Vikan


Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 12

Vikan - 28.08.1969, Blaðsíða 12
Það er ekki ofsögnum sagt af öllu því sem á gengur fyrir mannkindinni; nú er hún farin að leggja undir sig aðra hnetti, rétt eins og ekki sé nóg fyrir hana að bardúsa á gömlu jörð. Raunar er ekki langt síðan þessi okkar eigin hnöttur var Jangt frá því fullkannaður, og afreksmenn þeir, sem á því réðu bót, urðu að glíma við stórum meiri mannraunir en Armstrong og félagar, hverra ferð gekk eins og í lygasögu. Og meðan allur heimurinn, að Kínverjum frátöldum, klappar tunglförunum fyrstu lof í Jófa, er ekki nema sanngjarnt að minnzt sé með hæfilegri virðingu fyrirrennara þeirra, sem yfirstigu feiknalega erfiðleika til að upplýsa meðbræður sína um áður óþekkt svæði jarðarhnattarins. Einna frægastur þessara könnuða var Skotinn David Liv- ingstone, sem hefur verið ein helzta fyrirmynd trúaðra Engil- saxa á Viktoríutimanum og síðan, hetja og dýrlingur í senn. ITann axlaði hina margumræddu „byrði hvita mannsins“ af meiri kjark og ötulleik en flestir aðrir, en tók lítt eða ekkert fyrir sinn snúð, gagnstætt því sem var um ílesta er ruddu evrópskum áhrifum braut í löndum litaðra þjóða. David Livingstone fæddist árið 1813 í Blantyre Works í Lanark, í láglöndum Skotlands. Eoreldrar hans voru blá- fátækt verksmiðjufólk. Þá var brezki kapítalisminn í sínu 12 VIKAN ^5- tbl- alveldi og lágstéttir landsins kúgaðar af hömlulausum rudda- skap og mannúðarleysi. Einn viðbjóðslegri þáttanna í því glæpsamlega þjóðfélagskerfi var barnaþrælkunin, og fór Da- vid ekki varhluta af henni. Heimili hans var á mesta iðnað- arsvæði Skotlands, og tíu ára að aldri var hann látinn fara að vinna í bómullarspunastofu frá klukkan sex á morgnana til átta á kvöldin, fjórtán stunda vinnudag. En þrek þessa drengs, jafnt andlegt sem líkamlegt, var margfalt meira en almennt var. I stað þess að verða að niðurníddum þræl, eins og flestir jafnaldra hans, sem ólust upp við svipuð kjör, lét hann ekkert hindra sig i að ganga menntaveginn. Hann komst. upp á lag með að lesa um leið og hann spann, og þcgar heim kom hélt hann lestrinum áfram við skin frá tólgarkerti. ITann las allt sem hann komst yfir, en fyrst og fremst læknisfræði og guðfræði, því að hann hafði þá þegar ákveðið að verða læknir og trúboði í senn. Ilann útskrifaðist sem læknir úr háskólanum í Glasgow, sem lengi hefur notið mikillar frægðar fyrir sina læknadeild. Hann komst síðan í þjónustu Trúboðsfélags Lundúna (London Missionary Soci- etv) og var sendur á vegum þess til Afríku, árið 1840. Sú þróun mála olli honum nokkurra vonbrigða, því að hann hafði langað miklu meira til Kina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.