
óétinn úr ótal leiðöngrum um
svæði, sem úðu og grúðu af villi-
mönnum og villidýrum. En al-
drei fann nokkur hjá honum hik
eða æðru.
Hið eina sem hann þoldi ekki
að horfa upp á voru þjáningar
annarra. Evrópuríkin höfðu þá
að vísu bannað það og tekið hafði
verið fyrir flutning svartra þræla
til Ameríku, en markaðurinn var
enn nógur í Arabalöndunum og
Afríku sjálfri. Það gerði þræla-
sölunum auðveldara fyrir að
negrarnir sjálfir töldu þessi við-
skipti sjálfsagðan hlut og stund-
uðu þau af hjartans lyst, hvenær
sem tækifæri bauðst.
Oft mætti Livingstone þræla-
lestum á leið sinni til kaupstað-
anna á ströndinni, og sá hvernig
hið ánauðuga fólk var meðhöndl-
að verra en nokkur búpeningur.
Þrælasalarnir lömdu það áfram
með svipum úr flóðhestaskinni,
sem gerðar voru sérstaklega til
þeirra nota. Karlmennirnir voru
festir saman með keðjum úr
fléttuðum tágum. Konur og börn
voru bundin saman með reipum.
Fjöldi fólks gafst upp og var þá
annaðhvort drepið eða skilið eft-
ir við veginn, þar sem það varð
Veriff örugg -
Rauðu
Hellesens
rafhlöðurnar
svíkja
ekki
Transistor—Rafhlöffur
Z)A« tfczft^cJLexSi, A/
Raftækjadeild
Hafnarstræti 23
Simi 18395
fljótlega að bráð hungri, þorsta
eða villidýrum. Þrælaverzlimin
varð Svörtu-Afríku ógurleg
blóðtaka, hve mikil veit enginn.
En sagt er að sum svæði, eins
og Angóla, séu enn þann dag í
dag fólksfærri en þau voru áður
en viðskipti þessi komust í al-
gleyming.
Hvenær sem Livingstone átti
peninga, þá keypti hann frjálsa
þá þræla, sem hann hitti fyrir.
Þessháttar framferði var flestum
óskiljanlegt, jafnt þrælasölum og
þrælum. Þrælarnir, sem Living-
stone frelsaði þannig, fylgdu
honum yfirleitt eftir. Þeim var
algerlega fyrirmunað að skilja
að þessi hvíti bwana hefði keypt
þá til annars en að eignast þá
sjálfur.
Þrælasalarnir hötuðu hann
eins og pestina, og það út af fyrir
sig, að þeir skyldu ekki koma
honum fyrir kattarnef, bendir ef
til vill skýrar en flest annað til
þess, að eitthvað mjög óvenju-
legt hafi verið við þennan mann.
Þeir vissu þó fullvel að hann
gerði þeim allt til bölvunar sem
hann gat. Hann var óþreytandi
að reyna að fá brezku stjórnina
til að beita áhrifum sínum til að
stöðva verzlunina með hið svarta
fílabein, og sú rekistefna leiddi
að lokum til þess að soldáninn í
Sansíbar bannaði þrælaverzlun
á umráðasvæði sínu í Suðaustur-
Afríku. Að vísu hélt hún að tals-
verðu leyti áfram á bak við
tjöldin og gerir það jafnvel enn
sumsstaðar í álfunni.
Þegar David Livingstone kom
til Ujiji, hafði hann verið í Af-
ríkuferðum í þrjátíu ár. Hann
hafði ferðazt um meira en þriðj-
ung meginlandsins og lagt nærri
fimm þúsund mílur að baki. Á
leiðinni til Ujiji hafði verið stol-
ið af honum mestöllum farangri
hans, matvælum, lyfjum, fatnaði,
bómullardúkum, þrjú þúsund
kílóum af glerperlum og tals-
verðu af ekta perlum. Þar á of-
an missti hann um þetta leyti
nokkrar geitur. sem hann hafði
lengi haft meðferðis. Það var
mikill skaði, því að mjólk geit-
anna hafði verið sú fæða sem
hélt Livingstone uppi fremur en
flest annað. Ein frásögn hermir
að hann hafi látið þær í skiptum
fyrir þræla, sem hann fékk lausa.
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður
brá Livingstone sér aftur vestur
fyrir Tanganjíka-vatn í þeim
erindagerðum að kanna Lualaba
betur. í bænum Njangwe á bökk-
um hennar varð hann vitni að
hroðalegu atviki, er arabískir
þrælasalar réðust á markaðstorg
bæjarins, án nokkurs tilefnis svo
séð yrði, og skutu fólk til bana
svo hundruðum eða þúsundum
skipti, margt af því konur og
börn. Sjúkur af andstyggð sneri
landkönnuðurinn mikli aftur til
Ujiji og náði þangað í október
1871.
Þarna var það sem annar stór-
frægur landkönnuður brezkur,
Velsmaðurinn Henry Morton
Stanley, fann hann þann tíunda
nóvember. Stanley var á vakki
í bænum er hann kom auga á
hóp Araba og meðal þeirra fölan
og þreytulegan mann með sítt
skegg hvítt og í upplitaðri ein-
kennistreyju. Stanley gekk til
manns þessa, tók ofan hattinn og
sagði þau orð, sem síðan eru
fræg: „Doktor Livingstone, I
presume? — Linvingstone lækn-
ir, geri ég ráð fyrir?“ „Sá er
maðurinn,“ sagði gamli maður-
inn þreytulegi og lyfti húfunni
lítillega. Þeir tókust innilega í
hendur og Stanley sagði: „Guði
sé lof að ég fann yður!“ Öllu
fleira var ekki sagt að því sinni.
Bretar Viktoríutímans voru ekki
vanir að slá um sig með stórum
orðum eða láta tilfinningar í
ljósi, sízt af öllu innan um fólk
af framandi þjóðum.
Síðan er annar þessar stór-
könnuða aldrei nefndur svo á
nafn að hins sé ekki minnst um
leið. f sögunni eru þeir óaðskilj-
anlegir tvíburar.
Þegar hér var komið hafði ekki
frétzt af Livingstone til Evrópu
svo árum skipti og flestir héldu
hann dauðan. Meira að segja
vændu sumir Stanley um lygi
þegar hann tilkynnti fund þeirra.
Þessi atburður var Livingstone
til mikillar hvatningar og í stað
þess að snúa til Evrópu, eins og
hann hafði fulla þörf fyrir, lagði
hann af stað nokkrum mánuðum
seinna og enn í leit að upptökum
Nílar, en sú gáta hélt nú huga
hans föngnum öllu öðru framar.
En lausn hennar leit hann al-
drei. Morgun einn kom uppá-
haldsþjónn hans, negri að nafni
Susi, að honum á knébeði —
látnum. Þetta gerðist í búðum
nálægt Chitambo (nú í Sambíu),
þann fyrsta maí 1873. Living-
stone var þá nærri sextugur.
Hann dó í bæn, eins og vel sæmdi
slíkum vini Krists.
Hann óskaði þess að hljóta
hinzta leg í afrískri jörð, við hlið
konu sinnar á bökkum Sambesí.
Ekki þótti það framkvæmanlegt.
Lík Livingstones var þess í stað
flutt til Englands og jarðsett í
Westminster Abbey, hjá öðrum
höfuðhetjum Breta. Hjarta hans
varð þó eftir í Afríku. Þjónar
hans höfðu numið það úr líkama
hans eftir andlátið og grafið það
í mold þeirrar álfu, er hann gaf
líf sitt.
dþ.
Robin Gibb hættir
Framhald af bls. 25.
án hans. Nú velta menn því
fyrir sér, hvort Robin hafi
haft á réttu að standa, þegar
hann sagði þetta, því að nýj-
asta plata Bee Gees, „To-
morrow Tomorrow“, hefur
hlotið fremur dræmar mót-
30 VIKAN tbl-