Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 19
Arababorgirnar cru alls staffar sjálfum sér líkar, leirgulir kassar sem hrúgast hvcr að öðrum. En ríkustu sjcikarnir búa líklega citthvað betur. ^ Sjeikar og bedúínar Arabíu eru enn þann dag i dag álika frumstæðir í hugsunarhætti og á tímum Múhameðs. Olíuauðurinn gengur ekki til nytsam- legra framkvæmda, heldur til að kaupa lúxusbíla og stækka harcmln. Og konumar eru jafn réttlausar og nokkm sinni áður. Arabía, föðurland Múhameðs og upprunalegt móðurland allra Semíta, er eitt miðaldalegasta svæði jarðar. Mestur hluti skaga þessa er nú sameinanður í konungsríki, sem heitir í höfuðið á hinni ríkjandi ætt: Saúdi-Arabía. Þar hefur fátt tekið breytingum síðan á dögum Múhameðs, allavega ekki til betri vegar. Atvinnuhættir eru margir gamaldags og hugsunarháttur þó miklu fornfálegri. I samræmi við hann er allt mannlíf. Þrælahald er þar enn í góðu gengi, þótt reynt sé að láta ekki of mikið á því bera, að minnsta kosti þegar útlendingar eru nærri. Flestir landsmanna, sem eru um sjö milljónir, búa með ströndum fram, en inni í landinu eru bedúín- arnir, hirðingjarnir, sem eru frumstæðastir allra. Þeir reika þar á milli eyðimerkurvinjanna með úlfalda sína, kindur, geitur og hesta, og siðir og búskaparhættir eru varla mikið öðruvísi en var hjá Abraham þjóðaföður eða tengdapabba Mósesar. Allir siðir bedúína þessara í sambandi við ástir og hjónaband eru strangir og ekki beint mannúðlegir. Þar er ekki til siðs að hjóna- efni sjáist fyrir brúðkaup — foreldrarnir ákveða ráðahaginn og ekki er til annars að hugsa en börnin hlýði þeim orðalaust. Brúð- guminn greiðir fyrir konuna nokkra fjárhæð, oftast eitthvað tíu til tólf þúsund krónur, og þess utan leggur hann til búsáhöld og fatn- að. Á móti ábyrgist faðir brúðarinnar að hún sé mær ósnortin. Það getur hann nokkurn veginn óhræddur. Flestir eyðimerkurættbálk- anna á skaganum hafa enn í heiðri fornan sið, sem á alþjóðlegu vísindamáli heitir infibulation. Hann er þannig framkvæmdur sem nú skal greina. Aðgerðin er framkvæmd á stúlkunum meðan þær eru enn á barnsaldri. Hún er á þá leið að skapabarmarnir eru særðir innan- vert eða alveg skornir burt. Síðan er sárunum þrýst hverju að öðru svo þétt og lengi að þau gróa saman. Hitt er líka til að barmarnir séu einfaldlega saumaðir saman. Til að tryggja að stúlkan geti vandræðalaust kastað af sér þvagi er hring úr ein- hverjum málmi þrýst inná milli barmanna ■—■ til dæmis milli tveggja saumspora — og hann látinn gróa þar fastur. Stúlkan er ekki defíbúleruð -—- opnuð ef svo mætti segja — fyrr en við sjálfa vígsluathöfnina. Þetta gera venjulega rosknar og reyndar konur, og hafa þá gjarnan mál af getnaðarlim brúð- gumans til hliðsjónar. Líti brúðgumarnir út fyrir að vera heldur skuldseigir, hafa tengdafeður þeirra tilvonandi gjarnan vaðið fyrir neðan sig og afsegja að taka sauminn úr dætrum sínum, fyrr en mundurinn hafi verið greiddur til síðasta penings. En hin miðaldalega Saudi-Arabía á sér fleiri andlit. Síðustu áratugina hefur mikilvægi ríkisins á alþjóðavettvangi stóraukist vegna olíunnar, sem dælt er í stríðum straumum upp úr eyðimörkinni í nánd við Persaflóann. Þetta hefur gert sjeikum landsins, sem áður voru hálfgerðir leppalúðar, fært að hella sér út í bílífi, sem yfirgengur allt sem þekkzt hefur í arabíska heim- inum ofan frá dögum Harúns al-Rasjíðs kalífa í Bagdað. En því fer fjarri að auðæfin og möguleikarnir þeim samferða hafi hið minnsta mannað höfðingja landsins; í hug og hjarta eru þeir áfram sömu villimennirnir og forfeður þeirra sem brenndu bóka- safnið í Alexandríu fyrir þrettán öldum. Olíuauðnum verja þeir ekki til að bæta kjör og menningu þjóðar sinnar, sem andlega jafnt og efnalega er ein hin vanþróaðasta á hnettinum, heldur til að byggja sér dýrlegri hallir og villur en jafnvel þekktust í þús- und og einni nótt. Þeir keyptu sér flota af einkaflugvélum og lúxusbílum. Hin fornu hefðartákn Múhameðstrúarmannsins voru ekki heldur forsómuð; fleiri og fleiri þrælar voru keyptir frá Afríku. Og haremin voru stækkuð og fjölbreytnin í þeim aukin. Samkvæmt Kóraninum er hverjum karlmanni leyfilegt að eiga fjórar eiginkonur, en þessutan má hann hafa eins margar ánauð- ugar hjákonur og honum bezt líkar. Soldánar og kalífar fyrri tíma söfnuðu kvenfólki af álíka ástríðu og sumir menn aðrir frí- merkjum eða mynt. Kvennabúr þeirra urðu sum svo stór að eig- endurnir komust aldrei yfir að samrekkja nema nokkrum hluta skarans. En vitaskuld máttu haremskonurnar ekki bæta sér upp einmanaleikann með samvistum við aðra karlmenn. Varðmenn kvennabúranna voru geldingar og heldur en ekki neitt lagðist kvenfólkið í kynvillu. Enn í dag kvað það algengt að saudi-ara- bískar hefðarfrúr hafi ambáttir að viðhöldum, ekki sízt negrastúlk- ur frá Afríku. Raunar er kynvilla í landinu ekki bundin við kon- ur einar; karlar iðka hana einnig, þótt þeim ætti síður að vera vorkunn. í stærri borgunum eru jafnvel vændishús, þar sem kyn- villtir karlmenn og piltar bjóða fram blíðu sína. En víkjum nánar að því, sem flestum kemur fyrst í hug þegar minnzt er á arabíska sjeika: haremunum eða kvennabúrunum. Þýzkur ferðalangur og blaðamaður skýrði nýlega í tímaritsgrein frá heimsókn til eins ríkasta olíufursta Saudi-Arabíu, hvers fjöl- skylda á hlutabréf í olíufélagi, sem hefur bækistöðvar í bænum Daran við Persaflóa. Fursti þessi tók blaðamanninum höfðinglega og bauð honum til kvöldsamsætis í trjágarði við höll sína. Þar uxu pálmar og möndlutré, og í garðinum miðjum var gosbrunnur, lýstur rósrauður með ljósvörpu. Gestirnir lágu á dívönum, sveip- aðir dýrum teppum, og virtu fyrir sér fagurvaxnar negraambátt- ir, sem dönsuðu eftir hljómlist frá segulbandi, framleiddu í Þýzka- landi. Hið síðasttalda var næstum það eina af allri dýrðinni, sem ekki hefði getað verið úr Þúsund og einni nótt. Þjóðverjinn hældi gestgjafanum á hvert reipi og þó einkum dansmeyjunum. Furst- inn lét sér fátt um finnast: enn hafið þér ekkert séð, sagði hann. ■— Eigið þér þá harem, eins og ég hef heyrt? spurði Þjóðverjinn. Það kom smávegis hik á Arabann; gagnvart Vesturlandamönn- um hafa þeir stundum tilburði til að flíka miðaldamennsku sinni ekki nema í hófi. En svo yppti hann öxlum: — Harem? Það er nú kannski fullmikið sagt. Sg á nokkrar konur. Og er nokkuð athuga- vert við það? Til að gesturinn gæti sjálfur sannfærzt um að prýðilegt væri að vera harmsfrú í Arabíu, sýndi sjeikinn honum kvennabúrið, sem ekki var síður glæsilegur bústaður en aðrir hallarhlutar. Einn- ig þar var gosbrunnur, exótísk blóm, evrópsk húsgögn af dýrasta tagi. Á glerborði í forsalnum er innanhússími. Sjeikinn studdi á takka og kallaði: — Ertu farin að sofa, Sólama? Ekki það? Vertu þá svo góð að líta niður“. Framhald á bls. 39 35. tM. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.